Fréttir

  • Jökulsá á Breiðamerkursandi

Skoðun ehf með lægsta tilboð í rofvörn Jökulsár á Breiðamerkursandi - 24.3.2010

Tilboð í rofvörn í farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi voru opnuð hjá Vegagerðinni 23. mars. Skoðun ehf., Hafnarfirði átti lægsta tilboðið og nam það 50,6 prósentum af áætluðum verktakakostnaði.


Alls bárust 17 tilboð í verkið og fór ekkert þeirra yfir verktakakostnaðinn sem var áætlaður tæpar 42 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið kom frá Myllunni ehf., Egilsstöðum og var ríflega 57 prósent af verktakakostnaði.

Lesa meira
  • Austurleið (F923)

Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal, drög að tillögu að matsáætlun - 24.3.2010

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Austurleið (F923) í Fljótsdalshéraði. Fyrirhugað er að byggja 9,7 km langan nýjan veg frá Aðgöngum 3 Kárahnjúkavirkjunar í Glúmsstaðadal niður að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Nýlagning er um 6,5 km en vegurinn fylgir núverandi Austurleið á rúmlega 3 km kafla.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur eða til 9. apríl 2010.

Lesa meira

  • Ánægja með Vegagerðina vetur 2010

Meiri jákvæðni gagnvart Vegagerðinni - 22.3.2010

Þeir eru heldur fleiri sem eru jákvæðir í garð Vegagerðarinnar núna en í fyrrasumar, samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup vinnur fyrir Vegagerðina tvisvar á ári.


Flestir vilja auka hálkuvarnir þótt þeim fækki verulega á milli vetrarkannana, fleiri vilja bæta málun á vegum. Þá fækkar þeim nokkuð sem segjast ánægðir með snjómoksturinn, það fjölgar þó ekki í hópi óánægðra heldur í þeim hópi sem svarar "hvorki né".

Lesa meira
  • Hrun í Hvalnesskriðum við Kambanes

Hrun í Hvalnesskriðum við Kambanes - myndir - 19.3.2010

Stór björg hrundu á og yfir veginn í Hvalnesskriðum við Kambanes 12. mars og aftur 17. mars. Fyrri daginn hrundi 40 tonna grjót sem fór yfir veginn og skemmdi hann og vegriðið. Minna grjót hafnaði á veginum en lokaði honum ekki.


Seinni daginn hrundi um 20 tonna bjarg á veginn og lokaði honum, þurfti að fleyga grjótið til að fjarlægja það. Ekki er talin hætta á frekara hruni þar sem ekki er að sjá að grjót sé laust í fjallinu þar sem hrunið átti upptök sín.

Lesa meira
  • Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Draugahlíðum

Suðurlandsvegur, tvöföldun - frá Fossvöllum að Draugahlíðum - 15.3.2010

Verkið felst í tvöföldun og breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og upp í Draugahlíðabrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd útboðskafla er um 6,5 km.

Lesa meira
  • Samningur handsalaður

Vegagerðin tekur við Kárahnjúkavegi - 10.3.2010

Landsvirkjun og Vegagerðin hafa undirritað samning sín á milli um að forræði og umsjón með Kárahnjúkavegi, og að hluta á Hraunavegi, færist yfir til Vegagerðarinnar.


Með samningnum afhendir Landsvirkjun Vegagerðinni vegina, án greiðslna eða endurgjalds, en vegirnir voru lagðir af Landsvirkjun í tengslum við rannsóknir og framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun.

Lesa meira

  • Umferðin í janúar og febrúar

Verulega minni umferð í janúar og febrúar - 2.3.2010

Umferðin eins og hún er mæld á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi hefur dregist mikið saman miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna minni akstur í janúar og febrúar mánuðum.


Umferðin í janúar og febrúar í ár er 4,3 prósentum minni en í sömu mánuðum 2009.

Lesa meira
  • Fánaborg Vegagerðar

Úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar 2010 - 1.3.2010

Nú er rannsóknaráð Vegagerðarinnar að leggja lokahönd á úthlutun rannsóknafjár fyrir árið 2010. Ráðinu er mikill vandi á höndum, þar sem alls bárust 228 umsóknir og var sótt um samtals 518 milljón krónur.


Hins vegar eru ekki nema 139 milljón krónur til úthlutunar, sem vegna niðurskurðar er reyndar nokkru lægri upphæð en vera ætti samkvæmt vegalögum.

Lesa meira