Yfirlitsskrá um umhverfisþætti

Vegagerðin hefur skilgreint 16 þýðingarmikla umhverfisþætti í starfsemi sinni. Þeir eru flokkaðir í tvo hópa eftir mikilvægi, annarsvegar þá sem þarf bæði að stýra og vakta (A) og hins vegar þá sem aðeins þarf að stýra (B).

Tilgangurinn með því að greina þýðingarmikla umhverfisþætti starfseminnar er að geta metið umhverfisáhrif og árangur af umhverfisstarfi, lágmarka umhverfisáhrif af völdum starfseminnar, auka umhverfisvitund starfsmanna, stuðla að betri nýtingu hráefna og auka öryggi umhverfisins.

Að aflokinni ferlagreiningu á miðstöð, svæðismiðstöðvum, þjónustustöðvum, brúa- og málningarflokkum voru umhverfisþættir starfseminnar ákvarðaðir. Mikilvægi þeirra er bæði metið eftir hnattrænum og staðbundnum umhverfisáhrifum.

A.

 1. Röskun lands
 2. Umferðarhávaði
 3. Eldsneyti og olíur
 4. Asfalt
 5. Eiturefni og hættuleg efni
 6. Spilliefni
 7. Fastur úrgangur
 8. Fráveitur og skólp

B.        

 1. Gamlar námur
 2. Steinefni
 3. Loftmengun frá bílaumferð
 4. Hálkuvarnir og rykbinding
 5. Landgræðsla
 6. Sprengingar
 7. Frásog frá vélaverkstæðum
 8. Aflagðar brýr