Fréttir
  • Bláfjallavegi (417), frá Bláfjallaleið að hellinum Leiðarenda verður lokað vegna vatnsverndarsjónarmiða

Bláfjallavegi (417) lokað

Lokunin kemur til vegna vatnsverndarsjónarmiða

3.2.2020

Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 klukkan 15 verður Bláfjallavegi (417), frá Bláfjallaleið að hellinum Leiðarenda lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða.

Lítil umferð er um þennan veghluta og vegurinn ekki þjónustaður yfir vetrarmánuðina. Víða eru brattir vegfláar og því hætta á að bílar velti með tilheyrandi hættu á olíumengun. Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inní áður en hugsanlegt óhapp verður en Bláfjallavegur liggur að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.
Aðal leiðin í Bláfjöll liggur frá Suðurlandsvegi. Vegagerðin mun lagfæra vegsvæðið á þeim kafla til að minnka hættu á slysum til muna.