1905

Ísafold, 22. júlí 1905, 17.árg., 47. tbl., bls. 186:

Símastaura-flutningurinn.
Sögur ganga um það, og eiga að vera úr alveg áreiðanlegum stað, að flutningur á efni í Lagarfljótsbrúna neðan frá Reyðarfirði eftir Fagradal hafi kostað 50 kr. á hvern lim, smáan sem stóran. Þeir hafa sumir verið stórir og þungir, en sumir smáir og léttir fremur. Mjög mikið af því voru plankar í brúargólfið. Þegar þeim var slept og deilt í flutningskostnaðarfjárhæðina tölu trjánna og járnstykkjanna stærstu, kom út meðaltalið 70 kr. á hvern hlut. Trén voru 12, 24 álna löng og stóru járnstykkin tvö 14-1500 pd. hvort.
Þetta er auðvitað ekki við að miða. En það er líka munur á 50 eða 70 kr. og rúmum 3 kr.
En annað kemst miklu nær, til samanburðar.
Það vantaði í fyrra nokkuð af trjám í brúna, 12-14 álna löngum og 10 x 10 þml. að gildleika. Þau átti að flytja í vetur upp að Lagarfljóti frá Búðareyri í Reyðarfirði, og var haldið undirboð á flutningnum.
Lægsta boð, sem þá fékkst, var 40 kr. fyrir hvert tré.


Ísafold, 22. júlí 1905, 17.árg., 47. tbl., bls. 186:

Símastaura-flutningurinn.
Sögur ganga um það, og eiga að vera úr alveg áreiðanlegum stað, að flutningur á efni í Lagarfljótsbrúna neðan frá Reyðarfirði eftir Fagradal hafi kostað 50 kr. á hvern lim, smáan sem stóran. Þeir hafa sumir verið stórir og þungir, en sumir smáir og léttir fremur. Mjög mikið af því voru plankar í brúargólfið. Þegar þeim var slept og deilt í flutningskostnaðarfjárhæðina tölu trjánna og járnstykkjanna stærstu, kom út meðaltalið 70 kr. á hvern hlut. Trén voru 12, 24 álna löng og stóru járnstykkin tvö 14-1500 pd. hvort.
Þetta er auðvitað ekki við að miða. En það er líka munur á 50 eða 70 kr. og rúmum 3 kr.
En annað kemst miklu nær, til samanburðar.
Það vantaði í fyrra nokkuð af trjám í brúna, 12-14 álna löngum og 10 x 10 þml. að gildleika. Þau átti að flytja í vetur upp að Lagarfljóti frá Búðareyri í Reyðarfirði, og var haldið undirboð á flutningnum.
Lægsta boð, sem þá fékkst, var 40 kr. fyrir hvert tré.