1908

Þjóðólfur, 21. feb. 1908, 60. árg., 8. tbl., bls. 30:

Landsmálapistill
úr Árnesþingi
Ritsími - Vegamál - Aðflutningsbann.
Heiðraði Þjóðólfur! Það er nú orðið æðilangt síðan ég hef skrifað þér; hefur það stundum oftar verið; er það fyrir annríki að svo er, en ekki fyrir fáleika sakir. - Fréttir verða samt fáar; nýmæli ekki mörg, er hægt sé að skrásetja.
........
Þá er að minnast á hinn mikla lagabálk frá þinginu í sumar, nfl. vegalögin nýju; þau eiga að öllu forfallalausu að ganga í gildi 1. okt. 1909. Þar sem nú er á vitorði allra heilskyggnra manna, að aðalpóstleiðin frá Reykjavík austur að Ægissíðu, er langfljótfarnasti vegur þessa lands, og liggur þar að auki í beinu sambandi við höfuðstað landsins og tengir hann með flestum lífsskilyrðum sínum fast við hinar umræddu sýslur, þá er næsta óskiljanlegt, að úr því þessi nýju vegalög voru búin til á annað borð, að Reykjavík skyldi ekki hafa verið tekin með í að hjálpa til með viðhaldskostnaðinn. Sé það nú svo sem sumir kasta fram, að þetta stafi af því, að meiri hluti þingm. úr héruðum þessum séu úr Rvík, þá finnst mér það ekki ná nokkurri átt, að minnsta kosti bera ekki ræður þeirra þriggja þingmanna héðan vott um það, heldur hið gagnstæða, t. d. ræða framsögumanns í vegamálinu (1. þingm. Árnesinga, á bls. 1794-1808 í Þingtíð. 1907, 12. h., o. fl., heldur hefur dimmur, ískyggilegur undirróður að líkindum ráðið -, er það leitt ef satt er? Þessi lög eru nú samt að ýmsu vel og viturlega samin og taka hinum eldri fram að mörgu, og er auðséð, að þau í höfuðatriðum eru samin af "fagmanni" í þeim efnum. Það er annað mál. - Út af þessu virðist nú auðsætt, að í öllu falli hefði landsjóður einn átt að annast allt viðhald þessara tveggja stórbrúa, bæði í Ölfusá og Þjórsá. Það eru hvorttveggja mjög stórfeld og kostnaðarsöm mannvirki, svo að við jafnvel tiltölulega litla viðgerð á þeim, hvorri fyrir sig, er fyrirsjáanlegt, að viðkomandi sýslusjóðir geta ekki með neinu móti undir þeim kostnaði risið, enda gæti leitt til þess, og gerir það enda, að þessar lífsnauðsynlegu samgöngubætur verða látnar ganga sér til húðar, með svo litlu viðhaldi og gæslu sem unnt er. Vitanlega er eitt ráð til að bæta úr þessu, enda komst það til umræðu á þingmálfundi hér í vor, en það var, og er líkl. eina úrræðið, að leggja toll á alla umferð yfir brýrnar, enda áður til tals komist; vantaði þá ekki nema lítinn herslumun, að þetta yrði að lögum. Verður það vafalaust eitt af málum þeim, sem fyrir næsta þing koma. Hvað uppgjöf lána af skuldum til vega og brúa hér snertir, þá er það að vísu gott, en miklu meira mun þó viðhaldið kosta. Uppgjöf sú, sem framsögumaður nefndi að annaðhvort félli úr gildi með lögum þessum eða yrðu gefin eftir, eru þær upphæðir hér tilfærðar, í þeirri röð sem hér segir: Eftir af brúarláni til Ölfusárbrúar, teknu 1889, kr. 9.000; til Eyrarbakkabrautar kr. 10.000, er nú eru eftir; þá ætti og lánið til Sogsbrúarinnar að falla niður, sem 1. okt. 1909, mun verða nál. kr. 4.000. Fleiri uppgjöfum þarf líklega ekki að gera ráð fyrir. Fljótt mun að því reka, að viðhald Skeiðavegar og vegar til Eyrarbakka frá Selfossi verði sýslunni afarþung byrði út af fyrir sig, þótt ekki bættist annað á.
.......
Síðar við tækifæri mun bráðlega verða minnst á ýmislegt viðvíkjandi öðrum frumvörpum frá síðasta þingi, sem orðið hafa að lögum.
4.2. "08.
Búandakarl í Árnessýslu.


Þjóðólfur, 21. feb. 1908, 60. árg., 8. tbl., bls. 30:

Landsmálapistill
úr Árnesþingi
Ritsími - Vegamál - Aðflutningsbann.
Heiðraði Þjóðólfur! Það er nú orðið æðilangt síðan ég hef skrifað þér; hefur það stundum oftar verið; er það fyrir annríki að svo er, en ekki fyrir fáleika sakir. - Fréttir verða samt fáar; nýmæli ekki mörg, er hægt sé að skrásetja.
........
Þá er að minnast á hinn mikla lagabálk frá þinginu í sumar, nfl. vegalögin nýju; þau eiga að öllu forfallalausu að ganga í gildi 1. okt. 1909. Þar sem nú er á vitorði allra heilskyggnra manna, að aðalpóstleiðin frá Reykjavík austur að Ægissíðu, er langfljótfarnasti vegur þessa lands, og liggur þar að auki í beinu sambandi við höfuðstað landsins og tengir hann með flestum lífsskilyrðum sínum fast við hinar umræddu sýslur, þá er næsta óskiljanlegt, að úr því þessi nýju vegalög voru búin til á annað borð, að Reykjavík skyldi ekki hafa verið tekin með í að hjálpa til með viðhaldskostnaðinn. Sé það nú svo sem sumir kasta fram, að þetta stafi af því, að meiri hluti þingm. úr héruðum þessum séu úr Rvík, þá finnst mér það ekki ná nokkurri átt, að minnsta kosti bera ekki ræður þeirra þriggja þingmanna héðan vott um það, heldur hið gagnstæða, t. d. ræða framsögumanns í vegamálinu (1. þingm. Árnesinga, á bls. 1794-1808 í Þingtíð. 1907, 12. h., o. fl., heldur hefur dimmur, ískyggilegur undirróður að líkindum ráðið -, er það leitt ef satt er? Þessi lög eru nú samt að ýmsu vel og viturlega samin og taka hinum eldri fram að mörgu, og er auðséð, að þau í höfuðatriðum eru samin af "fagmanni" í þeim efnum. Það er annað mál. - Út af þessu virðist nú auðsætt, að í öllu falli hefði landsjóður einn átt að annast allt viðhald þessara tveggja stórbrúa, bæði í Ölfusá og Þjórsá. Það eru hvorttveggja mjög stórfeld og kostnaðarsöm mannvirki, svo að við jafnvel tiltölulega litla viðgerð á þeim, hvorri fyrir sig, er fyrirsjáanlegt, að viðkomandi sýslusjóðir geta ekki með neinu móti undir þeim kostnaði risið, enda gæti leitt til þess, og gerir það enda, að þessar lífsnauðsynlegu samgöngubætur verða látnar ganga sér til húðar, með svo litlu viðhaldi og gæslu sem unnt er. Vitanlega er eitt ráð til að bæta úr þessu, enda komst það til umræðu á þingmálfundi hér í vor, en það var, og er líkl. eina úrræðið, að leggja toll á alla umferð yfir brýrnar, enda áður til tals komist; vantaði þá ekki nema lítinn herslumun, að þetta yrði að lögum. Verður það vafalaust eitt af málum þeim, sem fyrir næsta þing koma. Hvað uppgjöf lána af skuldum til vega og brúa hér snertir, þá er það að vísu gott, en miklu meira mun þó viðhaldið kosta. Uppgjöf sú, sem framsögumaður nefndi að annaðhvort félli úr gildi með lögum þessum eða yrðu gefin eftir, eru þær upphæðir hér tilfærðar, í þeirri röð sem hér segir: Eftir af brúarláni til Ölfusárbrúar, teknu 1889, kr. 9.000; til Eyrarbakkabrautar kr. 10.000, er nú eru eftir; þá ætti og lánið til Sogsbrúarinnar að falla niður, sem 1. okt. 1909, mun verða nál. kr. 4.000. Fleiri uppgjöfum þarf líklega ekki að gera ráð fyrir. Fljótt mun að því reka, að viðhald Skeiðavegar og vegar til Eyrarbakka frá Selfossi verði sýslunni afarþung byrði út af fyrir sig, þótt ekki bættist annað á.
.......
Síðar við tækifæri mun bráðlega verða minnst á ýmislegt viðvíkjandi öðrum frumvörpum frá síðasta þingi, sem orðið hafa að lögum.
4.2. "08.
Búandakarl í Árnessýslu.