Fréttir
  • Frá kynningarfundi um Hringveg um Hornafjarðarfljót
  • Frá kynningarfundi um Hringveg um Hornafjarðarfljót
  • Frá kynningarfundi um Hringveg um Hornafjarðarfljót
  • Frá kynningarfundi um Hringveg um Hornafjarðarfljót
  • Frá kynningarfundi um Hringveg um Hornafjarðarfljót
  • Frá kynningarfundi um Hringveg um Hornafjarðarfljót

Kynning á Hringvegi (1) um Hornafjarðarfljót

streymi frá fundinum aðgengilegt

16.2.2021

Vegagerðin hélt í morgun 16. febrúar kynningarfund um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“. Í fréttinni er linkur á upptöku af fundinum sem var streymt. Verkefnið var kynnt og mörgum spurningum frá áhorfendum svarað auk þess sem í lokin var sýnt myndband þar sem farið er yfir framkvæmdina.

Um kynninguna sáu: 

  • Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar
  • Axel Viðar Hilmarsson, sérfræðingur á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar
  • Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir sérfræðingur Deloitte
  • Ólafur Þór Leifsson, sérfræðingur á innkaupadeild Vegagerðarinnar

Streymið má nálgast á þessum link:

https://livestream.com/accounts/5108236/events/9522144

Lýsing á verkefninu

Um er að ræða nýja legu Hringvegarins um Hornafjarðarfljót sem mun stytta núverandi hringveg um 12 kílómetra. Framkvæmdin felur í sér lagningu 19 kílómetra langs þjóðvegar, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa, lagningu nokkurra hliðarvega, samtals um 9 kílómetra langra, auk tveggja áningarstaða.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist fyrir árslok 2021.

Myndbandið sem var sýnt af framkvæmdinni:

https://youtu.be/37bf5Yy85g4

Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu af framkvæmdinni.