1906

Þjóðólfur, 20. apríl 1906, 58. árg., 18. tbl., bls. 68:

Nokkur orð um áfangastaðina í Árnessýslu.
eftir Uppsveitamann.
Eftir að ferjurnar lögðust niður á Laugardælum og Kotferju með brúnni á Ölfusá 1891 kom það brátt í ljós, þegar vegirnir, sem byrjað var á að leggja jafnsemma brúnni voru komnir á, að áfangar þeir, sem eðlilega fylgdu ferjunum fullnægði ekki lengur, allra síst við Kotferju ferjustað, því mjög er úr leið að nota hann. Hlutu því að myndast nýir áningablettir á hentugum stöðum. Þar sem lög vantaði fyrir þessu byrjuðu ferðamenn sjálfir á að taka sér þessa staði. Á milli Þjórsár og Hellisheiðar var því helst lagst undir Ingólfsfjall framanvert og í Laugardælavöll til og frá út undir Ölfusá að Selfossi. Veru sína í Laugardælalandi töldu margir sig hafa heimild til vegna fyrri venja, þar til öðruvísi yrði ákveðið.
Brátt kom það í ljós, að ekki varð friðvænt á þessum stöðum hvorugum, einkum fyrir austan Ölfusá, enda var landeigendum full nauðsyn á vörn oft og einatt, því um lestir einkum á vorum rétt fyrir sláttinn er mjög mikil umferð, því um veg þennan fara flestir búendur úr sunnanverðri Árnessýslu og allir úr Rangárvallasýslu, ef þeir annars fara nokkuð til kaupstaða, en svo mun um flesta. Að vísu hefur frá fyrri tímum verið og er enn áfanganefna, þar sem kallað er á "Torfeyri" rétt fyrir ofan Varmá í Ölfusi. En fyrst er nú það, að alla tíð sem ferðamenn muna, sem nú lifa, sem orðið hafa að nota þennan áfanga, hefur hann verið mjög illræmdur, og eru ýmsar sagnir og jafnvel blaðagreinar um það. Út af þessu o. fl. var það, að þingmönnum Árnessýslu var falið á þingmálafundi í Hraungerði vorið 1894, að flytja frumvarp til laga, er færi í þá átt, að fá lögskipaða áfangastaði á hentugustu stöðum. Árangurinn af þessu varð að eins þingsályktunartillaga, sem að engu varð vegna ókunnugleika dönsku stjórnarinnar. Varð því við svo búið að sitja þar til 1903, að þingm. Árnesinga báru fram eftir almennri ósk kjósenda sinna frumvarpið, sem varð að lögum (sjá lög nr. 35 1903). Þau veita sýslunefndum heimild til að borga úr sýslusjóði fyrir áfangastaði, þar sem þess þykir þörf. Að þessu þótti sem og er allmikil réttarbót.
Á næsta sýslunefndarfundi sínum tóku Árnesingar málið til meðferðar og veitti nefndin dálitla þóknun um óákveðinn tíma fyrir staði þá, sem þörfin var mest á, en það er með veginum frá Hellisheiði austur að Þjórsárbrú. Fyrir viðauka við "Torfeyraráfanga" veitti nefndin 15-20 kr. Var sá áfangi orðinn að engu vegna landþrengsla og yrkingar. Hinn áðurnefndi styrkur fer til bændanna á Völlum og Krossi. Hinn áfangabletturinn sem borgað er fyrir er í Laugardælavelli fyrir framan veginn gagnvart Sölfholti, fyrir það greitt 40 kr. Væri það sönnu næst eftir stærð blettsins að dæma, enda notaður af mesta fjölda ferðamanna vor og haust, ef hann næði tilgangi sínum sem áfangastaður, að öðru leyti en að hann liggur hæfilega langt frá aðal krossgötunum við Ölfusárbrúna. Þó má hann varla fjær vera.
Þá kemur nú spurningin um það, hvernig þessi síðari áfangablettur, sem gerður er í þetta sinn að umtalsefni hefur gefist síðan hann varð þarna til. Er hann á hentugum stað? Graslendi nægilegt? Eða eru menn og skepnur í meiri friði þarna en áður var? Eftir minni og annara reynslu, sem margsinnis höfum farið þarna um og legið á blettinum ber að svara þeirri spurningu með afdráttarlausu nei. Til þess að vera það sem hann á að vera vantar hann nauðsynlegustu og sjálfsögðustu skilyrðin, enda verður nú sýnt, að hverju leyti bletti þessum sem áfanga er ábótavant:
1. Hann er allur meira og minna með stórgrýtisbjörgum, sem hestum í hafti veitir erfitt að fara yfir um að elta grasið á milli flaganna.
2. Svæðið liggur óafgirt mitt á milli landamerkja 4-5 jarða, er allar eiga slægjuland þarna að, svo þegar hestar ferðamanna fara út fyrir línuna, sem þeir vanalegast gera, því bæði er þar flagaminna og grasgefnara, er óðara komið að með hunda og hrossabresta og allt tætt í burtu, stundum í allt aðra átt, en á áfangablettinn; verður því oft afarmikil leit að hestum á þessum stað.
3. Áfangastaðurinn er með öllu vatnslaus í öllum þurrari vorum. Þó ekki væri nú annað en það sjá allir, hvaða voði af því einu getur staðið, bæði fyrir þreytta menn eða skepnur, enda er svo komið, að við svo búið má ekki standa frá ferðamanna sjónarmiði talað eða þeirra, sem til þekkja.
Þá kemur nú að spurningunni: Hvernig má úr þessu bæta? Er annað betra svæði nærri, sem ekki hefur þá þann eða aðra galla, sem er fáanlegt? Staður, sem hefur alla verulega kosti, sem áfangi er mjög nærri. Skal honum með fáum orðum lýst, en hvort hann er fáanlegur ættu sýslunefndir Árnes- og Rangárvallasýslu að grennslast eftir. Það er þeirra annarar eða beggja.


Þjóðólfur, 20. apríl 1906, 58. árg., 18. tbl., bls. 68:

Nokkur orð um áfangastaðina í Árnessýslu.
eftir Uppsveitamann.
Eftir að ferjurnar lögðust niður á Laugardælum og Kotferju með brúnni á Ölfusá 1891 kom það brátt í ljós, þegar vegirnir, sem byrjað var á að leggja jafnsemma brúnni voru komnir á, að áfangar þeir, sem eðlilega fylgdu ferjunum fullnægði ekki lengur, allra síst við Kotferju ferjustað, því mjög er úr leið að nota hann. Hlutu því að myndast nýir áningablettir á hentugum stöðum. Þar sem lög vantaði fyrir þessu byrjuðu ferðamenn sjálfir á að taka sér þessa staði. Á milli Þjórsár og Hellisheiðar var því helst lagst undir Ingólfsfjall framanvert og í Laugardælavöll til og frá út undir Ölfusá að Selfossi. Veru sína í Laugardælalandi töldu margir sig hafa heimild til vegna fyrri venja, þar til öðruvísi yrði ákveðið.
Brátt kom það í ljós, að ekki varð friðvænt á þessum stöðum hvorugum, einkum fyrir austan Ölfusá, enda var landeigendum full nauðsyn á vörn oft og einatt, því um lestir einkum á vorum rétt fyrir sláttinn er mjög mikil umferð, því um veg þennan fara flestir búendur úr sunnanverðri Árnessýslu og allir úr Rangárvallasýslu, ef þeir annars fara nokkuð til kaupstaða, en svo mun um flesta. Að vísu hefur frá fyrri tímum verið og er enn áfanganefna, þar sem kallað er á "Torfeyri" rétt fyrir ofan Varmá í Ölfusi. En fyrst er nú það, að alla tíð sem ferðamenn muna, sem nú lifa, sem orðið hafa að nota þennan áfanga, hefur hann verið mjög illræmdur, og eru ýmsar sagnir og jafnvel blaðagreinar um það. Út af þessu o. fl. var það, að þingmönnum Árnessýslu var falið á þingmálafundi í Hraungerði vorið 1894, að flytja frumvarp til laga, er færi í þá átt, að fá lögskipaða áfangastaði á hentugustu stöðum. Árangurinn af þessu varð að eins þingsályktunartillaga, sem að engu varð vegna ókunnugleika dönsku stjórnarinnar. Varð því við svo búið að sitja þar til 1903, að þingm. Árnesinga báru fram eftir almennri ósk kjósenda sinna frumvarpið, sem varð að lögum (sjá lög nr. 35 1903). Þau veita sýslunefndum heimild til að borga úr sýslusjóði fyrir áfangastaði, þar sem þess þykir þörf. Að þessu þótti sem og er allmikil réttarbót.
Á næsta sýslunefndarfundi sínum tóku Árnesingar málið til meðferðar og veitti nefndin dálitla þóknun um óákveðinn tíma fyrir staði þá, sem þörfin var mest á, en það er með veginum frá Hellisheiði austur að Þjórsárbrú. Fyrir viðauka við "Torfeyraráfanga" veitti nefndin 15-20 kr. Var sá áfangi orðinn að engu vegna landþrengsla og yrkingar. Hinn áðurnefndi styrkur fer til bændanna á Völlum og Krossi. Hinn áfangabletturinn sem borgað er fyrir er í Laugardælavelli fyrir framan veginn gagnvart Sölfholti, fyrir það greitt 40 kr. Væri það sönnu næst eftir stærð blettsins að dæma, enda notaður af mesta fjölda ferðamanna vor og haust, ef hann næði tilgangi sínum sem áfangastaður, að öðru leyti en að hann liggur hæfilega langt frá aðal krossgötunum við Ölfusárbrúna. Þó má hann varla fjær vera.
Þá kemur nú spurningin um það, hvernig þessi síðari áfangablettur, sem gerður er í þetta sinn að umtalsefni hefur gefist síðan hann varð þarna til. Er hann á hentugum stað? Graslendi nægilegt? Eða eru menn og skepnur í meiri friði þarna en áður var? Eftir minni og annara reynslu, sem margsinnis höfum farið þarna um og legið á blettinum ber að svara þeirri spurningu með afdráttarlausu nei. Til þess að vera það sem hann á að vera vantar hann nauðsynlegustu og sjálfsögðustu skilyrðin, enda verður nú sýnt, að hverju leyti bletti þessum sem áfanga er ábótavant:
1. Hann er allur meira og minna með stórgrýtisbjörgum, sem hestum í hafti veitir erfitt að fara yfir um að elta grasið á milli flaganna.
2. Svæðið liggur óafgirt mitt á milli landamerkja 4-5 jarða, er allar eiga slægjuland þarna að, svo þegar hestar ferðamanna fara út fyrir línuna, sem þeir vanalegast gera, því bæði er þar flagaminna og grasgefnara, er óðara komið að með hunda og hrossabresta og allt tætt í burtu, stundum í allt aðra átt, en á áfangablettinn; verður því oft afarmikil leit að hestum á þessum stað.
3. Áfangastaðurinn er með öllu vatnslaus í öllum þurrari vorum. Þó ekki væri nú annað en það sjá allir, hvaða voði af því einu getur staðið, bæði fyrir þreytta menn eða skepnur, enda er svo komið, að við svo búið má ekki standa frá ferðamanna sjónarmiði talað eða þeirra, sem til þekkja.
Þá kemur nú að spurningunni: Hvernig má úr þessu bæta? Er annað betra svæði nærri, sem ekki hefur þá þann eða aðra galla, sem er fáanlegt? Staður, sem hefur alla verulega kosti, sem áfangi er mjög nærri. Skal honum með fáum orðum lýst, en hvort hann er fáanlegur ættu sýslunefndir Árnes- og Rangárvallasýslu að grennslast eftir. Það er þeirra annarar eða beggja.