1908

Ísafold, 9. maí 1908, 35. árg., 24. tbl., forsíða:

Misrétti.
Önnur grein.
Svar o. fl.
I.
Umkvörtunargrein vorri Rangæinga um misréttið í landinu, sem út kom í blöðunum í vetur, hafa margir tekið vel.
En sumum mun þó vera í nöp við hana, sem við mátti búast. Má sjá það á Norðra 10. tbl. þ. á., Reykjavík 13. tbl. þ. á. og víðar. Ekki er þó málið sjálft rætt þar, eða neinu mótmælt með rökum, heldur er vikið að þeim með rangfærslum og skökkum getgátum. Má því ætla að sumir vilji eyða máli voru með líkum hætti og Eyjólfur Bölversson brennumálinu.
Í Reykjavíkinni er sagt frá samtali, er hnígur að undirskriftum undir umkvörtunargreinina. Það tal beinist að mér, Sig. Guðmundssyni, við einn bóndann, því ég ferðaðist um sýsluna, þ. e. kom í alla hreppana, og hitti í sumum (4) þeirra 2-3 bændur, en í sumum marga. ég finn því ástæðu til að mótmæla þessu samtali, og lýsa það helberan ósanninda-uppspuna að því er mig snertir. Einnig mótmæli ég algjörlega tilganginum, sem þar er látinn vera með umkvörtunarskjalinu, samning þess. o. s. frv.
Vér heimtum ekki.
Vér erum þó ekki að heimta allt þetta, og vér erum ekki að heimta jafnan rétt. En vér heimtum lítið eitt meiri jöfnuð en nú er. Það er því ekki rétt að kalla oss heimtufreka.
Vér heimtum ekki styrk til þverveganna um sýsluna, þótt þess væri full þörf, en vér heimtum að eins, að landssjóður kosti viðhald póstvegarins, sem oss er ætlað að kosta, og brúna á Ytri-Rangá þar, sem hagfeldast er að áliti mannvirkjafræðings, og óskum að þingmenn vorir tefji ekki fyrir því brúarmáli.
Vér heimtum ekki talsímann; en vér heimtum að Rangárvallasýsla fái að vera laus við sérstakt fjárframlag til hans.
Vér heimtum ekki styrk til vagnferða eða báta; en vér vonum að Suðurland verði ekki lengi smánað með þeim styrk, sem það fær nú og óskum sterklega eftir drjúgum styrk til vagnferða, jafnvel bifreiðaferða hér austur um sýslurnar.
Vegamálamisréttið.
Af öllum plágum misréttisins finnum vér einna sárast til þess, er hnígur að vegunum. Án vegabóta hér um sýsluna getur byggðin naumast haldist. Svo miklar vegabætur þarf að gera, að það er oss ofurefli, þótt vér þyrftum ekkert að leggja til aðalpóstvegarins í Árnessýslu eða Rangárvalla.
Svo sjálfsagt sýnist oss að landssjóður kosti færa póstleið eftir byggð landsins þar, sem ekki er hægt að koma við skipaferðum, að vér verðum að telja það skilyrði þess, að stjórn og þing vilji kannast við að landið sé þjóðarheild, er landssjóði beri að hlynna að, þar sem nauðsyn krefur. Þetta verður því sjálfsagðara, þar sem landið á nú að fara að kosta þjóðveg (þ.e. greiðfæran póstveg) nálega alstaðar eftir byggðinni kringum landið, þar sem þó eru hafnir og landssjóðsstyrktar skipaferðir, og sumstaðar þverbrautir, er landið hefir kostað að miklum hluta.
Með sama rétti og sýslu vorri er skipað að kosta viðhald á landssjóðsvegum (auk vegaspotta, er hún á sjálf) mun mega skipa kaupstöðunum að kosta viðhald á landssjóðvegum út frá sér - ekki síst Reykjavík á Þingvallaveginum - og meira að segja skipa þeim að kosta viðhald á bókasöfnum og öðrum söfnum og ýmsum stofnunum landsins, sem hjá þeim eru og þeir nota öðrum fremur.
Eigi landið að létta hér undir vegabætur eftirleiðis, mun réttara, að það kosti aðalpóstleiðina, eins hér sem annars staðar, heldur en aðra vegi, sem þrefað mundi um á hverju þingi. Þó landið hafi gert hér akbrautarspotta í vestanverðum Holtunum, þá sýnist það smámunir móti öllum öðrum samgöngufærum landsins o. fl., er vér förum á mis við. Á þjóðveginum (fyrir austan Ytri-Rangá) verður líklega lítið um akbrautir á nálægum tíma, nema þær, sem sýslan er búin að gera, og því miður seint eða aldrei brúuð öll vatnsföllin á þeirri leið vegna breytinganna og flæminganna á þeim.
Skyldan, sem síðasta þing lagði oss á herðar um viðhald aðalpóstvegarins í tveimur sýslum og Þjórsárbrúarinnar, finnst oss svo ranglát móts við aðra og skaðleg sýslu vorri, að vér höldum helst að réttar væri að hlýða alls ekki því lagaboði.


Ísafold, 9. maí 1908, 35. árg., 24. tbl., forsíða:

Misrétti.
Önnur grein.
Svar o. fl.
I.
Umkvörtunargrein vorri Rangæinga um misréttið í landinu, sem út kom í blöðunum í vetur, hafa margir tekið vel.
En sumum mun þó vera í nöp við hana, sem við mátti búast. Má sjá það á Norðra 10. tbl. þ. á., Reykjavík 13. tbl. þ. á. og víðar. Ekki er þó málið sjálft rætt þar, eða neinu mótmælt með rökum, heldur er vikið að þeim með rangfærslum og skökkum getgátum. Má því ætla að sumir vilji eyða máli voru með líkum hætti og Eyjólfur Bölversson brennumálinu.
Í Reykjavíkinni er sagt frá samtali, er hnígur að undirskriftum undir umkvörtunargreinina. Það tal beinist að mér, Sig. Guðmundssyni, við einn bóndann, því ég ferðaðist um sýsluna, þ. e. kom í alla hreppana, og hitti í sumum (4) þeirra 2-3 bændur, en í sumum marga. ég finn því ástæðu til að mótmæla þessu samtali, og lýsa það helberan ósanninda-uppspuna að því er mig snertir. Einnig mótmæli ég algjörlega tilganginum, sem þar er látinn vera með umkvörtunarskjalinu, samning þess. o. s. frv.
Vér heimtum ekki.
Vér erum þó ekki að heimta allt þetta, og vér erum ekki að heimta jafnan rétt. En vér heimtum lítið eitt meiri jöfnuð en nú er. Það er því ekki rétt að kalla oss heimtufreka.
Vér heimtum ekki styrk til þverveganna um sýsluna, þótt þess væri full þörf, en vér heimtum að eins, að landssjóður kosti viðhald póstvegarins, sem oss er ætlað að kosta, og brúna á Ytri-Rangá þar, sem hagfeldast er að áliti mannvirkjafræðings, og óskum að þingmenn vorir tefji ekki fyrir því brúarmáli.
Vér heimtum ekki talsímann; en vér heimtum að Rangárvallasýsla fái að vera laus við sérstakt fjárframlag til hans.
Vér heimtum ekki styrk til vagnferða eða báta; en vér vonum að Suðurland verði ekki lengi smánað með þeim styrk, sem það fær nú og óskum sterklega eftir drjúgum styrk til vagnferða, jafnvel bifreiðaferða hér austur um sýslurnar.
Vegamálamisréttið.
Af öllum plágum misréttisins finnum vér einna sárast til þess, er hnígur að vegunum. Án vegabóta hér um sýsluna getur byggðin naumast haldist. Svo miklar vegabætur þarf að gera, að það er oss ofurefli, þótt vér þyrftum ekkert að leggja til aðalpóstvegarins í Árnessýslu eða Rangárvalla.
Svo sjálfsagt sýnist oss að landssjóður kosti færa póstleið eftir byggð landsins þar, sem ekki er hægt að koma við skipaferðum, að vér verðum að telja það skilyrði þess, að stjórn og þing vilji kannast við að landið sé þjóðarheild, er landssjóði beri að hlynna að, þar sem nauðsyn krefur. Þetta verður því sjálfsagðara, þar sem landið á nú að fara að kosta þjóðveg (þ.e. greiðfæran póstveg) nálega alstaðar eftir byggðinni kringum landið, þar sem þó eru hafnir og landssjóðsstyrktar skipaferðir, og sumstaðar þverbrautir, er landið hefir kostað að miklum hluta.
Með sama rétti og sýslu vorri er skipað að kosta viðhald á landssjóðsvegum (auk vegaspotta, er hún á sjálf) mun mega skipa kaupstöðunum að kosta viðhald á landssjóðvegum út frá sér - ekki síst Reykjavík á Þingvallaveginum - og meira að segja skipa þeim að kosta viðhald á bókasöfnum og öðrum söfnum og ýmsum stofnunum landsins, sem hjá þeim eru og þeir nota öðrum fremur.
Eigi landið að létta hér undir vegabætur eftirleiðis, mun réttara, að það kosti aðalpóstleiðina, eins hér sem annars staðar, heldur en aðra vegi, sem þrefað mundi um á hverju þingi. Þó landið hafi gert hér akbrautarspotta í vestanverðum Holtunum, þá sýnist það smámunir móti öllum öðrum samgöngufærum landsins o. fl., er vér förum á mis við. Á þjóðveginum (fyrir austan Ytri-Rangá) verður líklega lítið um akbrautir á nálægum tíma, nema þær, sem sýslan er búin að gera, og því miður seint eða aldrei brúuð öll vatnsföllin á þeirri leið vegna breytinganna og flæminganna á þeim.
Skyldan, sem síðasta þing lagði oss á herðar um viðhald aðalpóstvegarins í tveimur sýslum og Þjórsárbrúarinnar, finnst oss svo ranglát móts við aðra og skaðleg sýslu vorri, að vér höldum helst að réttar væri að hlýða alls ekki því lagaboði.