Fréttir
  • Neðst á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna tengil sem heitir Rafrænir reikningar.

Allir reikningar skulu vera rafrænir

Frá og með 1. janúar 2020 er aðeins tekið við rafrænum reikningum

10.1.2020

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir að frá og með 1. janúar 2020 verði allir reikningar vegna kaupa ríkisstofnana á vöru og þjónustu rafrænir.

Óskað er eftir að reikningar berist á XML formi í gegnum skeytamiðlara en ríkið mun ekki lengur taka við reikningum á PDF formi í gegnum tölvupóst.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar   geta allir skráð inn reikninga til ríkisstofnana sér að kostnaðarlausu. Þetta hentar þeim sem ekki hafa rafrænt bókhaldskerfi, eru ekki bókhaldsskyldir eða geta ekki notað eigið kerfi til að senda reikninga á rafrænu formi.  Einnig má benda á að mörg netbókhaldskerfi eru í boði á viðráðanlegu verði þar sem hægt er að senda rafræna reikninga.

Fjársýsla ríkisins mun leiðbeina fólki eftir bestu getu og hefur sett upp leiðbeiningar á heimasíðu.