1906

Þjóðólfur, 15. júní 1906, 58. árg., 28 tbl., forsíða:

Fyrirhugaðar brúa- og vegagerðir.
Landsverkfræðingurinn hr. Jón Þorláksson er nú nýkominn aftur úr ferðalagi sínu um Árness- og Rangárvallasýslu. Hann skoðaði fyrst og mældi brúarstæði á Ytri-Rangá, og leist honum best á það á Ægissíðufossi (fyrir neðan Ægissíðu). Þar yrði brúin 85 álnir, en yfir 150 álnir á efri staðnum, fyrir ofan Ægissíðuvað. Brúarstæði hjá Árbæ kvað hann engu betra en á Ægissíðufossi, en krókur þangað af veginum miklu meiri. Brúarstæði á Eystri-Rangá kvað hann best nálægt Djúpadalsvaði, brú þar yrði um 75 álnir. Miðað við þá brú yrði framhald Holtavegarins þangað að eins 1 kílómeter lengri, ef Ytri-Rangá væri brúuð fyrir neðan Ægissíðu ( á Ægissíðufossi) í stað þess fyrir ofan vaðið þar. Báðar þessar brýr á Rangárnar yrðu að vera járnbrýr.
Því næst ferðaðist hann upp eftir Árnessýslu og mældi brúarstæði á Hvítá á svo nefndum Brúarhlöðum fyrir ofan Haukholt í Hrunamannahreppi. Þar er áin örmjó, að eins um 25 álnir, og nægði þar trébrú. Þá mældi hann og brúarstæði á Tungufljóti milli bæjanna Bryggju og Brúar í Biskupstungum, á leiðinni millum Gullfoss og Geysis, og kvað hann þar þurfa allt að 30 álna brú, er gæti verið trébrú. Hann skoðaði og brúarstæði á Tungufljóti neðar í sveitinni móts við Vatnsleysu, en þar kvað hann brú mundu verða dýra og brúarstæði ekki gott, en sú brú kæmi að meiri almennari notum en efri brúin í sambandi við hinn fyrirhugaða Geysisveg, einkum fyrir allan suðurhluta Eystritungunnar og efsta hluta Ytrihrepps, þá er brú væri komin á Hvítá á Brúarhlöðum. Fyrir útlenda ferðamenn, er fara milli Geysis og Heklu, væri auk þess brú á Brúarhlöðum og ofan til á Tungufljóti (andspænis Bryggju) mikils virði.
Vegarlengdina frá Sogsbrúnni til Geysis taldi verkfræðingurinn vera 50 kílómetra, og mældi hann vegarstefnuna hér um bil á þessa leið: frá Sogsbrúnni upp hraunið austan til við Seyðishóla og þar upp eftir fyrir neðan Björk, milli þess bæjar og Sveinavatns, nálægt Þóroddsstöðum og skammt frá Vatnsholti og Apavatni fyrir sunnan Hagaós og að Brúará á svonefndum Hrafnakletti millum Miklaholts og Spóastaða, þar þyrfti um 55 álna brú, en brúarstæðið væri gott. Þaðan vestanvert við Miklaholt og Tjarnarheiði upp hjá bænum Stekkholti og um túnhalann á Múla og þaðan til Geysis yfir Neðradalsmýri og með trébrú lítilli á Laugá. Að meðtöldum kaflanum frá vegamótum við Ingólfsfjall að Sogsbrúnni, (6½ km, bráðabirgðavegur), verður allur vegurinn frá Ingólfsfjalli til Geysis rúmir 56 kílómetrar, og verður það auðvitað dýr vegalagning, en ekki blandaðist verkfræðingnum hugur um, að hún væri afarnauðsynleg og þýðingarmikil. Kvað hann og alla, sem hann hefði talað við, hafa verið mjög áhugamikla um veg þennan, og talið hann hið mesta nauðsynjaverk. Hann liggur örskammt frá stóru rjómabúi Grímsnesinga við Fossvallarlæk og allskammt frá rjómabúi Laugardalsmanna við Apá. Rjómabúið á Torfastöðum yrði þá og rétt að segja við veginn, og hann liggur alstaðar þvert yfir fjölbyggðar sveitir, svo að hann yrði mjög mikið notaður.
Að síðustu mældi verkfræðingurinn brúarstæði á tveimur smáám í Ölfusi, Gljúfurholtsá og Bakkarholtsá, er lengi hafa verið til trafala fyrir ferðamenn á vetrum. Brýr á ár þessar verða tiltölulega dýrar, og verða þær rétt hjá veginum, önnur ofanvert við túnið í Gljúfurárholti, en hin neðan við vaðið á Bakkarholtsá, svo að krókurinn á þær af flutningabrautinni verður svo að segja enginn


Þjóðólfur, 15. júní 1906, 58. árg., 28 tbl., forsíða:

Fyrirhugaðar brúa- og vegagerðir.
Landsverkfræðingurinn hr. Jón Þorláksson er nú nýkominn aftur úr ferðalagi sínu um Árness- og Rangárvallasýslu. Hann skoðaði fyrst og mældi brúarstæði á Ytri-Rangá, og leist honum best á það á Ægissíðufossi (fyrir neðan Ægissíðu). Þar yrði brúin 85 álnir, en yfir 150 álnir á efri staðnum, fyrir ofan Ægissíðuvað. Brúarstæði hjá Árbæ kvað hann engu betra en á Ægissíðufossi, en krókur þangað af veginum miklu meiri. Brúarstæði á Eystri-Rangá kvað hann best nálægt Djúpadalsvaði, brú þar yrði um 75 álnir. Miðað við þá brú yrði framhald Holtavegarins þangað að eins 1 kílómeter lengri, ef Ytri-Rangá væri brúuð fyrir neðan Ægissíðu ( á Ægissíðufossi) í stað þess fyrir ofan vaðið þar. Báðar þessar brýr á Rangárnar yrðu að vera járnbrýr.
Því næst ferðaðist hann upp eftir Árnessýslu og mældi brúarstæði á Hvítá á svo nefndum Brúarhlöðum fyrir ofan Haukholt í Hrunamannahreppi. Þar er áin örmjó, að eins um 25 álnir, og nægði þar trébrú. Þá mældi hann og brúarstæði á Tungufljóti milli bæjanna Bryggju og Brúar í Biskupstungum, á leiðinni millum Gullfoss og Geysis, og kvað hann þar þurfa allt að 30 álna brú, er gæti verið trébrú. Hann skoðaði og brúarstæði á Tungufljóti neðar í sveitinni móts við Vatnsleysu, en þar kvað hann brú mundu verða dýra og brúarstæði ekki gott, en sú brú kæmi að meiri almennari notum en efri brúin í sambandi við hinn fyrirhugaða Geysisveg, einkum fyrir allan suðurhluta Eystritungunnar og efsta hluta Ytrihrepps, þá er brú væri komin á Hvítá á Brúarhlöðum. Fyrir útlenda ferðamenn, er fara milli Geysis og Heklu, væri auk þess brú á Brúarhlöðum og ofan til á Tungufljóti (andspænis Bryggju) mikils virði.
Vegarlengdina frá Sogsbrúnni til Geysis taldi verkfræðingurinn vera 50 kílómetra, og mældi hann vegarstefnuna hér um bil á þessa leið: frá Sogsbrúnni upp hraunið austan til við Seyðishóla og þar upp eftir fyrir neðan Björk, milli þess bæjar og Sveinavatns, nálægt Þóroddsstöðum og skammt frá Vatnsholti og Apavatni fyrir sunnan Hagaós og að Brúará á svonefndum Hrafnakletti millum Miklaholts og Spóastaða, þar þyrfti um 55 álna brú, en brúarstæðið væri gott. Þaðan vestanvert við Miklaholt og Tjarnarheiði upp hjá bænum Stekkholti og um túnhalann á Múla og þaðan til Geysis yfir Neðradalsmýri og með trébrú lítilli á Laugá. Að meðtöldum kaflanum frá vegamótum við Ingólfsfjall að Sogsbrúnni, (6½ km, bráðabirgðavegur), verður allur vegurinn frá Ingólfsfjalli til Geysis rúmir 56 kílómetrar, og verður það auðvitað dýr vegalagning, en ekki blandaðist verkfræðingnum hugur um, að hún væri afarnauðsynleg og þýðingarmikil. Kvað hann og alla, sem hann hefði talað við, hafa verið mjög áhugamikla um veg þennan, og talið hann hið mesta nauðsynjaverk. Hann liggur örskammt frá stóru rjómabúi Grímsnesinga við Fossvallarlæk og allskammt frá rjómabúi Laugardalsmanna við Apá. Rjómabúið á Torfastöðum yrði þá og rétt að segja við veginn, og hann liggur alstaðar þvert yfir fjölbyggðar sveitir, svo að hann yrði mjög mikið notaður.
Að síðustu mældi verkfræðingurinn brúarstæði á tveimur smáám í Ölfusi, Gljúfurholtsá og Bakkarholtsá, er lengi hafa verið til trafala fyrir ferðamenn á vetrum. Brýr á ár þessar verða tiltölulega dýrar, og verða þær rétt hjá veginum, önnur ofanvert við túnið í Gljúfurárholti, en hin neðan við vaðið á Bakkarholtsá, svo að krókurinn á þær af flutningabrautinni verður svo að segja enginn