1907

Þjóðólfur, 20. september 1907, 59. árg., 41. tbl., forsíða:

Lög frá alþingi.
62. Um vegi. Um legu flutningabrauta og þjóðvega (sbr. 21. tbl.). Hér birtist að eins byrjunin á 2. kafla laganna (7. - 11. gr.) og er það höfuðatriði þeirra. --
7. gr. Flutningabrautir skal fullgera á kostnað landsjóðs. Á flutningabrautunum skal brúa öll vatnsföll, að svo miklu leyti sem það álíst kleyft; brautirnar skulu vera svo gerðar, að vel séu færar hlöðnum vögnum, en að öðru leyti ákveður stjórnarráðið með ráðið verkfræðings þess, sem skipaður er til að stjórna vegagerðum, gerð þeirra í hverju einstöku tilfelli.
8. gr. Viðhald flutningabrauta þeirra, sem lagðar hafa verið, eða verða lagðar samkvæmt lögum þessum, skulu sýslur þær kosta, er flutningabrautirnar liggja um eða verða lagðar um, hver innan sinna sýslumarka, þó með þessum undantekningum:
a. Landsjóður kostar viðhald flutningabrautanna frá Reykjavík að Reykjarétt í Ölfusi og frá vegamótum hjá Geithálsi til Þingvalla, og viðhald flutningabrautarinnar frá Búðareyri við Reyðarfjörð, að Lagarfljóti hjá Egilsstöðum að einum þriðja.
Landsjóði skal skylt, að bæta að fullu á sinn kostnað miklar skemmdir, er brýr á flutningabrautunum verða fyrir af ófyrirsjáanlegum atvikum, svo sem jarðskjálfta, ofviðri o. s. frv. Landsjóður kosti einnig endurbyggingu brúnna, er þörf krefur. Þó fellur þessi viðgerðar- og endurbyggingarskylda landsjóðs burtu, þar sem hinn upphaflegi byggingarkostnaður brúnna hefur ekki farið fram úr 15.000 krónum.
b. Norðurmúlasýsla og Suðurmúlasýsla kosti að öðru leyti, hvor um sig, viðhald flutningabrautarinnar frá Búðareyri að Lagarfljóti að hálfu.
c. Borgarfjarðarsýsla kosti viðhald flutningabrautarinnar frá Borgarnesi á þjóðveginn fyrir norðan Kláffossbrú á Hvítá í Borgarfirði að tveimur níundu, en Mýrarsýsla að sjö níundu.
d. Rangárvallarsýsla kosti viðhald flutningabrautarinnar milli Þjórsárbrúar og Ölfusárbrúar að einum þriðja, en Árnessýsla að tveim þriðju. Gæsla og viðhald Þjórsárbrúarinnar sé kostuð af sýslusjóði Rangárvallasýslu, en gæsla og viðhald Ölfusárbrúarinnar af sýslusjóði Árnessýslu.
Sýslunefndir skulu sjá um framkvæmd viðhaldsins, og kostnaðinn við það skal telja með útgjöldum til vega, er sýslusjóður á að greiða.
9. gr. Eftirstöðvar allra þeirra lána, er sýslufélög hafa fengið úr viðlagasjóði til flutningabrauta að brúm meðtöldum og tekin eru fyrir 1. janúar 1907, falla niður frá 1. október 1909. Frá sama tíma tekur og landsjóður að sér greiðslu á eftirstöðvum allra samskonar lána, er tekin hafa verið gegn ábyrgð sýslufélaga annarsstaðar en í viðlagasjóði fyrir áðurgreindan tíma (1. jan 1907). Þó hefur stjórnarráðið heimild til þess að ákveða, að því fé, er sýslufélögum sparast á þennan hátt, verði varið til vegabóta í héruðunum á öðrum vegum en þeim, er landsjóður kostar.
10. gr. Þá er flutningabraut er fullgerð, eða nokkur hluti hennar, skal stjórnarráðið afhenda hana, eða þann hluta hennar, sem er fullgerður, hlutaðeigandi sýslu eða sýslum til viðhalds. Þó má afhending aldrei fara fram fyrr en tveim árum eftir að lokið var að leggja þann kafla, sem afhentur er, enda hafi verið bættar á landsjóðs kostnað allar þær skemmdir, sem á hafa orðið þessi tvö fyrstu ár, og eigi eru að kenna umferð eða eðlilegri rýrnun skulu bæturnar, að svo miklu leyti sem unnt er, vera svo fullkomnar, að eigi sé hætt við samskonar skemmdum aftur.
Skýrsla eða vottorð landsverkfræðings þess, er stjórnar vegagerðum landsins, skal gagnvart sýslu teljast full sönnun þess, hvort vegur eða vegarkafli er fullger, eða skemmdir bættar svo sem hér er fyrir mælt. Þó skal sýslunefnd heimilt að skjóta þessari umsögn lansverkfræðingsins til stjórnarráðsins til fullnaðarúrslita.
Þær flutningabrautir, sem eru gerðar áður en lög þessi öðlast gildi, verða eigi afhentar fyr en 1. október 1909, og þá að eins þeir kaflar þeirra, sem fullnægja ákvæðum þessara laga. Þeir kaflar, sem þá eru ófullgerðir, afhendast eftir sömu reglu og þær flutningabrautir, sm verða gerðar eftir að þessi lög öðlast gildi.
11. gr. Stjórnarráðið hefur eftirlit með því, að hlutaðeigendur haldi flutningabrautunum svo við, ásamt með öllum þeim mannvirkjum, er þeim tilheyra, og landsjóður hefur kostað í fyrstu, að ekki gangi úr sér. Eftirlitinu skal haga svo, að verkfræðingur, eða annar hæfur maður, er stjórnarráði útnefnir, skoði vegina að minnsta kosti annaðhvort ár, og gefi nákvæma skýrslu um ástand þeirra og um það, sem ábótavant kann að vera um viðhaldið. Skal sýslumaður, eða sá annar sem fyrir sýslunefndarinnar hönd hefur aðal umsjón með viðhaldinu, fá eftirlit af skoðunargerðinni, og stjórnarráðið annað.
Eftirlitsmenn skulu á ferðum sínum láta sýslunefndum og þeim, sem annast viðhaldið af hendi sýslunefnda, í té allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar um viðhald vega þeirra er þeir líta eftir.
Allur kostnaður við eftirlitið greiðist úr landsjóði.


Þjóðólfur, 20. september 1907, 59. árg., 41. tbl., forsíða:

Lög frá alþingi.
62. Um vegi. Um legu flutningabrauta og þjóðvega (sbr. 21. tbl.). Hér birtist að eins byrjunin á 2. kafla laganna (7. - 11. gr.) og er það höfuðatriði þeirra. --
7. gr. Flutningabrautir skal fullgera á kostnað landsjóðs. Á flutningabrautunum skal brúa öll vatnsföll, að svo miklu leyti sem það álíst kleyft; brautirnar skulu vera svo gerðar, að vel séu færar hlöðnum vögnum, en að öðru leyti ákveður stjórnarráðið með ráðið verkfræðings þess, sem skipaður er til að stjórna vegagerðum, gerð þeirra í hverju einstöku tilfelli.
8. gr. Viðhald flutningabrauta þeirra, sem lagðar hafa verið, eða verða lagðar samkvæmt lögum þessum, skulu sýslur þær kosta, er flutningabrautirnar liggja um eða verða lagðar um, hver innan sinna sýslumarka, þó með þessum undantekningum:
a. Landsjóður kostar viðhald flutningabrautanna frá Reykjavík að Reykjarétt í Ölfusi og frá vegamótum hjá Geithálsi til Þingvalla, og viðhald flutningabrautarinnar frá Búðareyri við Reyðarfjörð, að Lagarfljóti hjá Egilsstöðum að einum þriðja.
Landsjóði skal skylt, að bæta að fullu á sinn kostnað miklar skemmdir, er brýr á flutningabrautunum verða fyrir af ófyrirsjáanlegum atvikum, svo sem jarðskjálfta, ofviðri o. s. frv. Landsjóður kosti einnig endurbyggingu brúnna, er þörf krefur. Þó fellur þessi viðgerðar- og endurbyggingarskylda landsjóðs burtu, þar sem hinn upphaflegi byggingarkostnaður brúnna hefur ekki farið fram úr 15.000 krónum.
b. Norðurmúlasýsla og Suðurmúlasýsla kosti að öðru leyti, hvor um sig, viðhald flutningabrautarinnar frá Búðareyri að Lagarfljóti að hálfu.
c. Borgarfjarðarsýsla kosti viðhald flutningabrautarinnar frá Borgarnesi á þjóðveginn fyrir norðan Kláffossbrú á Hvítá í Borgarfirði að tveimur níundu, en Mýrarsýsla að sjö níundu.
d. Rangárvallarsýsla kosti viðhald flutningabrautarinnar milli Þjórsárbrúar og Ölfusárbrúar að einum þriðja, en Árnessýsla að tveim þriðju. Gæsla og viðhald Þjórsárbrúarinnar sé kostuð af sýslusjóði Rangárvallasýslu, en gæsla og viðhald Ölfusárbrúarinnar af sýslusjóði Árnessýslu.
Sýslunefndir skulu sjá um framkvæmd viðhaldsins, og kostnaðinn við það skal telja með útgjöldum til vega, er sýslusjóður á að greiða.
9. gr. Eftirstöðvar allra þeirra lána, er sýslufélög hafa fengið úr viðlagasjóði til flutningabrauta að brúm meðtöldum og tekin eru fyrir 1. janúar 1907, falla niður frá 1. október 1909. Frá sama tíma tekur og landsjóður að sér greiðslu á eftirstöðvum allra samskonar lána, er tekin hafa verið gegn ábyrgð sýslufélaga annarsstaðar en í viðlagasjóði fyrir áðurgreindan tíma (1. jan 1907). Þó hefur stjórnarráðið heimild til þess að ákveða, að því fé, er sýslufélögum sparast á þennan hátt, verði varið til vegabóta í héruðunum á öðrum vegum en þeim, er landsjóður kostar.
10. gr. Þá er flutningabraut er fullgerð, eða nokkur hluti hennar, skal stjórnarráðið afhenda hana, eða þann hluta hennar, sem er fullgerður, hlutaðeigandi sýslu eða sýslum til viðhalds. Þó má afhending aldrei fara fram fyrr en tveim árum eftir að lokið var að leggja þann kafla, sem afhentur er, enda hafi verið bættar á landsjóðs kostnað allar þær skemmdir, sem á hafa orðið þessi tvö fyrstu ár, og eigi eru að kenna umferð eða eðlilegri rýrnun skulu bæturnar, að svo miklu leyti sem unnt er, vera svo fullkomnar, að eigi sé hætt við samskonar skemmdum aftur.
Skýrsla eða vottorð landsverkfræðings þess, er stjórnar vegagerðum landsins, skal gagnvart sýslu teljast full sönnun þess, hvort vegur eða vegarkafli er fullger, eða skemmdir bættar svo sem hér er fyrir mælt. Þó skal sýslunefnd heimilt að skjóta þessari umsögn lansverkfræðingsins til stjórnarráðsins til fullnaðarúrslita.
Þær flutningabrautir, sem eru gerðar áður en lög þessi öðlast gildi, verða eigi afhentar fyr en 1. október 1909, og þá að eins þeir kaflar þeirra, sem fullnægja ákvæðum þessara laga. Þeir kaflar, sem þá eru ófullgerðir, afhendast eftir sömu reglu og þær flutningabrautir, sm verða gerðar eftir að þessi lög öðlast gildi.
11. gr. Stjórnarráðið hefur eftirlit með því, að hlutaðeigendur haldi flutningabrautunum svo við, ásamt með öllum þeim mannvirkjum, er þeim tilheyra, og landsjóður hefur kostað í fyrstu, að ekki gangi úr sér. Eftirlitinu skal haga svo, að verkfræðingur, eða annar hæfur maður, er stjórnarráði útnefnir, skoði vegina að minnsta kosti annaðhvort ár, og gefi nákvæma skýrslu um ástand þeirra og um það, sem ábótavant kann að vera um viðhaldið. Skal sýslumaður, eða sá annar sem fyrir sýslunefndarinnar hönd hefur aðal umsjón með viðhaldinu, fá eftirlit af skoðunargerðinni, og stjórnarráðið annað.
Eftirlitsmenn skulu á ferðum sínum láta sýslunefndum og þeim, sem annast viðhaldið af hendi sýslunefnda, í té allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar um viðhald vega þeirra er þeir líta eftir.
Allur kostnaður við eftirlitið greiðist úr landsjóði.