Fréttir
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Minni steinnin fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Stærri steinninn fluttur
  • Málin rædd
  • Sá stóri kominn á sinn framtíðarstað
  • Minni steinn færður á sinn stað
  • Minni steinn færður á sinn stað
  • Minni steinn færður á sinn stað
  • Minni steinn færður á sinn stað
  • Minni steinn færður á sinn stað
  • Steinarnir komnir saman
  • Báðir komnir á sinn framtíðarstað
  • Hér sést vel hvernig steinninn kallast á við þá sem fyrir voru

Áberandi og fagur hraunsteinn fluttur

var í veglínu nýs Álftanesvegar og mun mynda heildræna mynd til hliðar við veginn

18.3.2015

Stór steinn sem var áberandi í veglínu nýs Álftanesvegar þar sem hann mun liggja um Garðahraun var fluttur til hliðar við veginn í dag. Verktaki Vegagerðarinnar við lagningu vegarins, ÍAV, vann verkið einstaklega vel en steinninn var í tvennu lagi alls 87 tonn. Steinninn sem hermt er að sé álfakapella var færður til hliðar við veginn þar sem hann myndar eina heild með öðrum hraunmyndunum sem þar voru fyrir.


Steinninn hefur verið áberandi í landslagi hraunsins var settur niður til hliðar við veginn þar sem er að finna aðrar tilkomumiklar steinmyndanir sem eru svipaðar umræddum stein. Þannig er ætlunin að búa til eina fallega heild sem síðar gæti orðið viðkomustaður göngufólks um hraunið. Margir telja að steinninn sé íverustaður álfa, kapella eða kirkja og að steinmyndanirnar þangað sem "kapellan" verður flutt til sé einnig íverustaður álfa. Mögulegt er talið að steinninn sé Ófeigskirkja en um það eru menn ekki sammála. 

ÍAV-menn höfðu reiknað út að steinninn vigtaði annarsvegar 20 tonn og hinsvegar 50 tonn. Þeir höfðu rétt fyrir sé með 50 tonna steininn en sá minni reyndist heil 37 tonna þannig að í heild eru þetta um 87 tonn.

Vel gekk að hífa steinana, fyrst var sá minni hífður yfir og lagður til hliðar en síðar sá seinni. Honum var komið fyrir á sínum framtíðarstað þar sem hann kallast á við hinar hraunmyndanirnar og litli steinninn síðan settur fast upp við þann stærri. Verktakinn vann þetta verk af mikilli fagmennsku og öryggi og ekki annað hægt að segja að það fari vel um "álfakapelluna" á nýjum stað. 

Ragnhildur Jónsdóttir sem rekur Álfagarðinn í Hellisgerði fylgdist með framkvæmdum í dag og var ánægð með fyrirkomulagið og flutninginn á steininum.

Sjá má framgang verksins í myndunum sem fylgja þessari frétt.