Fréttir
  • Vaðlaheiðargöng, umferðin fyrstu dagana

Margir fóru um Vaðlaheiðargöng fyrst eftir opnun

eða áður en gjaldtaka var sett á

4.1.2019

Ríflega 20 þúsund ökutæki fóru um Vaðlaheiðargöng frá opnun þeirra og þar til gjaldtaka hófst 2. janúar eða þá 11 heilu daga sem göngin voru opin fyrir og um hátíðirnar. Um 95 prósent fóru göngin og afar fróðlegt verður að sjá hvert hlutfallið verður nú þegar gjaldtaka er hafin.

Frá fyrsta heila sólarhring, frá því að Vaðlaheiðargöng opnuðu, eða frá og með 22. des. til 2. janúar sl. hafa 21.125 ökutæki farið um Vaðlaheiðargöng.  Á sama tíma fóru 1.064 ökutæki um Víkurskarðið, sem er tæp 5% af heildar fjölda ökutækja sem fóru báðar þessar leiðir.  

Gjaldtaka hófst 2. janúar þ.a.l. er ekki komin nein reynsla á hversu stórt hlutfall ökumanna munu velja að fara yfir Víkurskarðið hér eftir.  Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með því í framtíðinni.