Fréttir
  • Hólmsá á Mýrum

Hringvegurinn um Hólmsá mun opnast síðdegis laugardag

unnið af krafti við byggingu bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn

30.9.2017

Reiknað er með að það náist að opna veginn við Hólmsá á Mýrum vestan Hafnar í Hornafirði milli klukkan 5 og 6 síðdegis í dag laugardag og í síðasta lagi klukkan 7. Vegagerðarmenn hafa í unnið af krafti í allan dag við opna Hringveginn um Hólmsá til að rjúfa þannig einangrunina á milli Hólmsár og Steinavatna. 

Vegna vatnavaxtanna þurfti að rjúfa veginn til varnar brúnni og einnig þurfti að gera við varnargarða. Þeirri vinnu lýkur nú sídegis og þá hægt að beina umferð um veginn að nýju. Áfram er lokað við Steinavötn og verður áfram næstu daga.