Fréttir
  • Vegur með bundnu slitlagi

Námskeið í öryggisstjórnun

áhersla á umferðaröryggismat og umferðaröryggisrýni

10.8.2018

Vegagerðin mun í samráði við Samgöngustofu standa fyrir námskeiði í öryggis­stjórnun vega með sérstakri áherslu á umferðaröryggismat og umferðaröryggisrýni.

Námskeiðið er haldið með það að markmiði að útskrifa hæfa umferðaröryggisrýna í þeim tilgangi að fækka umferðarslysum.

Námskeiðið verður haldið dagana 14. 11. 2018 – 16. 11. 2018, kl. 9:00 – 17:00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Í 2. gr. reglugerðar nr. 292/2014 segir m.a.:

„Til að öðlast starfsleyfi sem umferðaröryggisrýnir skal viðkomandi hafa viðeigandi reynslu eða þjálfun í veghönnun, tæknivinnu á sviði umferðaröryggis og slysagreiningu og ljúka námskeiði í samræmi við námskrá sem Vegagerðin hefur látið semja og staðfest hefur verið af ráðherra“.

Rétt til setu á námskeiðinu hafa þeir sem hafa viðeigandi reynslu eða þjálfun í veghönnun, tæknivinnu á sviði umferðaröryggis eða slysagreiningu samkvæmt mati Vegagerðarinnar. Við skráningu skal tekið fram hvaða reynslu eða þjálfun viðkomandi telur viðeigandi.

Til að öðlast starfsleyfi sem umferðaröryggisrýnir skal viðkomandi:

•           hafa viðeigandi reynslu eða þjálfun í veghönnun, tæknivinnu á sviði umferðaröryggis og slysagreiningu.

•           hafa tekið þátt í vinnu við umferðaröryggisrýni eða umferðaröryggismat í að lágmarki þrjú skipti

•           hafa setið námskeið Vegagerðarinnar og lokið prófi með tilskildum árangri.

Skráning fer fram hjá Vegagerðinni; ebh@vegagerdin.is fyrir 1. október 2018.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda; 25 manns.

Kostnaður er kr.  40.000,-   Innifalið er kaffi og hádegismatur alla dagana.