Fréttir
  • Vesturlandsvegur
  • Hálkuverjandi aðgerðir hafa verið gerðar á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Vegurinn verður undir sérstöku eftirliti þar til hann verður malbikaður að nýju á mánudag.
  • Gullinbrú verður malbikuð að nýju fimmtudaginn 2. júlí.
  • Reykjanesbraut við Vífilsstaði.
  • Sæbraut við Laugarásbíó. Nokkrir kaflar á þessari leið reyndust með óviðunandi viðnám.
  • Bústaðavegur við Veðurstofu Íslands. Þeir kaflar sem mælast með lélegt viðnám verða fræstir og malbikaðir að nýju.
  • Fjórir kaflar á höfuðborgarsvæðinu verða fræstir og malbikaðir að nýju.

Hált malbik – frekari aðgerðir

Gullinbrú malbikuð á fimmtudag

1.7.2020

Gullinbrú verður malbikuð að nýju síðdegis fimmtudaginn 2. júlí en vegkaflinn var fræstur mánudaginn 29. júní þar sem nýlögn á veginum stóðst ekki staðla um viðnám.

Hálkuverjandi aðgerðir hafa verið gerðar á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Malbikið var hitað upp og í það dreift salla. Mælingar sýna að viðnámið er viðunandi. Vegurinn verður undir sérstöku eftirliti fram á mánudag þegar til stendur að malbika að nýju.

Aðrir kaflar þar sem sýnt þykir að viðnámi er ábótavant verða fræstir á morgun fimmtudag og malbikaðir við fyrsta tækifæri. Þetta eru vegkaflar við Sæbraut nærri Laugarásbíói, Bústaðaveg við Veðurstofu Íslands og Reykjanesbraut við Vífilsstaði.