Fréttir
  • Leið 57 mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.

Breytt áætlun Strætó á landsbyggðinni

Þjónusta skerðist í samkomubanni

14.4.2020

Frá og með þriðjudeginum 14. apríl mun þjónusta hjá Strætó á landsbyggðinni skerðast tímabundið vegna COVID-19 faraldursins.


Farþegum almenningsvagna á landsbyggðinni hefur fækkað um 75% yfir síðustu vikur og því hefur þurft að draga úr akstri.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um breytta áætlun hjá Strætó á landsbyggðinni:

Suðurnes

Leið 55: Reykjavík – Keflavíkurflugvöllur
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 87: Vogar – Vogaafleggjari
Engin skerðing þar til annað verður tilkynnt.

Leið 88: Grindavík – Reykjanesbær
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.
Ferðum kl. 07:24 frá Grindavík og kl. 07:50 frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður bætt við áætlunina á virkum dögum.

Leið 89: Reykjanesbær – Garður – Sandgerði
Ferðirnar kl. 22:10 frá Miðstöð og kl. 22:34 frá Sandgerði verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.
Engin þjónusta verður á leiðinni um helgar á meðan að skerðingin er í gildi.
 

Suðurland

Leið 51: Reykjavík – Höfn í Hornafirði
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan að skerðingin er í gildi.
Ferðirnar milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði verða aðeins eknar á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum.

Leið 52: Reykjavík – Landeyjahöfn
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 71: Þorlákshöfn – Hveragerði
Engin þjónusta á leiðinni á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 72: Selfoss – Reykholt – Flúði
Engin þjónusta á leiðinni á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 73: Selfoss – Flúðir – Reykholt – Laugarvatn
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi..

Leið 75: Selfoss – Stokkseyri – Eyrarbakki
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga nema sunnudaga á meðan skerðingin er í gildi.

Vestur- og Norðvesturland

Leið 57: Reykjavík – Akureyri
Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 58: Borgarnes – Stykkishólmur
Mánudagsferðirnar kl. 16:40 frá Stykkishólmi og kl. 18:19 frá Borgarnesi verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.
Sunnudagsferðirnar kl. 08:20 frá Stykkishólmi og kl. 10:28 frá Borgarnesi verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 82: Stykkishólmur – Hellissandur
Mánudagsferðirnar kl. 16:00 frá Hellissandi og kl. 19:10 frá Stykkishólmi verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.
Sunnudagsferðirnar kl. 07:39 frá Hellissandi og kl. 11:19 frá Stykkishólmi verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 59: Borgarnes – Hólmavík
Miðvikudagsferðirnar kl. 18:00 frá Borgarnesi og kl. 19:12 frá Búðardal verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 81: Borgarnes – Hvanneyri – Reykholt
Engin þjónusta á leiðinni á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 83: Hvammstangi – Hvammstangavegur
Pöntunarþjónusta. Engin skerðing þar til annað verður tilkynnt.

Leið 84: Blönduós – Skagaströnd
Pöntunarþjónusta. Engin skerðing þar til annað verður tilkynnt.
 

Norður- og Norðausturland

Leið 56: Akureyri - Egilsstaðir
Engin frekari skerðing.

Leið 78: Siglufjörður – Akureyri
Ferðirnar kl. 09:35 frá Siglufirði og kl. 13:15 frá Akureyri verða ekki eknar á virkum dögum á meðan skerðingin er í gildi.

Leið 79: Akureyri – Húsavík
Ferðirnar kl. 06:31 frá Húsavík og kl. 08:21 frá Akureyri verða ekki eknar á virkum dögum á meðan skerðingin er í gildi.

Upplýsingar má einnig finna á vefsíðu Strætó.