Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður rafræn í ár en henni verður varpað beint úr Hörpu.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar - skráning

Haldin í Hörpu 30. október 2020

2.10.2020

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í 19. sinn föstudaginn 30. október næstkomandi og fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Passað verður upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir.

Ráðstefnan hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi því fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni. Ætíð kennir margra grasa á ráðstefnunni enda tekin fyrir um 20 rannsóknarverkefni hverju sinni. Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki endilega er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsmönnum Vegagerðarinnar, starfsmönnum ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktaka og almennra áhugamanna um samgöngur og rannsóknir.

Á ráðstefnunni í ár verður mest fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2019 en þó er það ekki einhlítt.

Ólafur Sveinn Haraldsson forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni skipuleggur nú sína fyrstu ráðstefnu í samráði við stjórnendur Hörpu og verkefnisstjóra Senu auk þess sem sóttvarnaryfirvöld eru höfð með í ráðum.

Bréf hefur verið sent á verkefnisstjóra rannsóknarverkefna þar sem óskað er eftir þátttöku á ráðstefnunni. Stefnt er að því að dagskrá liggi fyrir í byrjun október.

Þar sem óvissutímar vegna COVID-19 eru miklir eru þessar upplýsingar allar settar fram með vissum fyrirvara.

Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk.