Fréttir
  • Jón Bernódusson, Samgöngustofu

17. rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar tókst mæta vel

ríflega 200 manns sóttu ráðstefnuna

8.11.2018

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í 17. sinn föstudaginn 2. nóvember sl. í Hörpu og var almenn ánægja með ráðstefnuna. Kynnt voru alls 20 rannsóknaverkefni sem er þó bara hluti þeirra verkefna sem er í gangi hjá Vegagerðinni hverju sinni. Erindin voru að vanda mjög fjölbreytt enda eru rannsóknaverkefnin af ýmsum toga.

Ágrip og glærur frá öllum erindum má finna á síðu ráðstefnunnar  og þar er líka að finna fjölda mynda frá henni. Áhugi á ráðstefnunni er alla jafna mikill en nú sóttu ríflega 200 manns ráðstefnuna sem er sama tala og í fyrra en gestum fer heldur fjölgandi eftir því sem árin líða. 

Erindin voru að vanda mjög fjölbreytt og víða komið við, má nefna nokkur erindi sem snúa að ferðamönnum og umferðinni, einnig má nefna erindi um samgöngur og jafnrétti. Allir ættu að finna eitthvað áhugavert enda snerta samgöngur daglegt líf allra Íslendinga á einn eða annan hátt.