Fréttir
  • Markmið námskeiðsins er að útskrifa hæfa umferðaröryggisrýna í þeim tilgangi að fækka umferðarslysum.

Námskeið í umferðaröryggisstjórnun vegamannvirkja

Haldið dagana 9. til 11. nóvember 2021

5.10.2021

Vegagerðin stendur í samráði við Samgöngustofu fyrir námskeiði í öryggisstjórnun vega með sérstakri áherslu á umferðaröryggismat og umferðaröryggisrýni. Markmið námskeiðsins er að útskrifa hæfa umferðaröryggisrýna í þeim tilgangi að fækka umferðarslysum.

Í 2. gr. reglugerðar nr. 292/2014 segir m.a.:

„Til að öðlast starfsleyfi sem umferðaröryggisrýnir skal viðkomandi hafa viðeigandi reynslu eða þjálfun í veghönnun, tæknivinnu á sviði umferðaröryggis og slysagreiningu og ljúka námskeiði í samræmi við námskrá sem Vegagerðin hefur látið semja og staðfest hefur verið af ráðherra“.

Auk þess sem reglugerðin kveður á um þarf viðkomandi að hafa tekið þátt í vinnu við umferðaröryggisrýni eða -mat í að lágmarki þrjú skipti til þess að öðlast starfsleyfi.

Rétt til setu á námskeiðinu hafa þeir sem hafa viðeigandi reynslu eða þjálfun í veghönnun, tæknivinnu á sviði umferðaröryggis eða slysagreiningu samkvæmt mati Vegagerðarinnar. Við skráningu skal tekið fram hvaða reynslu eða þjálfun viðkomandi telur viðeigandi.

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið fer fram dagana 9. til 11. nóvember 2021 frá klukkan 8.30 til 16.30.

Það verður haldið í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ.

Skráning fer fram hér , fyrir 20. október 2021.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur

Takmarkaður fjöldi þátttakenda: 40 manns

Kostnaður er kr.  40.000,-   innifalið er kaffi og hádegismatur alla dagana.

Frekari upplýsingar veitir Margrét Ósk Aronsdóttir, verkefnisstjóri umferðaröryggisrýni hjá Vegagerðinni.

margret.o.aronsdottir@vegagerdin.is