Fréttir
  • Ketildalavegur grjóthrun
  • Ketildalavegur grjóthrun
  • Ketildalavegur grjóthrun

Grjóthrun á Ketildalavegi

risagrjót hrundi á veginn á sunnudaginn

2.11.2017

Mikið grjóthrun varð á Ketildalavegi á Vestfjörðum á sunnudaginn var. Sjá má á myndunum að þetta voru myndarlegir steinar sem þurfti að fjarlægja með stórvirkum vinnuvélum. Sem betur fer var enginn á ferð þarna þegar grjóthrunið átti sér stað.

Ketildalavegur liggur út í Selárdal og á leiðinni eru tveir bæir þar sem er búseta, Hvesta og Grænahlíð. Grjóthrunið varð við Svarthamra, ekki langt frá Bíldudal, áður en komið er í Hvestudal. Sjá á kortinu hér fyrir neðan. Grjóthrun er algengt á þessu svæði en sjaldgæft að svo stórt grjót hafni á veginum.  

Búið er að hreinsa allt af veginum.






Svarthamrar