1909

Austri, 30. okt. 1909, 19. árg., 39. tbl., forsíða:

Fagradalsbrautin.
Samtal við verkstjórann Erlend Zakaríasson.
Stórvirki því er nú loks lokið, að heita má.
Erlendur Zakaríasson, sem verið hefir yfirverkstjóri við bygging Fagradalsbrautarinnar síðan 1905, fór nú suður með gufuskipinu Ingólfi um daginn. Áttum vér tal við verkstjórann, er góðfúslega gaf oss upplýsingar þær, er hér fara á eftir.
Fagradalsvegurinn er nú fullgjörður alla leið að Egilsstöðum, aðeins er óborið ofan í 90 faðma vegalengd og óunnar nokkrar umbætur á 250 föðmum. Vegalengdin frá Eskifirði til Egilsstaða er 50 kílómetrar 530 metrar, en lengd sjálfs Fagradalsvegarins svokallaðs frá Wathnesbryggju á Búðareyri í Reyðarfirði og í Egilsstaðahlað eru 35 kílómetrar 700 metrar. Enn fremur hefir verið lögð vegarálma að Fagradalsveginum inn á Vallaveginn fyrir innan og ofan Egilsstaði, og er sú vegalengd 55 metrar. En þá er enn ólögð vegarálman frá Egilsstöðum niður að Lagarfljótsbrúnni. Til hennar hafa verið veittar á fjárlögunum 4.000 krónur, en það fé mun reynast of lítið vegna þess, að vegur þessi þarf að vera svo hár niðri á nesinu, þar sem fljótið flæðir yfir þegar það er í vexti á vorin og framan af sumri. Þessi vegaspotti verður eflaust lagður næsta ár, svo langt sem féð hrekkur að minnsta kosti. Á Fagradalsveginum var byrjað 1903 og hefir alþingi veitt til hans 143.500 kr. alls úr landssjóði.
Erlendur verkstjóri sagði að vegurinn hefði skemmst lítið eitt nú í undanfarandi votviðratíð, en hann hefði svo fyrirskipað, að við það yrði gjört sem fyrst.
Hann telur verkið hafa gengið fremur greiðlega frá því fyrst er byrjað var að leggja veginn, sérstaklega þó nú í sumar; þakkar hann það duglegum og lægnum verkmönnum.
En Austri vill bæta þar við þakklæti sínu og Austfirðinga til verkstj. sjálfs, Erlendar Zakaríassonar, fyrir ágæta og röggsama verkstjórn. Væri vel, ef fjöldinn hefði unnið landi sínu jafnmikið gagn og Erlendur hefir gjört í 25 ára starfi við vegabætur víðsvegar um landið.
Og þó mun eigi síður ástæða til að beina þakklæti sínu til þings og stjórnar og allra þeirra, er stutt hafa að því, að Fagradalsbrautin yrði lögð. Og að lokum viljum vér óska þess að Fagradalsvegurinn megi veita Héraðsmönnum það gagn og umbætur í verslunarviðskiptum og samgöngum, er þeir hafa vænst eftir.


Austri, 30. okt. 1909, 19. árg., 39. tbl., forsíða:

Fagradalsbrautin.
Samtal við verkstjórann Erlend Zakaríasson.
Stórvirki því er nú loks lokið, að heita má.
Erlendur Zakaríasson, sem verið hefir yfirverkstjóri við bygging Fagradalsbrautarinnar síðan 1905, fór nú suður með gufuskipinu Ingólfi um daginn. Áttum vér tal við verkstjórann, er góðfúslega gaf oss upplýsingar þær, er hér fara á eftir.
Fagradalsvegurinn er nú fullgjörður alla leið að Egilsstöðum, aðeins er óborið ofan í 90 faðma vegalengd og óunnar nokkrar umbætur á 250 föðmum. Vegalengdin frá Eskifirði til Egilsstaða er 50 kílómetrar 530 metrar, en lengd sjálfs Fagradalsvegarins svokallaðs frá Wathnesbryggju á Búðareyri í Reyðarfirði og í Egilsstaðahlað eru 35 kílómetrar 700 metrar. Enn fremur hefir verið lögð vegarálma að Fagradalsveginum inn á Vallaveginn fyrir innan og ofan Egilsstaði, og er sú vegalengd 55 metrar. En þá er enn ólögð vegarálman frá Egilsstöðum niður að Lagarfljótsbrúnni. Til hennar hafa verið veittar á fjárlögunum 4.000 krónur, en það fé mun reynast of lítið vegna þess, að vegur þessi þarf að vera svo hár niðri á nesinu, þar sem fljótið flæðir yfir þegar það er í vexti á vorin og framan af sumri. Þessi vegaspotti verður eflaust lagður næsta ár, svo langt sem féð hrekkur að minnsta kosti. Á Fagradalsveginum var byrjað 1903 og hefir alþingi veitt til hans 143.500 kr. alls úr landssjóði.
Erlendur verkstjóri sagði að vegurinn hefði skemmst lítið eitt nú í undanfarandi votviðratíð, en hann hefði svo fyrirskipað, að við það yrði gjört sem fyrst.
Hann telur verkið hafa gengið fremur greiðlega frá því fyrst er byrjað var að leggja veginn, sérstaklega þó nú í sumar; þakkar hann það duglegum og lægnum verkmönnum.
En Austri vill bæta þar við þakklæti sínu og Austfirðinga til verkstj. sjálfs, Erlendar Zakaríassonar, fyrir ágæta og röggsama verkstjórn. Væri vel, ef fjöldinn hefði unnið landi sínu jafnmikið gagn og Erlendur hefir gjört í 25 ára starfi við vegabætur víðsvegar um landið.
Og þó mun eigi síður ástæða til að beina þakklæti sínu til þings og stjórnar og allra þeirra, er stutt hafa að því, að Fagradalsbrautin yrði lögð. Og að lokum viljum vér óska þess að Fagradalsvegurinn megi veita Héraðsmönnum það gagn og umbætur í verslunarviðskiptum og samgöngum, er þeir hafa vænst eftir.