Fréttir
  • Kynning á meistaraverkefni um Hornafjarðarós
  • Clemens Klante meistarnemi

Meistaraverkefni um Grynnslin og Ósinn gefið út

Verkefnið var unnið af þýskum nemanda Clemens Klante

3.4.2019

Meistaraverkefni í verkfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð sem fjallar um Hornafjarðarós og Grynnslin hefur verið gefið út. Verkefnið var unnið af þýskum nemanda Clemens Klante sem stóð sig svo vel í náminu að hann var valinn til að vinna að doktorsverkefni við skólann.

Verkefnið var kynnt siglingasviði Vegagerðarinnar í október sl. og sögðum við þá frá því hér á heimasíðunni.  

Meistararitgerðin hefur nú verið gefin út í tímaritinu Tidskriften Vatten sem Föreningen Vatten í Svíþjóð heldur úti. Tidskriften Vatten hefur verið gefið út síðan 1945. Greinina má finna hér á vef tímaritsins .

Meistaraverkefnið felst í uppsetningu strauma og öldulíkans af Ósnum og nánasta umhverfi hans. Verkefnið ber titilinn „Sediment transport and bathymetric change at Hornafjörður tidal inlet. Field data analysis and mathematic modeling“ sem þýða má sem: „Sandflutningar og breytingar á dýpi við Hornafjarðarós. Greining gagna og reiknilíkan.“