Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Stefnir í umferðarmet í ár

umferðin á höfuðborgarsvæðinu eykst líklega um fjögur prósent

6.11.2015

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,6 prósent í október. Umferðin hefur aldrei áður verið jafnmikil í októbermánuði. Það fóru 4,5 milljón bílar um mælisniðin þrjú. Líkt og á Hringveginum stefnir í umferðarmet í ár enda lítur úr fyrir að aukningin í umferðinni í ár nemi rúmum fjórum prósentum þegar upp verður staðið í árslok.


Milli október mánaða 2014 og 2015
Umferð jókst um 4,6% í nýliðnum október borið saman við sama mánuð á síðast ári.  Mest jókst umferðin yfir mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi eða um 6,0%.  Umferðin hefur aldrei verið meiri í október en í nýliðnum mánuði en alls fóru um 146.690 bílar á sólarhring yfir mælisniðin þrjú en það jafngildir því að rúmlega 4,5 milljónir bíla hafi farið yfir sniðin þrjú í október.

Frá áramótum milli áranna 2014 og 2015
Umferðin frá áramótum hefur nú aukist um 4,1% borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Umferðin hefur aldrei verið meiri en nú miðað við árstíma.

Umferðin eftir vikudögum
Það sem af er ári hefur umferðin aukist alla vikudaga, mest á mánudögum eða um 4,9% en minnst á föstudögum um 3,0%, borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Umferðin er mest á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2015
Nú eru miklar líkur til þess að umferðin verði rúmlega 4% meiri en hún var í þessum sömu sniðum á síðasta ári.  
Á síðasta ári var gamla metið frá árinu 2008, slegið þannig að nú eru yfirgnæfandi líkur til þess að nýtt umferðarmet líti dagsins ljós á höfuðborgarsvæðinu í ár. 

Talnaefni