Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Aukin umferð í mars

færri aka þó á sunnudögum

14.4.2015

Umferðin á Hringveginum í mars reyndist nærri fimm prósentum meiri en í sama mánuði og í fyrra. Athygli vekur að umferðin á sunndögum dregst töluvert saman sem bendir til þess að sunnudagsbíltúrum út á Hringveginn hafi fækkað og má líklega skýra það með tíðarfarinu.

Milli mánaða
Skamkvæmt mælingum Vegagerðarinnar, jókst umferðin um 4,7% milli mars mánaða 2014 og 2015. Leita þarf aftur til ársins 2010 til að finna meiri umferð í mars mánuði á Hringveginum. 

Umferðin í mars jókst á öllum landssvæðum. Mesta aukningin mældist um Austur- og Norðurland eða um 36% og 22%.  En þá ber að hafa í huga að umferðin, á þessum svæðum, dróst mikið saman á síðasta ári í sama mánuði.
Minnst jókst umferðin um Suðurland eða 1,1%.


Samanb-mars

Frá áramótum

Þegar tímabilið janúar til og með mars er skoðað þá er umferðin í heild mjög svipuð því sem hún var fyrir sama tímabil á síðasta ári eða einungis 0,1% minni.   


Að umferðin sé rétt undir því sem hún var á síðasta ári munar mestu um tæpan 2% samdrátt um Suðurland og 1% við höfuðborgarsvæðið.  Umferðin eykst aftur á móti mikið um Norður og Austurland eða um tæp 8% annars vegar og um tæp 18% hins vegar, fyrir þetta sama tímabil. 

Umferðin eftir vikudögum
Frá áramótum hefur umferðin aukist alla daga nema fimmtudaga, sem eru 0,3% undir, og sunnudaga, sem eru talsvert undir síðasta ári eða rúmlega 11%.  Þetta kann að vera vísbending um að minna sé farið í helgartúra út á Hringveginn, það sem af er ári miðað við síðasta ár.

Umferðin eftir vikudögum

Sjá talnaefni.