Fréttir
  • Breyting - Yfirborðsfrágangur (Hnit Verkfræðistofa, dags. 10.7.2019)

Grenndarkynning og íbúafundur vegna framkvæmda við Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut

Íbúafundur áætlaður um miðjan nóvember

6.11.2019

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi 22. október úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 22. ágúst um að veita framkvæmdaleyfi við Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut. Úrskurðarnefnd telur að grendarkynna hefði átt umrædda framkvæmd fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu þar sem ekki sé fjallað um hana með nægjanlegum hætti í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Vegagerðin, sem framkvæmdaaðili, mun boða íbúa á fund um miðjan nóvember til að kynna þeim framkvæmdina. Grenndarkynning stendur til 2. desember.

Samkvæmt framkvæmdalýsingu felst verkið í gerð fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikkun rampa til suðurs á Kringlumýrarbraut. Í verkinu felst auk þess breyting á akstursleið inn á rampann frá norðurakbraut Bústaðavegar og ný umferðarljós á rampann. Færa skal og hækka að hluta hljóðmön við fráreinina, færa niðurföll og ljósastaura. Tryggja þarf rekstur allra kerfa Veitna á verktíma og einnig að umferðarljós verði óvirk í sem skemmstan tíma. Skal verkáætlun verktaka
taka mið af því. Endurnýja þarf umferðarmerki, málaðar línur og merkingar, auk lagfæringa á umferðareyjum.

Í verkinu eru eftirfarandi aðalverkþættir:

  • - Frárein á Bústaðavegi til austurs. Fráreinin nær frá núverandi undirgöngum að gatnamótum/rampa inn á Kringlumýrarbraut, samtals um 200 m.
  • - Breikkun rampa til suðurs að Kringlumýrarbraut. Breikkunin felst í breytingum á umferðareyju og breikkun rampans inn í eyjuna og aðlögun að núverandi rampa.
  • - Færa núverandi niðurföll og ljósastaura. Sett verða upp umferðarljós á nýjan rampa. Færa þarf og hækka hljóðmön við íbúðarhverfi Suðurhlíða.


Nánari upplýsingar um verkið má finna hér.