Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Gríðarlega aukning í umferðinni í september á Hringveginum

umferðin jókst um rúm 12 prósent

1.10.2015

Umferðin á Hringveginum jókst um 12,2 prósent í september frá sama mánuði í fyrra. Umferðin hefur aldrei aukist jafn mikið á milli septembermánaða frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Umferðin í ár hefur aukist um 4,7 prósent þar sem af er og útlit fyrir að tæplega fimm prósenta aukning verði í ár.

Milli mánaða árin 2014 og 2015
Umferð jókst gríðarlega milli september mánaða eða um 12,2%. Umferðin hefur aldrei aukist svo mikið milli september mánaða frá því að þessar mælingar byrjuðu árið 2005. Mest jókst umferðin á Austurlandi eða 30,8% en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið eða 8,1%. 

Frá áramótum milli áranna 2014 og 2015
Umferðin hefur nú aukist um 4,7% frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári.  Mest hefur umferð aukist um Austurland eða um 12,4% en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 3,8%. Ef frá er talið síðasta ár þarf að leita aftur til ársins 2007, til að finna meiri aukning m.v. árstíma.


Tafla







Umferð eftir vikudögum milli áranna 2014 og 2015
Umferð hefur nú aukist alla vikudaga miðað við tímabilið frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferðin aukist mest á þriðjudögum eða um 7,0% en minnst á sunnudögum eða um 2,7%.  Umferðin er að aukast að jafnaði um 5,9% mánudaga til fimmtudaga en um 4,2% á föstudögum til sunnudaga þ.a.l. má draga þá ályktun að þessi umferðaraukning, sem af er ári, sé að stærstum hluta borin uppi af auknum umsvifum atvinnulífsins.

Horfur út árið 2015
Hegði umferðin sér svipað og í meðalári, það sem eftir lifir árs, stefnir í að umferðin aukist um tæp 5%. Gangi þessi spá eftir er ljóst að slík aukning er talin vera við efri mörk þess sem talið er þægilegt miðað við viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Þar eins og víða annarsstaðar er hæg aukning betri en mjög snögg aukning.

Talnaefni