Fréttir
  • Samgönguleiðir utan vegakerfsins almenna geta verið styrkvegir

Styrkir til samgönguleiða

umsóknarfrestur er til 15. apríl

28.1.2016

Samkvæmt 25. gr. vegalaga nr. 80/2007 er heimilt í vegáætlun að ákveða fjárveitingu til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum.

Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum um styrki til samgönguleiða samkvæmt nefndri lagagrein og 4. gr. reglna nr. 1155/2011 um þetta efni. Umsókn um styrk skal senda til starfsstöðvar Vegagerðarinnar (Selfoss, Borgarnes, Akureyri, Reyðarfjörður) á því svæði þar sem viðkomandi framkvæmd er fyrirhuguð. 

Umsækjandi skal leggja fram greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd sem felur m.a. í sér upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar, áætlaðan kostnað og aðra fjármögnun verksins.

Umsækjandi hverju sinni skal vera veghaldari þeirrar samgönguleiðar sem nýtur styrks. Er honum skylt að sjá um merkingar vegar og aðra þá þætti er falla undir veghald, sbr. ákvæði vegalaga.

Athygli er vakin á því að samgönguleiðir sem njóta styrkja samkvæmt heimild í vegalögum skulu opnar allri almennri umferð.

Umsóknum skal skilað eigi síðar en 15. apríl 2015. 

Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar ásamt umsóknareyðublaði.