1904

Þjóðólfur, 24. janúar 1904, 56. árg., 4. tbl., bls. 14:

Bæjarhreppur.
Eftir endilöngum Bæjarhrepp liggur landsjóðsvegur; menn skyldu því ætla að vegurinn sé góður. Svo er og; en eigi mun það vera landsjóð að þakka, heldur miklu fremur sveitinni, og því, að vegurinn er orðinn fyrir skömmu landsjóðsvegur! Að minnsta kosti freistast menn til þess að líta svo á málið, þegar þeir fara yfir Kolbeinsstaðaháls og hitta upphleypta brú, sem er ófær nema fyrir fuglinn fljúgandi, en var ágætur vegur, er landsjóður tók við henni. Svo mikið er víst, að brýn nauðsyn er að gera við brúna, og stórfé kostar það ekki, því hún er stutt; en auðvitað er gamla brúin orðin gerónýt, vegna þess hve hún hefur verið trössuð.
Áður en vegurinn varð landsjóðsvegur, byggði sveitin brú yfir á, er Laxá heitir. Sú brú fauk. Þá byggði hún aðra brú, og tók lán til brúargerðarinnar. Hvílir enn nokkuð af láninu á sveitinni. Í sumar var fyrir þinginu uppgjöf á láninu, og finnst mér öll sanngirni mæli með uppgjöfinni. Vegurinn er nú orðinn landsjóðsvegur, og því rétt að landsjóður taki við honum eins og hann er, og skuldinni líka, og svo er það ekki nema sanngjarnt, að veita uppgjöfina sem heiðurslaun til sveitarinnar fyrir dugnað hennar í brúarmálinu. Auk þess má og gæta að því, að Strandasýsla fær ekki mikið fé til vegabóta. Þessi leið út Bæjarhrepp og inn Bitru, er eini landsjóðsvegurinn, sem er til í sýslunni, og að honum hefur víst lítið verið gert, síðan landsjóður tók við honum.


Þjóðólfur, 24. janúar 1904, 56. árg., 4. tbl., bls. 14:

Bæjarhreppur.
Eftir endilöngum Bæjarhrepp liggur landsjóðsvegur; menn skyldu því ætla að vegurinn sé góður. Svo er og; en eigi mun það vera landsjóð að þakka, heldur miklu fremur sveitinni, og því, að vegurinn er orðinn fyrir skömmu landsjóðsvegur! Að minnsta kosti freistast menn til þess að líta svo á málið, þegar þeir fara yfir Kolbeinsstaðaháls og hitta upphleypta brú, sem er ófær nema fyrir fuglinn fljúgandi, en var ágætur vegur, er landsjóður tók við henni. Svo mikið er víst, að brýn nauðsyn er að gera við brúna, og stórfé kostar það ekki, því hún er stutt; en auðvitað er gamla brúin orðin gerónýt, vegna þess hve hún hefur verið trössuð.
Áður en vegurinn varð landsjóðsvegur, byggði sveitin brú yfir á, er Laxá heitir. Sú brú fauk. Þá byggði hún aðra brú, og tók lán til brúargerðarinnar. Hvílir enn nokkuð af láninu á sveitinni. Í sumar var fyrir þinginu uppgjöf á láninu, og finnst mér öll sanngirni mæli með uppgjöfinni. Vegurinn er nú orðinn landsjóðsvegur, og því rétt að landsjóður taki við honum eins og hann er, og skuldinni líka, og svo er það ekki nema sanngjarnt, að veita uppgjöfina sem heiðurslaun til sveitarinnar fyrir dugnað hennar í brúarmálinu. Auk þess má og gæta að því, að Strandasýsla fær ekki mikið fé til vegabóta. Þessi leið út Bæjarhrepp og inn Bitru, er eini landsjóðsvegurinn, sem er til í sýslunni, og að honum hefur víst lítið verið gert, síðan landsjóður tók við honum.