Fréttir
  • Vegagerðarappið
  • Vegagerðarappið
  • Vegagerðarappið
  • Vegagerðarappið
  • Vegagerðarappið
  • Vegagerðarappið
  • Vegagerðarappið

Náðu þér í Vegagerðarappið

færðin, veðrið, vefmyndavélar og fleira er að finna í appinu

16.8.2017

Vegagerðin hefur gert app fyrir vegfarendur til að nýta sér á ferðinni. Þar má slá inn styðstu leið milli staða og fá upplýsingar um færð og aðstæður á vegi, veðrið á leiðinni, sjá ef það eru hviður og skoða vefmyndavélarnar. Appið er m.a. hugsað fyrir þá miklu umferð ferðamanna sem nú er staðreynd. Til að byrja með er appið því ekki bara á íslensku heldur líka á ensku, pólsku og ítölsku.

Appið má finna bæði fyrir iPhone síma og Android síma, sjá tengla hér fyrir neðan. Þróun appsins heldur áfram og má reikna með að notkunarmöguleikunum fjölgi þegar frá líður. Til dæmis verður síðar hægt að sjá vegalengdirnar.

Rétt er samt að minna á að appið má ekki nota undir stýri en hentar vel fyrir farþega eða áður en lagt er af stað og eins til að glöggva sig á aðstæðum þegar stöðvað er. Áfram verður svarað í símann 1777 þar sem allar nýjustu og bestu upplýsingarnar eru alla jafna að finna um ástandið á vegakerfinu, færðina og veðrið.


Apple-store-logo


En_badge_web_generic-lagad