Fréttir
  • Spunnið í opinbera vefi 2015

Spunnið í opinbera vefi

Vefur Vegagerðarinnar fer ú 54. sæti í 16. sætið

3.12.2015

Vefur Vegagerðarinnar hækkar töluvert í könnuninni "Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015", eða fer úr 54. sæti af 255 í 16. sætið. Könnunin er gerð annað hvert ár þar sem innihaldið, nytsemi, aðgengi, þjónusta og lýðræðisleg þátttaka er skoðuð.

Nýlega voru birtar niðurstöður úr úttektinni "Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015". Þessi könnun er gerð annað hvert ár þar sem opinberir vefir eru teknir út hvað varðar innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku. Auk þessara þátta þá var í ár líka gerð úttekt á öryggi opinberra vefja, sem taldi þó ekki inn í niðurstöðurnar.

Í ár fékk Vegagerðarvefurinn fleiri stig en nokkru sinni fyrr og klifruði heldur betur upp stigann. Vefurinn hafnaði í 16.sæti af 255 með heildarskor upp á 92 stig af 100 mögulegum. Í síðustu könnun var Vegagerðarvefurinn í 54.sæti með 83 stig af 100, þannig að bætingin á milli úttekta er töluverð.

Eigi að síður er ljóst að það þarf að vinna að úrbótum sem tengjast aðgengi og að bæta þjónustu við markhópa Vegagerðarinnar, þjónustan snýr aðallega að rafrænni stjórnsýslu og möguleika á eiga samskipti við Vegagerðina á rafrænan hátt, beint af vefnum.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð á útkomu úttektarinnar í ár samanborið við árið 2013.

Spunnið í opinbera vefi 2015



Hér má sjá hvernig Vegagerðin stóð sig miðað við aðrar stórar ríkisstofnanir:

Spunnið í opinbera vefi 2015















Og hér má sjá útkomu á heildarskori Vegagerðarinnar frá árinu 2005 til ársins í ár:

Spunnið í opinbera vefi 2015