Fréttir
  • Umferðin á Reykjanesbraut á meðan á leik Íslands og Portúgal stóð
  • Umferðin á Hafnarfjarðarvegi á meðan á leik Íslands og Portúgal stóð

Fótboltinn telur - niður umferðina

umferðin t.d. á Reykjanesbrautinni datt niður í gær meðan á leiknum stóð

15.6.2016

Umferðin snarminnkaði í gær á meðan á leik Íslendinga og Portúgala stóð. Að minnsta kosti á Íslandi, við höfum ekki upplýsingar frá Portúgal. Sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni hvernig umferðin á einum mælipunkti á Reykjanesbrautinni í Garðabæ dettur niður nokkru áður en flautað var til leiks á EM. 

Umferðin fer greinilega strax að minnka upp úr klukkan fimm, er kominn neðarlega klukkan sex og er í lágmarki klukkan sjö alveg til að verða níu þegar hún tekur við sér á ný.

Seinni myndin, frá Hafnarfjarðarvegi, sunnan Kópavogslækjar sýnir þetta sama en með samanburði við umferðin í síðustu viku. Sést vel hvað umferðin er miklu minni kl 19 og 20 en í síðustu viku.

Það getur bara verið ein ástæða fyrir þessu. Og hana þekkja allir Íslendingar núna eftir sögulegt jafntefli við Portúgal á EM 2016. Á tölunum má líka geta sér til þess að flestir sem á annað borð voru að horfa voru komnir af götunum fyrir hið glæsilega jöfnunarmark Íslands.