1905

Þjóðólfur, 24. mars 1905, 57. árg., 13. tbl., bls. 54:

Fréttapistill úr Árnessýslu 7. mars.
Mikið gleðiefni var það í haust meðal þeirra hér í sýslu, sem hafa von um, að nota hina fyrihuguðu brú á Soginu hjá Alviðru, hvað fljótt sjórnarráð Íslands brá við með að útvega brúna frá útlöndum og allt, sem til hennar þarf. Sást þar mjög greinilega, hverju munar opt, að hafa húsbóndann á heimilinu. 20 árin gengu í skriftavafs um Ölfusárbrúna, áður en hún fékkst. Þá var stjórnin með öllu í Kaupmannahöfn.
Bagalegast var, að skipið varð að leggja brúna upp í Reykjavík. Voru þó ládeyður og stillur öðru hvoru á meðan skipið dvaldi vestra og það á áætlunardaginn, sem skipið átti að koma aftur, en för þess til Vestfjarða varð mjög erfið og skipið fyllti sig þar af vörum til útlanda; fyrir því var einn kostur að leggja brúna upp, sem áður er sagt.
Grímsnesingar hafa samið við Reykvíkinga um flutning á brúarefninu austur að vegamótunum við Ingólfsfjall; þangað hafa þeir komið strengjunum og stærstu trjánum og nokkru af öðru járni; er það nú hvorttveggja komið að brúarstæðinu, var dregið þangað á ís fyrir stuttu; hitt af brúarefninu liggur bæði suður á Kolviðarhól og eitthvað í Rvík. Talið er hér, að betra hefði verið fyrir greiðan flutning á efni þessu, að einhverjir duglegir menn austanfjalls hefðu staðið fyrir þessu, mundi þá meiri hlutinn vera kominn á staðinn. Reykvíkingar eiga erfiðara aðstöðu með hey handa hestum, er nota þurfti, og svo eiga þeir verra aðstöðu að sjá fyrir keyrslufæri yfir fjallið, þegar misjafnt er með færð, eins og reyndist í haust. Vonandi er samt að þeim takist með vorinu að koma efninu austur að vegamótunum við fjallið, en þaðan verður erfitt með þungan flutning á hestum, vegurinn er þar mishæðóttur, hálf-slitróttur og krókóttur nokkuð, og því vondur, ef reiða þarf sama stykkið á fleiri hestum, en vonandi verður séð við því.
Talsverður áhugi er hér að aukast með bætta vegi og viðhald þeirra, enda eru þeir fyrsta, annað og þriðja skilyrði fyrir velmegun á ýmsan hátt. Vitanlega er viðhald þeirra með því háttalagi, sem nú er með alla umferð á þeim, alldýrt. Öll umferð reglulaus t.d. Síðan vagnaferðir hófust fyrir alvöru, þá virðist vera nauðsynlegt, að setja einhverjar reglur fyrir notkun þeirra. T.d. má það ekki líðast, að keyra luktarlaust í svarta myrkri eða skilja vagnaþvögu eftir á vegunum að næturlagi eða einstaka vagna, heldur keyra þá til hliðar á hentugum stöðum. Dæmin eru að verða tíð, að lausríðandi menn hafa í myrkri riðið ofan á þvögur þessar eða einstaka vagna og nærri hlotist slys af. Þá er það trédrátturinn, sem verst sýnist fara með ofaníburðinn úr veginum, einkum í þurrkatíð; ofaníburðurinn sargast út á vegbrúnir eða rýkur upp. Þar sem langir kaflar eru, sem ómögulegt er að víkja út af, eins og á Breiðumýri, geta trédráttarlestir gert afarmikil óþægindi. Þetta er líka óðum að verða tilfinnanlegra. Virðist því vegna þess opt full þörf á, að viðkomandi héruð fengju lagaheimild til að gera samþykktir hjá sér um notkun veganna –mjög margt mælir með því.
Út af þessu og fleiru mun það vera, að hr. Gestur Einarsson á Hæli hefur nú með höndum fyrir hlutafél. hér í sýslu(?) innkaup á mótorvagni með nýjustu og bestu gerð. Vagn þessi mun aðallega eiga að ganga á milli kaupstaðanna hér, Ölfusárbrúar, Þjórsárbrúar og Ægissíðu. Ef vel tekst á hann að draga vagna með vörum, flytja fólk á milli o. fl.; flutningsþörf á þessu svæði er afarmikil. Ef þetta tekst, sem mjög er sennilegt og sjálfsagt, ef vel er um veginn búið, tryggðar brýr og rennur, borið ofan í kafla, þar sem með þarf, gæti fyrirtæki þetta orðið til mikilla hagsmuna. Þarf þá auðvitað vörugeymsluhús á aðalstöðvunum. Ef þetta heppnast losnuðu bændur við kaupstarskröltið, sem oft er ekki nema töfin ein með þetta 1-2 tunnur í taumi og minna.


Þjóðólfur, 24. mars 1905, 57. árg., 13. tbl., bls. 54:

Fréttapistill úr Árnessýslu 7. mars.
Mikið gleðiefni var það í haust meðal þeirra hér í sýslu, sem hafa von um, að nota hina fyrihuguðu brú á Soginu hjá Alviðru, hvað fljótt sjórnarráð Íslands brá við með að útvega brúna frá útlöndum og allt, sem til hennar þarf. Sást þar mjög greinilega, hverju munar opt, að hafa húsbóndann á heimilinu. 20 árin gengu í skriftavafs um Ölfusárbrúna, áður en hún fékkst. Þá var stjórnin með öllu í Kaupmannahöfn.
Bagalegast var, að skipið varð að leggja brúna upp í Reykjavík. Voru þó ládeyður og stillur öðru hvoru á meðan skipið dvaldi vestra og það á áætlunardaginn, sem skipið átti að koma aftur, en för þess til Vestfjarða varð mjög erfið og skipið fyllti sig þar af vörum til útlanda; fyrir því var einn kostur að leggja brúna upp, sem áður er sagt.
Grímsnesingar hafa samið við Reykvíkinga um flutning á brúarefninu austur að vegamótunum við Ingólfsfjall; þangað hafa þeir komið strengjunum og stærstu trjánum og nokkru af öðru járni; er það nú hvorttveggja komið að brúarstæðinu, var dregið þangað á ís fyrir stuttu; hitt af brúarefninu liggur bæði suður á Kolviðarhól og eitthvað í Rvík. Talið er hér, að betra hefði verið fyrir greiðan flutning á efni þessu, að einhverjir duglegir menn austanfjalls hefðu staðið fyrir þessu, mundi þá meiri hlutinn vera kominn á staðinn. Reykvíkingar eiga erfiðara aðstöðu með hey handa hestum, er nota þurfti, og svo eiga þeir verra aðstöðu að sjá fyrir keyrslufæri yfir fjallið, þegar misjafnt er með færð, eins og reyndist í haust. Vonandi er samt að þeim takist með vorinu að koma efninu austur að vegamótunum við fjallið, en þaðan verður erfitt með þungan flutning á hestum, vegurinn er þar mishæðóttur, hálf-slitróttur og krókóttur nokkuð, og því vondur, ef reiða þarf sama stykkið á fleiri hestum, en vonandi verður séð við því.
Talsverður áhugi er hér að aukast með bætta vegi og viðhald þeirra, enda eru þeir fyrsta, annað og þriðja skilyrði fyrir velmegun á ýmsan hátt. Vitanlega er viðhald þeirra með því háttalagi, sem nú er með alla umferð á þeim, alldýrt. Öll umferð reglulaus t.d. Síðan vagnaferðir hófust fyrir alvöru, þá virðist vera nauðsynlegt, að setja einhverjar reglur fyrir notkun þeirra. T.d. má það ekki líðast, að keyra luktarlaust í svarta myrkri eða skilja vagnaþvögu eftir á vegunum að næturlagi eða einstaka vagna, heldur keyra þá til hliðar á hentugum stöðum. Dæmin eru að verða tíð, að lausríðandi menn hafa í myrkri riðið ofan á þvögur þessar eða einstaka vagna og nærri hlotist slys af. Þá er það trédrátturinn, sem verst sýnist fara með ofaníburðinn úr veginum, einkum í þurrkatíð; ofaníburðurinn sargast út á vegbrúnir eða rýkur upp. Þar sem langir kaflar eru, sem ómögulegt er að víkja út af, eins og á Breiðumýri, geta trédráttarlestir gert afarmikil óþægindi. Þetta er líka óðum að verða tilfinnanlegra. Virðist því vegna þess opt full þörf á, að viðkomandi héruð fengju lagaheimild til að gera samþykktir hjá sér um notkun veganna –mjög margt mælir með því.
Út af þessu og fleiru mun það vera, að hr. Gestur Einarsson á Hæli hefur nú með höndum fyrir hlutafél. hér í sýslu(?) innkaup á mótorvagni með nýjustu og bestu gerð. Vagn þessi mun aðallega eiga að ganga á milli kaupstaðanna hér, Ölfusárbrúar, Þjórsárbrúar og Ægissíðu. Ef vel tekst á hann að draga vagna með vörum, flytja fólk á milli o. fl.; flutningsþörf á þessu svæði er afarmikil. Ef þetta tekst, sem mjög er sennilegt og sjálfsagt, ef vel er um veginn búið, tryggðar brýr og rennur, borið ofan í kafla, þar sem með þarf, gæti fyrirtæki þetta orðið til mikilla hagsmuna. Þarf þá auðvitað vörugeymsluhús á aðalstöðvunum. Ef þetta heppnast losnuðu bændur við kaupstarskröltið, sem oft er ekki nema töfin ein með þetta 1-2 tunnur í taumi og minna.