Fréttir
  • Hér má sjá afstöðumynd af sviðinu í Kelduárflóðinu 1980. Tekið skal fram að farvegur Hlíðarhúsakvíslar hefur breyst síðan þá og grjótgarðurinn sem jarðýtan fór eftir er horfinn. Mynd/Austurglugginn
  • Ármann Magnússon heiðraður við starfslok af Sveini Sveinssyni svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Austursvæði.
  • Þórhallur Ólafsson er í dag framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
  • Viðgerð á brúnni yfir Kelduá. Steypa þurfti nýja stöpla undir brúna. Vegurinn byggja vegna brúarinnar grófst einnig í sundur í flóðinu.

Björgunarafrek í Kelduá 1980

Vegagerðarmenn komu félögum sínum til bjargar

30.12.2019

Í jólaútgáfu Austurgluggans skrifar Jens Einarsson um mikinn hildarleik þegar þremur mönnum var bjargað á síðustu stundu af þaki traktorsgröfu þegar Kelduá í Fljótsdal breyttist á nokkrum klukkustundum úr lítilli á í beljandi haf sem náði fjalla á milli.

Þann 31. október 1980 fóru þrír Vegagerðarstarfsmenn, þeir Guðni Nikulásson verkstjóri, Eiríkur Elísson flokksstjóri og Magnús Jóhannsson gröfumaður á bíl og traktorsgröfu til að tryggja að flóð í Kelduá ylli ekki tjóni á Múlavegi sem nýbúið var að byggja upp. Flóðið reyndist mun meira en útlit var fyrir í fyrstu. Þremenningarnir lentu í mikilli hættu og þurftu að flýja upp á þak traktorsgröfunnar þar sem þeir bundu sig fasta við vélina en hún var á stöðugri hreyfingu í straumharðri Kelduánni sem var í örum vexti og full af ís og krapa. Þar þurftu þeir að dúsa í þrjá og hálfan tíma þar til björgun barst og með ólíkindum að þeir skyldu ekki allir krókna úr kulda, en vatnið hefur varla verið meira en 1 gráða.

Sagan af björguninni er gríðarspennandi enda hreinasta þrekvirki sem unnið var af þeim Ármanni Magnússyni ýtustjóra og Þórhalli Ólafssyni framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Söguna alla og málalok má lesa hér í grein Austurgluggans.