1904

Norðurland, 16. apríl 1904, 3. árg., 29. tbl., bls. 114:

Sýslufundur Suður-Þingeyinga 27. febr.-4. mars. (Ágrip)
Akbraut.
Um akbrautargerð frá Húsavík upp Reykjadal var þetta samþykkt:
Þrátt fyrir það, að sýslunefndin hefir tvisvar áður samþykkt og sent áleiðis til landstjórnarinnar alvarlegar áskoranir um, að þetta heita áhuga og nauðsynja mál allra héraðsbúa næði fram að ganga sem allra fyrst, hefir máli þessu þó alls ekkert verið sinnt af stjórn og þingi, og eru það mikil vonbrigði fyrir héraðsbúa. En þar sem nefndinni hins vegar verður alltaf ljósari hin ákaflega mikla þörf og þýðing þessa akvegar fyrir sýslubúa, auk fjölda margra annara, þá felur hún oddvita sínum að flytja þetta mál enn á ný við landstjórnina í því skyni að hún leggi það fyrir næsta alþing. Að öðru leyti skírskotar sýslunefndin til álits síns og röksemda á aðalfundi 1901, er hún ætlast til, að oddviti láti fylgja áskorun sinni til landstjórnarinnar.
Þjóðvegir í sýslunni.
Um fjárframlög úr landsjóði til þjóðvega í sýslunni var þetta samþykkt:
Sýslunefndin álítur bráðnauðsynlegt að hið allra fyrsta verði, auk sjálfsagðra smærri viðgerða, gert rækilega við þjóðveginn beggjamegin við Skjálfandafljótsbrú, þar með brúarsporðana báða, og lokið við veginn yfir Fljótsheiði. Nefndin felur því oddvita sínum að bera fram við landstjórnina, gegn um amtið, beiðni um, að þegar á næsta sumri, eða að minnsta kosti sumarið 1905, verði veitt af fé því, sem á gildandi fárlögum er ætlað til þjóðvega í Norðuramtinu, rífleg fjárhæð til þessara vegagerða, og styður nefndin þessa beiðni meðal annars við það, að ráða má af nefndaráliti fjárlaganefndar neðri deildar á síðasta þingi, að nefndin hefir ætlast til, að nokkuð af þeirri fjárhæð, sem hún lagði til að veitt yrði á fjárlögunum til þjóðvega í Norðuramtinu, gengi til þjóðvegarins í Þingeyjarsýslu, sem hún segir að sé mjög vanræktur, og er eigi ofsögum af því sagt.
Vegur yfir Gönguskarð.
Í tilefni af erindi frá Geirfinni Tr. Friðfinnssyni hreppstjóra um að sýslunefndin hlutist til um að fé verði veitt til fjallvegarins yfir Gönguskarð, var samþykkt: Sýslunefndin hefir þegar áður (1898) lýst yfir, að hún teldi nauðsynlegt, að fjallvegur þessi verði varðaður, og felur því oddvita sínum að sækja enn um fjárstyrk í því skyni.
Vegabætur.
Til vegabóta voru þessar fjárhæðir áætlaðar: til sýsluvegar um Húsavíkurþorp að 1/3 kr. 115; til sýsluvegar út frá Húsavík að 2/3 allt að kr. 350; til sýsluv. í Grýtubakkahr. inn Svalbarðsströnd 2/3 kr. 200; til sýsluv. í sama hrepp viðgerðir í Gerðum að 2/3 kr. 50; til sýsluv. inn Svalbarðsströnd að ½ kr. 150; til sýsluv. um Faxafall að 2/3 kr. 50; til brúar á Húsabakkakíl að 2/3 kr. 30; til sýsluv. í Hálshr., eftirveiting kr. 6,17; til viðgerðar á Þorvaldsstaðaárbrú allt að kr. 50.


Norðurland, 16. apríl 1904, 3. árg., 29. tbl., bls. 114:

Sýslufundur Suður-Þingeyinga 27. febr.-4. mars. (Ágrip)
Akbraut.
Um akbrautargerð frá Húsavík upp Reykjadal var þetta samþykkt:
Þrátt fyrir það, að sýslunefndin hefir tvisvar áður samþykkt og sent áleiðis til landstjórnarinnar alvarlegar áskoranir um, að þetta heita áhuga og nauðsynja mál allra héraðsbúa næði fram að ganga sem allra fyrst, hefir máli þessu þó alls ekkert verið sinnt af stjórn og þingi, og eru það mikil vonbrigði fyrir héraðsbúa. En þar sem nefndinni hins vegar verður alltaf ljósari hin ákaflega mikla þörf og þýðing þessa akvegar fyrir sýslubúa, auk fjölda margra annara, þá felur hún oddvita sínum að flytja þetta mál enn á ný við landstjórnina í því skyni að hún leggi það fyrir næsta alþing. Að öðru leyti skírskotar sýslunefndin til álits síns og röksemda á aðalfundi 1901, er hún ætlast til, að oddviti láti fylgja áskorun sinni til landstjórnarinnar.
Þjóðvegir í sýslunni.
Um fjárframlög úr landsjóði til þjóðvega í sýslunni var þetta samþykkt:
Sýslunefndin álítur bráðnauðsynlegt að hið allra fyrsta verði, auk sjálfsagðra smærri viðgerða, gert rækilega við þjóðveginn beggjamegin við Skjálfandafljótsbrú, þar með brúarsporðana báða, og lokið við veginn yfir Fljótsheiði. Nefndin felur því oddvita sínum að bera fram við landstjórnina, gegn um amtið, beiðni um, að þegar á næsta sumri, eða að minnsta kosti sumarið 1905, verði veitt af fé því, sem á gildandi fárlögum er ætlað til þjóðvega í Norðuramtinu, rífleg fjárhæð til þessara vegagerða, og styður nefndin þessa beiðni meðal annars við það, að ráða má af nefndaráliti fjárlaganefndar neðri deildar á síðasta þingi, að nefndin hefir ætlast til, að nokkuð af þeirri fjárhæð, sem hún lagði til að veitt yrði á fjárlögunum til þjóðvega í Norðuramtinu, gengi til þjóðvegarins í Þingeyjarsýslu, sem hún segir að sé mjög vanræktur, og er eigi ofsögum af því sagt.
Vegur yfir Gönguskarð.
Í tilefni af erindi frá Geirfinni Tr. Friðfinnssyni hreppstjóra um að sýslunefndin hlutist til um að fé verði veitt til fjallvegarins yfir Gönguskarð, var samþykkt: Sýslunefndin hefir þegar áður (1898) lýst yfir, að hún teldi nauðsynlegt, að fjallvegur þessi verði varðaður, og felur því oddvita sínum að sækja enn um fjárstyrk í því skyni.
Vegabætur.
Til vegabóta voru þessar fjárhæðir áætlaðar: til sýsluvegar um Húsavíkurþorp að 1/3 kr. 115; til sýsluvegar út frá Húsavík að 2/3 allt að kr. 350; til sýsluv. í Grýtubakkahr. inn Svalbarðsströnd 2/3 kr. 200; til sýsluv. í sama hrepp viðgerðir í Gerðum að 2/3 kr. 50; til sýsluv. inn Svalbarðsströnd að ½ kr. 150; til sýsluv. um Faxafall að 2/3 kr. 50; til brúar á Húsabakkakíl að 2/3 kr. 30; til sýsluv. í Hálshr., eftirveiting kr. 6,17; til viðgerðar á Þorvaldsstaðaárbrú allt að kr. 50.