1905

Norðurland, 17. júní 1905, 4. árg., 40. tbl., bls. 159:

Þingmálafundur á Seyðisfirði.
Frá fréttaritara Norðurlands
Þingmenn N-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaupstaðar: sýslumaður Jóh. Jóhannesson, síra Einar Þórðarson og Jón Jónsson frá múla höfðu boðað til sameiginlegs þingmálafundar 3. þ. m. (júní) fyrir Fjarðarmenn og kaupstaðarbúa, í sambandi við manntalsþing á Fjarðaröldu. En þar er stjórnarsinna mun hafa grunað, að ekki væri líklegt, að á þeim fundi fengjust samþykktar þær fundarályktanir, er lýstu einskærri ánægju og velþóknun í garð stjórnarinnar, hugkvæmdist þeim að koma því til vegar, að skora á þingmann kaupstaðarins að halda sérstakan fund með bæjarmönnum, í von um betri árangur. Var þetta látið að vilja þeirra og skyldi fundurinn haldinn á eftir hinum áður boðaða fundi. En síðan var fundurinn boðaður og haldinn 28. maí, - viðbúnaðarlaust af hálfu Framsóknarflokksmanna og 2 dögum áður en von var á hinum þingmönnunum til kaupstaðarins (Jóhannes sýslumaður var staddur á þingaferðum). - En eins og vænta mátti, varð sá árangur af fundinum, er eftirfylgjandi útdráttur úr fundargerðinni ber með sér. - Á fundinum mættu 33 kjósendur bæjarins.
Þessi mál voru tekin til umræðu:
Samgöngumál.
Í því máli voru samþykktar þessar tillögur.
1. Fundurinn skorar á alþingi að semja áætlun um strandferðir, haganlegri en hingað til, og sæta því besta og aðgengilegasta boði sem fæst, til að fullnægja þeirri áætlun. Aftur á móti álítur fundurinn ónauðsynlegt og því rangt að veita nokkurn styrk af landsfé til millilandaferða, nema lítinn styrk til þess, að póstskipin til Reykjavíkur komi við á Austurlandi, - að minnsta kosti á Seyðisfirði - í báðum leiðum, í janúar og desember.
2. Fundurinn skorar á þingið að veita ekki meira fé en orðið er til Fagradalsvegarins, fyrr en nákvæm og áreiðanleg áætlun er gerð um, hvað hann muni kosta.
Að öðru leyti lýsir fundurinn yfir, að hann telur rétt að stærri vegagerðir og brýr, sem ekki er þegar byrjað á, sé látnar bíða meðan verið er að koma á góðu hraðskeytasambandi innanlands.
3. Fundurinn skorar á þingið að setja nefnd til að rannsaka Lagarfljótsbrúarmálið frá rótum og allt er að því lýtur og gefa nefndinni heimild til að heimta upplýsingar samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar.


Norðurland, 17. júní 1905, 4. árg., 40. tbl., bls. 159:

Þingmálafundur á Seyðisfirði.
Frá fréttaritara Norðurlands
Þingmenn N-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaupstaðar: sýslumaður Jóh. Jóhannesson, síra Einar Þórðarson og Jón Jónsson frá múla höfðu boðað til sameiginlegs þingmálafundar 3. þ. m. (júní) fyrir Fjarðarmenn og kaupstaðarbúa, í sambandi við manntalsþing á Fjarðaröldu. En þar er stjórnarsinna mun hafa grunað, að ekki væri líklegt, að á þeim fundi fengjust samþykktar þær fundarályktanir, er lýstu einskærri ánægju og velþóknun í garð stjórnarinnar, hugkvæmdist þeim að koma því til vegar, að skora á þingmann kaupstaðarins að halda sérstakan fund með bæjarmönnum, í von um betri árangur. Var þetta látið að vilja þeirra og skyldi fundurinn haldinn á eftir hinum áður boðaða fundi. En síðan var fundurinn boðaður og haldinn 28. maí, - viðbúnaðarlaust af hálfu Framsóknarflokksmanna og 2 dögum áður en von var á hinum þingmönnunum til kaupstaðarins (Jóhannes sýslumaður var staddur á þingaferðum). - En eins og vænta mátti, varð sá árangur af fundinum, er eftirfylgjandi útdráttur úr fundargerðinni ber með sér. - Á fundinum mættu 33 kjósendur bæjarins.
Þessi mál voru tekin til umræðu:
Samgöngumál.
Í því máli voru samþykktar þessar tillögur.
1. Fundurinn skorar á alþingi að semja áætlun um strandferðir, haganlegri en hingað til, og sæta því besta og aðgengilegasta boði sem fæst, til að fullnægja þeirri áætlun. Aftur á móti álítur fundurinn ónauðsynlegt og því rangt að veita nokkurn styrk af landsfé til millilandaferða, nema lítinn styrk til þess, að póstskipin til Reykjavíkur komi við á Austurlandi, - að minnsta kosti á Seyðisfirði - í báðum leiðum, í janúar og desember.
2. Fundurinn skorar á þingið að veita ekki meira fé en orðið er til Fagradalsvegarins, fyrr en nákvæm og áreiðanleg áætlun er gerð um, hvað hann muni kosta.
Að öðru leyti lýsir fundurinn yfir, að hann telur rétt að stærri vegagerðir og brýr, sem ekki er þegar byrjað á, sé látnar bíða meðan verið er að koma á góðu hraðskeytasambandi innanlands.
3. Fundurinn skorar á þingið að setja nefnd til að rannsaka Lagarfljótsbrúarmálið frá rótum og allt er að því lýtur og gefa nefndinni heimild til að heimta upplýsingar samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar.