1906

Þjóðólfur, 8. júní 1906, 58. árg., 27. tbl., bls. 100:

Verkfræðingur landsins
hr. Jón Þorláksson er nú á ferðalagi um Árness- og Rangárvallasýslu til að rannsaka brúarstæði á Ytri-Rangá og víðar, og ákveða vegarstefnu frá Sogsbrúnni upp Grímsnes og Biskupstungur að Geysi, og þá með væntanlegri brú á Brúará milli Miklholts og Spóastaða að líkindum. Þegar sú vegagerð er komin í kring og viðunanlega gert við veginn frá Þingvöllum austur á Lyngdalsheiði, má loks segja, að vegamálum þar eystra sé komið í sæmilegt horf, en fyr ekki. En þá er að vísu eftir sú samgöngubótin, sem fyr eða síðar hlýtur að verða gerð, en það er járnbrautarlagning úr Reykjavík austur í Árness- og Rangárvallasýslur. Það er margt sem bendir á, að það fyrirtæki eigi ekki svo afarlangt í land, að nokkur ófhæfa sé að fara að minnast á það svona hvað af hverju úr þessu. Eftir því sem oss er kunnugt um staðhætti mundi langauðveldast og heppilegast að leggja brautina austur um Lágaskarð austur í Ölfus og þaðan inn sveitina inn fyrir Núpa og svo þvert yfir Ölfusið ofanvert austur að Ölfusá. Ekki ósennilegt, að styrkja mætti brýrnar á Ölfusá og Þjórsá svo, að þær gætu borið litla járnbrautarlest. En um það og fleira þessu viðvíkjandi verða sérfræðingar auðvitað að dæma.
Þá er hr. Jón Þorláksson er kominn úr för sinni, mun Þjóðólfur skýra frá niðurstöðu þeirri, er hann kemst að um vegalagningu og brúargerð þar eystra.


Þjóðólfur, 8. júní 1906, 58. árg., 27. tbl., bls. 100:

Verkfræðingur landsins
hr. Jón Þorláksson er nú á ferðalagi um Árness- og Rangárvallasýslu til að rannsaka brúarstæði á Ytri-Rangá og víðar, og ákveða vegarstefnu frá Sogsbrúnni upp Grímsnes og Biskupstungur að Geysi, og þá með væntanlegri brú á Brúará milli Miklholts og Spóastaða að líkindum. Þegar sú vegagerð er komin í kring og viðunanlega gert við veginn frá Þingvöllum austur á Lyngdalsheiði, má loks segja, að vegamálum þar eystra sé komið í sæmilegt horf, en fyr ekki. En þá er að vísu eftir sú samgöngubótin, sem fyr eða síðar hlýtur að verða gerð, en það er járnbrautarlagning úr Reykjavík austur í Árness- og Rangárvallasýslur. Það er margt sem bendir á, að það fyrirtæki eigi ekki svo afarlangt í land, að nokkur ófhæfa sé að fara að minnast á það svona hvað af hverju úr þessu. Eftir því sem oss er kunnugt um staðhætti mundi langauðveldast og heppilegast að leggja brautina austur um Lágaskarð austur í Ölfus og þaðan inn sveitina inn fyrir Núpa og svo þvert yfir Ölfusið ofanvert austur að Ölfusá. Ekki ósennilegt, að styrkja mætti brýrnar á Ölfusá og Þjórsá svo, að þær gætu borið litla járnbrautarlest. En um það og fleira þessu viðvíkjandi verða sérfræðingar auðvitað að dæma.
Þá er hr. Jón Þorláksson er kominn úr för sinni, mun Þjóðólfur skýra frá niðurstöðu þeirri, er hann kemst að um vegalagningu og brúargerð þar eystra.