Fréttir
  • Hringvegur um Hornafjarðarfljót, tölvuteikning.

Hringvegur um Hornafjarðarfljót - kynningarfundur

Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir

11.2.2021

Vegagerðin boðar til opins kynningarfundar þriðjudaginn 16. febrúar kl. 09:00 – 10:00 um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“.

Útboðið verður í samræmi við lög nr. 80/2020 um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir og felur í sér byggingu og fjármögnun mannvirkjanna auk reksturs og viðhalds þeirra á samningstíma.

Fundinum verður streymt á síðunni::https://livestream.com/accounts/5108236/events/9522144

Spurningum má koma á framfæri í gegnum síðuna sli.do með því að slá inn kóðann #95714

Lýsing á verkefninu

Um er að ræða nýja legu Hringvegarins um Hornafjarðarfljót sem mun stytta núverandi hringveg um 12 kílómetra. Framkvæmdin felur í sér lagningu 19 kílómetra langs þjóðvegar, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa, lagningu nokkurra hliðarvega, samtals um 9 kílómetra langra, auk tveggja áningarstaða.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist fyrir árslok 2021.