1908

Ísafold, 4. jan. 1908, 3. árg., 1. tbl., bls. 3:

Bifreið til flutninga.
Þjóðrækinn framfaramaður.
Fyrir nokkrum árum tók Alþingi sig til og veitti dálítinn styrk manni, sem bauðst til að reyna vel og rækilega, hvort hér mætti nota til flutninga vagna þá, er nefndir hafa verið bifreiðar á íslensku máli, en automobil á ýmsum tungum eða sjálfhreyfivagnar; og er það orð raunar ekki hóti betra, þótt sætara þyki í munni mörgum landanum, því sjálfkrafa hreyfast alls ekki þau flutningstól fremur en önnur, - að réttu lagi. Þau ganga fyrir hreyfivél, sem er í vagninum sjálfum og þurfa ekki járnbraut að renna eftir. Það skilur þá frá eimreið, sem er auk þess þann veg gerð, að hún getur dregið á eftir sér aðra vagna, langa vagnalest.
Það vakti fyrir þingmönnum þá og mörgum öðrum, að þar mundu vera fengin flutningstækin, er oss hæfðu, Íslendingum, en að járnbrautir væru oss ofviða. Og höfðu þá skoðun ekki síður en aðrir einmitt þeir menn, sem voru hlynntir tilraun þeirri til járnbrautarlagningar hér, sem kom til orða fyrir 12 árum, vegna þess, að þá tilraun átti ekki að gera á landssjóðs kostnað, heldur að eins með fremur lítilfjörlegum styrk úr landssjóði, og í sambandi við vægan styrk til millilanda-gufuskipaferða, - vægan í samanburði við það, sem síðar hefir gerst.
Og er því hverjum manni með órangsnúinni hugsun meira en auðsætt, að ekki er nein ósamkvæmni í því að vera mótfallinn járnbrautalagning á landsins kostnað og með landsstjórnarinnar ábyrgð á allri notkun járnbrauta og rekstri, og það eins og nú er hagur landssjóðs, en hafa verið með áminstri tilraun. Enda má og ganga að því sæmilega vísu nú orðið, að verði hér nokkuð úr járnbrautarlagning næstu tugi ára, þá verða það ekki vanalegar járnbrautir eða eins og gerst hafa þær til þessa í heiminum, heldur einteinungsjárnbrautir þær, er lýst var í þessu blaði í sumar sem leið (bls. 261) og miklu er ódýrri og óbrotnari.
En hvað sem því líður, þá var og er alveg rétt að reyna, hvort eigi má hlíta viða bifreiðarnar, annaðhvort að fullu og öllu það sem sjórinn nær ekki til og fært er ella um land einhverjum aktólum, eða þá meðan landið ber ekki meiri háttar flutningstæki og kostnaðarsamari.
Það var því ekki nema alveg rétt, þetta sem þingið gerði, er það veitti styrk til bifreiðarkaupa og til að reyna hana hér.
En sú tilraun varð til þess eins, að allir urðu afhuga þeirri framfaranýlundu. Og það skiptir litlu nú, hvað því olli, hvort heldur of mikill sparnaður í bifreiðarkaupunum eða annað.
Því lofsverðara er það, að nú hefir vakist upp maður af sjálfs dáðum og gert nýja tilraun, styrklaust af þingsins hálfu og aleinn síns liðs.
Og kaupir ekki gamla bifreið og ef til vill gallaða, af sparnaði, heldur lætur beint gera sér alveg nýja, lagaða eftir því sem hann hyggur sér best henta og vegunum hér á landi.
Þessi maður er Magnús á Grund í Eyjafirði Sigurðsson, óðalsbóndi og kaupmaður.
Það er sami maðurinn, sem reisti fyrir fáum árum á heimili sínu stærstu og veglegustu kirkjuna á landinu, utan höfuðstaðarins, fyrir 25-30.000 kr. frá sjálfum sér.
Það er sami maðurinn, sem gert hefir úr ábýli sínu, sem hann tók við í órækt og niðurníðslu, fyrirmyndar höfðingjasetur.
Gert þetta allt af sjálfs síns rammleik, byrjað fátækur; hefir grætt þetta á íslenskum búskap aðallega, atvinnu, sem fáir hafa mikla trú á að verið geti auðsuppspretta.
Hann hefir keypt sér bifreiðina suður á Þýskalandi, fyrir 6.500 kr., sem er auðvitað ekki neitt stórfé, en margur stórum fjáðari hikar þó við að leggja í tóma tvísýnu, og það raunar ekki fremur fyrir sjálfa sig en aðra, ofan á óörvandi reynslu hér.
Hann sendi vel hæfan vélfræðing til að standa fyrir útveguninni, auðvitað Íslending, því öðrum er ekki fyrir slíku trúandi (Jón Sigurðsson frá Hellulandi).
Vagninn átti að vera kominn í sumar, en það dróst fram um veturnætur, af því aðallega, að smíða þurfti hann með sérstakri gerð.
Hann var hafður í kassa í flutningum hingað; þótti ekki óhætt ella. Sendingin vó 9000 pd.
Hvers vegna er verið að halda svona viðviki á lofti?
Af því, að svona viðvik gera ekki nema þjóðræknir framfaramenn.
Af því, að miklu meira er í þetta varið, hvort sem tiltakanlega vel reynist eða ekki, en samsvarandi ölmusugjafir, sem siður er að halda á lofti með miklu lofi um gefandann fyrir höfðingsskap og valmennsku, og þær oftast útlátslausar fyrir hann, með því að þær koma að jafnaði ekki til framkvæmda fyr en eftir að honum má á sama standa um jarðneska muni sína.
Af því, að þeir þyrftu að vera miklu fleiri hér á landi en gerist enn eða gerst hefir til þessa, sem leita ekki á landssjóð um rífleg fjárframlög áður en þeir áræða að hætta fé sínu í kostnaðarsamar og tvísýnar framfaratilraunir, er koma almenningi að beinum notum.
Það er raunar fremur ólíklegt að mikil hætta geti verið á litlum notum bifreiða hér á landi, eins og nú er komið áleiðis að hagnýta þær út um allan heim, vafalaust á ekki betri vegum sumsstaðar en hér gerist þar, sem eru sæmilega lagðir akvegir, - ef ekki vegleysum.
Bifreiðarnar, sem lögðu á stað í sumar frá Peking til Parísar, norður Mandsjúríu og vestur alla Síberíu og Rússland, og komust það klakklaust, 4 af 3, á furðu stuttum tíma, - þær hafa ekki runnið eftir rennsléttum akvegum nærri því alla þá leið. Þess er getið að þær hafi lent í fenjum og foræðum sumsstaðar í Síberíu, og höfðu sig fram úr því öllu, við illan leik stundum, en gáfust þó ekki upp.
Svo segir í merkum tímaritum nýjum, að varla muni stórkostlegri framfarir hafa orðið síðari árin í nokkurri iðn en bifreiðasmíðum. Bifreiðaverksmiðjur þjóta upp í öllum áttum og veita atvinnu mönnum svo hundruð þúsunda skiptir. Meira en 62 þús. bifreiðir voru til á Frakklandi í þessa árs byrjun, og nær 24 þúsund reiðhjól, er ganga með sama hætti, en reiðmaður þarf ekki að stíga. Þau flutnings- og ferðatól voru að samanlögðu um 200 millj. kr. virði.
Ekki eru nema örfá ár síðan er farið var að smíða bifreiðar á Ítalíu. En þar eru nú komnar upp meira en 40 verksmiðjur og hafa 65 millj. kr. hlutafé. (Gads Magasin, okt. 1907).
Þess þarf ekki að geta, að bifreiðar eru notaðar ekki síður til mannflutninga en dauðra hluta, algengs varnings. Það er hér talað aðeins um þær til slíks flutnings af því, að vér Íslendingar munum seint hætta að nota reiðskjótana okkar lifandi.
Veðreiðar hafa verið þreyttar af miklu kappi í þessum nýju aktólum og kostað til ógrynni fjár. Það þykir verksmiðjum til vinnandi til þess að fá orð á sig.
Oft hlaust slys af því kappi framan af og hlýst enn stundum. En það var og er ekki eða sjaldnast að kenna sjálfu aktólinu, heldur hóflausu ofurkappi þeirra, er það nota. Ýmist rekast þeir sjálfir á eitthvað sem fyrir verður, af því að reiðin skeiðar afleiðis aðgæslulaus eða hefir ónóga stjórn, eða fólk, sem við veginn stendur í feiknaþyrpingum að horfa á býsnina, verður ekki nógu fljótt að víkja sér undan.
Því ferðin er afskapleg.
Það eru nú meira en 4 ár síðan er bifreið ein frá París rann á 5 stundum um meiri hluta Frakklands, frá París suður í Bordeaux, en það voru 100 rastir á klukkustundinni að meðaltali. Það er sama sem þingmannaleiðina á tæpum 2 klukkustundum.


Ísafold, 4. jan. 1908, 3. árg., 1. tbl., bls. 3:

Bifreið til flutninga.
Þjóðrækinn framfaramaður.
Fyrir nokkrum árum tók Alþingi sig til og veitti dálítinn styrk manni, sem bauðst til að reyna vel og rækilega, hvort hér mætti nota til flutninga vagna þá, er nefndir hafa verið bifreiðar á íslensku máli, en automobil á ýmsum tungum eða sjálfhreyfivagnar; og er það orð raunar ekki hóti betra, þótt sætara þyki í munni mörgum landanum, því sjálfkrafa hreyfast alls ekki þau flutningstól fremur en önnur, - að réttu lagi. Þau ganga fyrir hreyfivél, sem er í vagninum sjálfum og þurfa ekki járnbraut að renna eftir. Það skilur þá frá eimreið, sem er auk þess þann veg gerð, að hún getur dregið á eftir sér aðra vagna, langa vagnalest.
Það vakti fyrir þingmönnum þá og mörgum öðrum, að þar mundu vera fengin flutningstækin, er oss hæfðu, Íslendingum, en að járnbrautir væru oss ofviða. Og höfðu þá skoðun ekki síður en aðrir einmitt þeir menn, sem voru hlynntir tilraun þeirri til járnbrautarlagningar hér, sem kom til orða fyrir 12 árum, vegna þess, að þá tilraun átti ekki að gera á landssjóðs kostnað, heldur að eins með fremur lítilfjörlegum styrk úr landssjóði, og í sambandi við vægan styrk til millilanda-gufuskipaferða, - vægan í samanburði við það, sem síðar hefir gerst.
Og er því hverjum manni með órangsnúinni hugsun meira en auðsætt, að ekki er nein ósamkvæmni í því að vera mótfallinn járnbrautalagning á landsins kostnað og með landsstjórnarinnar ábyrgð á allri notkun járnbrauta og rekstri, og það eins og nú er hagur landssjóðs, en hafa verið með áminstri tilraun. Enda má og ganga að því sæmilega vísu nú orðið, að verði hér nokkuð úr járnbrautarlagning næstu tugi ára, þá verða það ekki vanalegar járnbrautir eða eins og gerst hafa þær til þessa í heiminum, heldur einteinungsjárnbrautir þær, er lýst var í þessu blaði í sumar sem leið (bls. 261) og miklu er ódýrri og óbrotnari.
En hvað sem því líður, þá var og er alveg rétt að reyna, hvort eigi má hlíta viða bifreiðarnar, annaðhvort að fullu og öllu það sem sjórinn nær ekki til og fært er ella um land einhverjum aktólum, eða þá meðan landið ber ekki meiri háttar flutningstæki og kostnaðarsamari.
Það var því ekki nema alveg rétt, þetta sem þingið gerði, er það veitti styrk til bifreiðarkaupa og til að reyna hana hér.
En sú tilraun varð til þess eins, að allir urðu afhuga þeirri framfaranýlundu. Og það skiptir litlu nú, hvað því olli, hvort heldur of mikill sparnaður í bifreiðarkaupunum eða annað.
Því lofsverðara er það, að nú hefir vakist upp maður af sjálfs dáðum og gert nýja tilraun, styrklaust af þingsins hálfu og aleinn síns liðs.
Og kaupir ekki gamla bifreið og ef til vill gallaða, af sparnaði, heldur lætur beint gera sér alveg nýja, lagaða eftir því sem hann hyggur sér best henta og vegunum hér á landi.
Þessi maður er Magnús á Grund í Eyjafirði Sigurðsson, óðalsbóndi og kaupmaður.
Það er sami maðurinn, sem reisti fyrir fáum árum á heimili sínu stærstu og veglegustu kirkjuna á landinu, utan höfuðstaðarins, fyrir 25-30.000 kr. frá sjálfum sér.
Það er sami maðurinn, sem gert hefir úr ábýli sínu, sem hann tók við í órækt og niðurníðslu, fyrirmyndar höfðingjasetur.
Gert þetta allt af sjálfs síns rammleik, byrjað fátækur; hefir grætt þetta á íslenskum búskap aðallega, atvinnu, sem fáir hafa mikla trú á að verið geti auðsuppspretta.
Hann hefir keypt sér bifreiðina suður á Þýskalandi, fyrir 6.500 kr., sem er auðvitað ekki neitt stórfé, en margur stórum fjáðari hikar þó við að leggja í tóma tvísýnu, og það raunar ekki fremur fyrir sjálfa sig en aðra, ofan á óörvandi reynslu hér.
Hann sendi vel hæfan vélfræðing til að standa fyrir útveguninni, auðvitað Íslending, því öðrum er ekki fyrir slíku trúandi (Jón Sigurðsson frá Hellulandi).
Vagninn átti að vera kominn í sumar, en það dróst fram um veturnætur, af því aðallega, að smíða þurfti hann með sérstakri gerð.
Hann var hafður í kassa í flutningum hingað; þótti ekki óhætt ella. Sendingin vó 9000 pd.
Hvers vegna er verið að halda svona viðviki á lofti?
Af því, að svona viðvik gera ekki nema þjóðræknir framfaramenn.
Af því, að miklu meira er í þetta varið, hvort sem tiltakanlega vel reynist eða ekki, en samsvarandi ölmusugjafir, sem siður er að halda á lofti með miklu lofi um gefandann fyrir höfðingsskap og valmennsku, og þær oftast útlátslausar fyrir hann, með því að þær koma að jafnaði ekki til framkvæmda fyr en eftir að honum má á sama standa um jarðneska muni sína.
Af því, að þeir þyrftu að vera miklu fleiri hér á landi en gerist enn eða gerst hefir til þessa, sem leita ekki á landssjóð um rífleg fjárframlög áður en þeir áræða að hætta fé sínu í kostnaðarsamar og tvísýnar framfaratilraunir, er koma almenningi að beinum notum.
Það er raunar fremur ólíklegt að mikil hætta geti verið á litlum notum bifreiða hér á landi, eins og nú er komið áleiðis að hagnýta þær út um allan heim, vafalaust á ekki betri vegum sumsstaðar en hér gerist þar, sem eru sæmilega lagðir akvegir, - ef ekki vegleysum.
Bifreiðarnar, sem lögðu á stað í sumar frá Peking til Parísar, norður Mandsjúríu og vestur alla Síberíu og Rússland, og komust það klakklaust, 4 af 3, á furðu stuttum tíma, - þær hafa ekki runnið eftir rennsléttum akvegum nærri því alla þá leið. Þess er getið að þær hafi lent í fenjum og foræðum sumsstaðar í Síberíu, og höfðu sig fram úr því öllu, við illan leik stundum, en gáfust þó ekki upp.
Svo segir í merkum tímaritum nýjum, að varla muni stórkostlegri framfarir hafa orðið síðari árin í nokkurri iðn en bifreiðasmíðum. Bifreiðaverksmiðjur þjóta upp í öllum áttum og veita atvinnu mönnum svo hundruð þúsunda skiptir. Meira en 62 þús. bifreiðir voru til á Frakklandi í þessa árs byrjun, og nær 24 þúsund reiðhjól, er ganga með sama hætti, en reiðmaður þarf ekki að stíga. Þau flutnings- og ferðatól voru að samanlögðu um 200 millj. kr. virði.
Ekki eru nema örfá ár síðan er farið var að smíða bifreiðar á Ítalíu. En þar eru nú komnar upp meira en 40 verksmiðjur og hafa 65 millj. kr. hlutafé. (Gads Magasin, okt. 1907).
Þess þarf ekki að geta, að bifreiðar eru notaðar ekki síður til mannflutninga en dauðra hluta, algengs varnings. Það er hér talað aðeins um þær til slíks flutnings af því, að vér Íslendingar munum seint hætta að nota reiðskjótana okkar lifandi.
Veðreiðar hafa verið þreyttar af miklu kappi í þessum nýju aktólum og kostað til ógrynni fjár. Það þykir verksmiðjum til vinnandi til þess að fá orð á sig.
Oft hlaust slys af því kappi framan af og hlýst enn stundum. En það var og er ekki eða sjaldnast að kenna sjálfu aktólinu, heldur hóflausu ofurkappi þeirra, er það nota. Ýmist rekast þeir sjálfir á eitthvað sem fyrir verður, af því að reiðin skeiðar afleiðis aðgæslulaus eða hefir ónóga stjórn, eða fólk, sem við veginn stendur í feiknaþyrpingum að horfa á býsnina, verður ekki nógu fljótt að víkja sér undan.
Því ferðin er afskapleg.
Það eru nú meira en 4 ár síðan er bifreið ein frá París rann á 5 stundum um meiri hluta Frakklands, frá París suður í Bordeaux, en það voru 100 rastir á klukkustundinni að meðaltali. Það er sama sem þingmannaleiðina á tæpum 2 klukkustundum.