Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin eftir vikudögum

Minni samdráttur á höfuðborgarsvæðinu en á Hringvegi

eigi að síður er spáð eins prósents aukningu í heild árið 2015

4.3.2015



Milli mánaða 2014 og 2015
Samdráttur upp á 0,8% varð í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í febrúar sl. borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Þrátt fyrir það er um þetta nærst stærsti febrúarmánuður frá upphafi mælinga á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin dróst saman á Hafnarfjarðarvegi og Vesturlandsvegi um 1,7% en jókst um Reykjanesbraut um 0,8%

Mismunur frá áramótum 2014 og 2015
Samdrátturinn í nýliðnum febrúar hefur valdið því að umferðin hefur dregist saman um 0,3% frá áramótum. Undanfarin ár hefur umferðin verið að aukast og því þarf að leita aftur til ársins 2011 til að finna neikvæðan mismun á milli ára miðað við árstíma.

Vikudagsumferðin
Umferð eftir vikudögum er mjög svipuð það sem af er árs miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þó hefur umferðin aukist um 5,0% á miðvikudögum og 1,3% á laugardögum en 3,1% samdráttur á fimmtudögum og 5,1% á sunnudögum. Kenna verður rysjóttu veðurfari um í upphafi árs, frekar en að eðlisbreyting á umferð eigi sér stað.

Horfur út árið
Mælingar í upphafi árs eru mun áreiðanlegri innan höfuðborgarsvæðis en úti á Hringvegi, því er hægt að draga ályktanir frekar fljótt um það í hvert umferðin stefnir eftir tvo fyrstu mánuði ársins. Búast má við samkvæmt því að umferðin muni aukast lítillega nú í ár, innan höfuðborgarsvæðisins, eða um 1%, samkvæmt þessum fyrstu tölum.

Athugið
Um grófrýnd gögn er að ræða sem gætu tekið breytingum síðar.