Fréttir
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • göngu
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut
  • Vígsla göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut

Göngu- og hjólabrú tengir Selás og Norðlingaholt

formlega tekin í notkun í dag 17. september

17.9.2015

Ný göngu- og hjólabrú yfir Breiðholtsbraut var tekin formlega í notkun síðdegis fimmtudaginn 17. september.  Nýja brúin er mikilvæg samgöngubót og tengir Norðlingaholt og Selás. Eykur nýja brúin umferðaröryggið, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. En íbúar þessara tveggja hverfa sækja sérstaklega íþróttaæfingar hver hjá öðrum.

Tveir ungir íbúar úr aðliggjandi hverfum, Elsa Karen Sæmundsdóttir og Hannes Pétursson, opnuðu brúna formlega með því að klippa á borða ásamt Svani Bjarnasyni svæðisstjóra suðursvæðis Vegagerðarinnar og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 

Gera má ráð fyrir að brúin verði mikið notuð, en börn þurfa oft að fara yfir Breiðholtsbraut meðal annars vegna  íþróttaæfinga. Elsa Karen er í 10. bekk og æfir með í Handknattleiksdeild Fylkis og Hannes er 8 ára og æfir með í Fimleikadeild Fylkis. Þau eru í þeim hópi sem einna helst mun njóta þessa nýja samgöngumannvirkis vegna ferða sinna á æfingar.

Hátt á annað hundrað manns var viðstatt hina formlegu opnun í blíðskaparveðri enda skiptir þetta mannvirki íbúana miklu máli.

Formleg opnun brúarinnar ber upp á samgönguviku og gerði Dagur B. Eggertsson hana að umtalsefni í ávarpi sínu.  Hann hvatti íbúa til að nýta sér fjölbreytta samgöngumáta og nota bíla, fá far, ganga, hjóla eða fara í strætó. Kjörorð samgönguvikunnar eru Veljum, blöndum, njótum.

Brúarsmíðin og lagning aðliggjandi stíga er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Áætlaður heildarkostnaður við mannvirkjagerðina er um 250 milljónir, en heildaruppgjör liggur eðlilega ekki fyrir. Kostnaðarskipting er að Vegagerðin ber 51,5 % kostnaðar og Reykjavíkurborg 48,5 %.

Hönnun var á hendi VSÓ ráðgjafar. Aðalverktaki er Loftorka Reykjavík ehf. og undirverktaki hennar í brúargerðinni er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. Eftirlitsaðili var Hnit hf.  Vegna óvenju slæmrar tíðar á liðnum vetri seinkaði steypuvinnu yfirbyggingar til 2015.