1908

Ísafold, 27. maí 1908, 35. árg., 35. tbl., bls. 114:

Breyting á vegalögum.
Til innheimtu-hægðarverka vill skattamálanefndin láta breyta það missirigömlu lögunum (frá 23/11 f.á.), að hreppsvegagjald utan kauptúna, sem eru hreppsfélög sér, sé látið renna beint í sveitarsjóð og heimt saman með öðrum sveitargjöldum, en hreppsvegakostnaður greiddur beint úr sveitarsjóði, að hreppsvegagjald í kauptúnahreppsfélögum sé haft færanlegt frá 1 ¼ -3 kr., eins og annarstaðar, en ekki óhreyfanlegt 2 ½ kr., og að verkfæramannaskrá sé samin í júnímán., en ekki marzmán., sem veldur innheimtuvafningum, er þeir, sem á skrá standa, flytjast brott að vorinu í hjúaskildaga eða fardögum.


Ísafold, 27. maí 1908, 35. árg., 35. tbl., bls. 114:

Breyting á vegalögum.
Til innheimtu-hægðarverka vill skattamálanefndin láta breyta það missirigömlu lögunum (frá 23/11 f.á.), að hreppsvegagjald utan kauptúna, sem eru hreppsfélög sér, sé látið renna beint í sveitarsjóð og heimt saman með öðrum sveitargjöldum, en hreppsvegakostnaður greiddur beint úr sveitarsjóði, að hreppsvegagjald í kauptúnahreppsfélögum sé haft færanlegt frá 1 ¼ -3 kr., eins og annarstaðar, en ekki óhreyfanlegt 2 ½ kr., og að verkfæramannaskrá sé samin í júnímán., en ekki marzmán., sem veldur innheimtuvafningum, er þeir, sem á skrá standa, flytjast brott að vorinu í hjúaskildaga eða fardögum.