1904

Þjóðólfur, 7. júní 1904, 56. árg., 24. tbl., forsíða:

Um Laxárbrúarmál
Torfa skólastjóra Bjarnasonar í Ólafsdal
og prófastsins séra Kjartans Helgasonar í Hvammi.
Hún virðist fremur gagnslaus, grein nefndra manna í >Ísafold<, 32. blaði 21. þ.m., um Laxárbrúarmálið, sem aðallega er fólgið í kærum þeirra til mín yfir sýslumanni Birni Bjarnarsyni á Sauðafelli og kröfu þeirra um, að eg fyrirskipaði sakamálsrannsókn gegn honum út af framkvæmdum hans við bygging brúar yfir Laxá í Dölum.
Fyrst er það, að sýslumaðurinn var endurkosinn í fyrra sem alþingismaður Dalasýslu, og tekinn fram fyrir þann mann, sem þeir K. H. og T. B. vildu hafa fyrir alþingismann. Og nú á sýslufundinum 23. – 26. mars þ. á., var sýslumaðurinn endurkosinn sem amtsráðsmaður Dalasýslu, en sjálfur Torfi varð að lúta í lægra haldi.
Greinin, sem fer nokkuð nálægt meiðyrðalöggjöfinni, er blátt áfram sprottin af gremju yfir því, að yfirlýsing amtsráðsins í Vesturamtinu um kærur þeirra var á þessa leið: >Nefnd sú, sem kosin hafði verið til þess að láta uppi álit sitt um kærur séra Kjartans prófasts Helgasonar og fleiri sýslunefndarmanna í Dalasýslu yfir framkvæmdum sýslumannsins og reikningsfærslu út af Laxárbrúnni á árunum 1900 og 1901, lýsti yfir því áliti sínu, sem amtsráðið samþykkti, að frekara væri ekki að gera, en úrskurðað hefði verið af forseta<. Úrskurður forseta var vitanlega ekki eftir höfði kærendanna.
Nú svífast þeir Torfi skólastjóri og prófastur ekki þess, að láta það í veðri vaka, að eg hafi gefið amtsráðinu rangar skýrslur, og að amtsráðsfundinum hafi verið villtar sjónir með röngum eða ónákvæmum skýrslum um málavöxtu. Það er í fyrsta skipti, að það er borið upp á mig, eftir að hafa haft amtmannsembætti á hendi í nærfellt 24 ár, að eg hafi farið svo að ráði mínu, sem T.B. og K. H. segja. Skólastjóri Torfi Bjarnason er nú að kveðja mig, þegar að því er komið, að eg fari frá embætti mínu, og þakka mér fyrir það, að eg hef reynt til að hlaupa undir bagga með honum og orðið honum oftar en einu sinni að liði, þegar honum lá á. Í skýrslu um fund Vesturamtsins 25. – 26. júlí f. á., (Stjórnartíðndi 1903 B. bls. 191), er sagt frá því, að eg hafi lagt fram öll þau bréf, sem spunnist höfðu út af kæru fyrnefndra tveggja manna; eg lagði yfir höfuð allt það fram, sem gat upplýst þetta mál, og í nefnd þeirri, sem amtsráðið kaus til þess að rannsaka málið, sátu séra Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauksdal, séra Sigurður Stefánsson í Vigur og Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson í Hergilsey. Eg er viss um, að þeir hafa gert það samviskusamlega.
Það er ekki meining mín, að fara nú að karpa við þá K. H. og T. B. út af Láxárbrúarmálinu, og læt eg mér nægja, að biðja góða menn, sem sjá Ísafoldargreinina og sem þekkja mig, að lesa skýrsluna um fund amtsráðsins í Vesturamtinu, 25. – 26. júlí f. á. (Stjórnartíðindi 1903 B. bls. 190-195 og 206-208). Eg vil aðeins minnast hér á fáein atriði í greininni, sem eru næsta einkennileg, og sem lýsa vel málstað kærendanna, sem ekki hafa annað á boðstólum en eintómar sakargiftir, en engar sannanir.
Eins og tekið er fram í amtsráðsfundarskýrslunni, sá prófasturinn, sem fyrst kærði þetta mál einn, í júlí 1902, hjá mér vottorð sýslunefndarmanns Ólafs Jóhannessonar í Stóraskógi á einu fylgiskjalinu með brúarreikningum fyrir 1900, um að verðið á sementi (42 tunnum) frá Búðardalsversluninni væri í reikningi verslunarinnar til sýslumanns tilfært með 13 kr. fyrir tunnuna, en samt segir prófastur í kæru sinni, dagsettri 18, júlí 1902, að sementið hafi verið mest allt keypt hjá verslunina og að tunnan hafi kostað 11 kr.
Á öðrum stað er sagt á þessa leið, að það sé óneitanlega frjálslyndi af amtmanninum gagnvart sýslumanni, að taka ekki hart á því, þótt hann brjóti lögin og velji sér sjálfur endurskoðara. Eg ætla að biðja þá K. H. og T. B. að láta mig dæma um það, hvort sýslumaður hafi drýgt >lagabrot< með þessu. Að þessir menn ekki þekkja hegningarlögin, má annars sjá á því, að þeir vildu endilega að eg fyrirskipaði sakamálarannsókn gegn sýslumanni, sem eg vissi að var sýkn saka (sbr. 131. gr. hegningarlaganna); eg hef ekki getað fundið í nefndum lögum það lagabrot, sem þeir K. H. og T. B. eru að fárast um hér.
Þar næst er sagt, að amtsráðið hafi skipað svo fyrir á síðasta fundi sínum, að sýslumaður skyldi semja reikning yfir allan kostnað við Laxárbrúna í einu lagi. Þetta er ekki satt, heldur lagði amtsráðið sýslumanni fyrir, að semja lokareikninginn, því reikningar yfir brúarkostnaðinn á árunum 1900 og 1901 eru fyrir löngu samdir, og hvað meira er, endurskoðaðir af T. B. sjálfum. Þeir bíða síns úrskurðar, sem eigi mun verða lagður á þessa 3 brúarreikninga fyr en á árinu 1905, vegna þess, að endurskoðari T.B. lýsti því yfir á sýslunefndarfundinum 23.-26. mars þ.á., að hann eigi hefði fundið ástæðu til að endurskoða reikninginn fyr en útkljáð væri um það, hvort greiða skyldi úr sýslusjóði þá upphæð (1159 kr. 18 a.), sem lagðar höfðu verið til brúarinnar á árinu 1901. Á þetta féllst svo sýslunefndin, eða meiri hluti hennar, en eftir er að vita, hvernig amtsráðið tekur í þetta. Þótt endurskoðari T. B. eigi hafi fengið lokareikninginn fyr en á sjálfum sýslunefndarfundinum, sem nú er skýrt frá, þá get eg ekki séð, að það hefði verið ofverkið hans, að endurskoða þennan reikning á sjálfum fundinum. Bæði á amtsráðsfundum og öðrum fundum eru stærri reikningar endurskoðaðir, heldur en lokareikningur Laxárbrúarinnar.
Þeir K. H. og T. B. segja svo frá, að þegar sýslunefndin hafi eigi reynst nógu leiðitöm og neitað að samþykkja útgjaldaliði í sýslureikningunum, sem séu þannig tilkomnir, að sýslumaður hafi lagt fram fé til vegagerða að sýslunefndinni forspurðri, þá sé reynt að fá amtsráðið til að hlaupa undir bagga og samþykkja reikningana þvert ofan í mótmæli sýslunefndar. Sem dæmi upp á þetta er tilfærður úrskurður amtsráðsins um athugasemd endurskoðanda við sýsluvegareikning Dalasýslu fyrir 1902 (6. gr.). Hér var um nauðsynlega vegagerð að ræða, sem ekki mátti fresta, og úrskurður amtsráðsins var á þá leið, að það skyldi við svo búið standa, og tók amtsráðið það um leið fram, að sýslumanni hefði verið skylt, að gera að þeim torfærum, sem spursmál var um. K. H. og T. B. gera það nú heyrum kunnugt, að þeir vilji að torfærur og skemmdir á vegum eigi að liggja afskiptalausar á meðan sýslunefndin ekki hefur veitt fé til þess að bæta úr þeim. Ekki er nú vakurt þótt riðið sé. Vitanlega var það mjög leiðinlegt, að athugasemd T. B. skyldi fá þessa útreið hjá amtsráðinu.
Svo koma loks svigurmæli um, að eg hafi hallað sannleikanum til muna í skýrslu minni til amtsráðsins um hina meintu heimildarlausu greiðslu á 1159 kr. 18 a. úr sýslusjóði 1901 til brúarinnar. Eg hef lagt fram allar skýrslur, sem til eru um þetta atriði; og hverju hef eg getað skrökvað hér? Þeir K. H. og T. B. kalla það ósannindi af mér, að eg hef þá skoðun um þetta mál, að þessi greiðsla sé ekki heimildarlaus. Fyr má nú vera. Jafnhliða þessu fara þeir K. H. og T. B. að verða skemmtilegir. Þeir segja, að sýslunefndin hafi aldrei ákveðið, að brúin skyldi byggð, heldur að eins veitt ríflegan styrk til hennar. Eftir þessu er þá sýslunefndin að veita fé til þeirra fyrirtækja, sem ekki eiga að framkvæmast! Það sætir furðu, að skynsamir menn skuli koma opinberlega fram með slíkar staðhæfingar. Sýslunefndin hefur einu sinni veitt fé til brúarinnar, og hefur þar að auki fengið styrk til hennar úr landssjóði. Þeim K. H: og T. B. er illa við þennan landsjóðsstyrk , og gefa í skyn, að eg ef til vill hafi farið með ósannindi, þá er eg skýrði þeim frá því í bréfi, dagsettu 19. ágúst f. á., hvað gerst hafði á alþingi 1899 í þessu tilliti. Þetta leyfa þeir sér að bera á borð fyrir almenning, þótt eg í nefndu bréfi mínu hafi tilgreint þann stað í Alþingistíðindunum 1899, þar sem skýrt er frá styrktarbeiðninni (Alþingistíðindi 1899, B. 579-580), og jafnvel tilfært orð þáverandi alþingismanns Dalasýslu, séra Jens Pálssonar í Görðum í þessu tilliti. Hann komst að orði á þessa leið: >Beiðni frá sýslunefnd Dalasýslu um styrk til þessarar brúar (nefnil. Laxárbrúarinnar) ásamt fylgiskjölum barst mér fyrst í hendur undir 2. umræðu fjárlaganna, og var þá þegar lögð fram á lestrarsalnum< o.s. frv. Þessi orð hafa þeir K. H. og T. B. haft fyrir sér, þegar þeir segja í Ísafoldargreininni: >En sé þetta satt (það sem eg hafði sagt þeim í bréfinu, dagsettu 19. ágúst) þá er það bónarbréf falsað< Að þeir stöðugt drótta að mér, að eg leggi fram rangar skýrslur og fari með ósannindi, ætti eg ekki að kippa mér upp við, sér í lagi að því leyti sem T. B. á í hlut, þegar þeir drótta því að Jens Pálssyni í Görðum, að hann hafi flutt falsað bónarbréf inn á alþingi og fengið styrk upp á það handa kjördæmi sínu.
Það gagn hef eg haft af greininni í >Ísafold<, að eg hef nú lært að þekkja skólastjóra Torfa Bjarnason í Ólafssdal.
Reykjavík 28. maí 1904.
I. Havsteen.


Þjóðólfur, 7. júní 1904, 56. árg., 24. tbl., forsíða:

Um Laxárbrúarmál
Torfa skólastjóra Bjarnasonar í Ólafsdal
og prófastsins séra Kjartans Helgasonar í Hvammi.
Hún virðist fremur gagnslaus, grein nefndra manna í >Ísafold<, 32. blaði 21. þ.m., um Laxárbrúarmálið, sem aðallega er fólgið í kærum þeirra til mín yfir sýslumanni Birni Bjarnarsyni á Sauðafelli og kröfu þeirra um, að eg fyrirskipaði sakamálsrannsókn gegn honum út af framkvæmdum hans við bygging brúar yfir Laxá í Dölum.
Fyrst er það, að sýslumaðurinn var endurkosinn í fyrra sem alþingismaður Dalasýslu, og tekinn fram fyrir þann mann, sem þeir K. H. og T. B. vildu hafa fyrir alþingismann. Og nú á sýslufundinum 23. – 26. mars þ. á., var sýslumaðurinn endurkosinn sem amtsráðsmaður Dalasýslu, en sjálfur Torfi varð að lúta í lægra haldi.
Greinin, sem fer nokkuð nálægt meiðyrðalöggjöfinni, er blátt áfram sprottin af gremju yfir því, að yfirlýsing amtsráðsins í Vesturamtinu um kærur þeirra var á þessa leið: >Nefnd sú, sem kosin hafði verið til þess að láta uppi álit sitt um kærur séra Kjartans prófasts Helgasonar og fleiri sýslunefndarmanna í Dalasýslu yfir framkvæmdum sýslumannsins og reikningsfærslu út af Laxárbrúnni á árunum 1900 og 1901, lýsti yfir því áliti sínu, sem amtsráðið samþykkti, að frekara væri ekki að gera, en úrskurðað hefði verið af forseta<. Úrskurður forseta var vitanlega ekki eftir höfði kærendanna.
Nú svífast þeir Torfi skólastjóri og prófastur ekki þess, að láta það í veðri vaka, að eg hafi gefið amtsráðinu rangar skýrslur, og að amtsráðsfundinum hafi verið villtar sjónir með röngum eða ónákvæmum skýrslum um málavöxtu. Það er í fyrsta skipti, að það er borið upp á mig, eftir að hafa haft amtmannsembætti á hendi í nærfellt 24 ár, að eg hafi farið svo að ráði mínu, sem T.B. og K. H. segja. Skólastjóri Torfi Bjarnason er nú að kveðja mig, þegar að því er komið, að eg fari frá embætti mínu, og þakka mér fyrir það, að eg hef reynt til að hlaupa undir bagga með honum og orðið honum oftar en einu sinni að liði, þegar honum lá á. Í skýrslu um fund Vesturamtsins 25. – 26. júlí f. á., (Stjórnartíðndi 1903 B. bls. 191), er sagt frá því, að eg hafi lagt fram öll þau bréf, sem spunnist höfðu út af kæru fyrnefndra tveggja manna; eg lagði yfir höfuð allt það fram, sem gat upplýst þetta mál, og í nefnd þeirri, sem amtsráðið kaus til þess að rannsaka málið, sátu séra Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauksdal, séra Sigurður Stefánsson í Vigur og Snæbjörn hreppstjóri Kristjánsson í Hergilsey. Eg er viss um, að þeir hafa gert það samviskusamlega.
Það er ekki meining mín, að fara nú að karpa við þá K. H. og T. B. út af Láxárbrúarmálinu, og læt eg mér nægja, að biðja góða menn, sem sjá Ísafoldargreinina og sem þekkja mig, að lesa skýrsluna um fund amtsráðsins í Vesturamtinu, 25. – 26. júlí f. á. (Stjórnartíðindi 1903 B. bls. 190-195 og 206-208). Eg vil aðeins minnast hér á fáein atriði í greininni, sem eru næsta einkennileg, og sem lýsa vel málstað kærendanna, sem ekki hafa annað á boðstólum en eintómar sakargiftir, en engar sannanir.
Eins og tekið er fram í amtsráðsfundarskýrslunni, sá prófasturinn, sem fyrst kærði þetta mál einn, í júlí 1902, hjá mér vottorð sýslunefndarmanns Ólafs Jóhannessonar í Stóraskógi á einu fylgiskjalinu með brúarreikningum fyrir 1900, um að verðið á sementi (42 tunnum) frá Búðardalsversluninni væri í reikningi verslunarinnar til sýslumanns tilfært með 13 kr. fyrir tunnuna, en samt segir prófastur í kæru sinni, dagsettri 18, júlí 1902, að sementið hafi verið mest allt keypt hjá verslunina og að tunnan hafi kostað 11 kr.
Á öðrum stað er sagt á þessa leið, að það sé óneitanlega frjálslyndi af amtmanninum gagnvart sýslumanni, að taka ekki hart á því, þótt hann brjóti lögin og velji sér sjálfur endurskoðara. Eg ætla að biðja þá K. H. og T. B. að láta mig dæma um það, hvort sýslumaður hafi drýgt >lagabrot< með þessu. Að þessir menn ekki þekkja hegningarlögin, má annars sjá á því, að þeir vildu endilega að eg fyrirskipaði sakamálarannsókn gegn sýslumanni, sem eg vissi að var sýkn saka (sbr. 131. gr. hegningarlaganna); eg hef ekki getað fundið í nefndum lögum það lagabrot, sem þeir K. H. og T. B. eru að fárast um hér.
Þar næst er sagt, að amtsráðið hafi skipað svo fyrir á síðasta fundi sínum, að sýslumaður skyldi semja reikning yfir allan kostnað við Laxárbrúna í einu lagi. Þetta er ekki satt, heldur lagði amtsráðið sýslumanni fyrir, að semja lokareikninginn, því reikningar yfir brúarkostnaðinn á árunum 1900 og 1901 eru fyrir löngu samdir, og hvað meira er, endurskoðaðir af T. B. sjálfum. Þeir bíða síns úrskurðar, sem eigi mun verða lagður á þessa 3 brúarreikninga fyr en á árinu 1905, vegna þess, að endurskoðari T.B. lýsti því yfir á sýslunefndarfundinum 23.-26. mars þ.á., að hann eigi hefði fundið ástæðu til að endurskoða reikninginn fyr en útkljáð væri um það, hvort greiða skyldi úr sýslusjóði þá upphæð (1159 kr. 18 a.), sem lagðar höfðu verið til brúarinnar á árinu 1901. Á þetta féllst svo sýslunefndin, eða meiri hluti hennar, en eftir er að vita, hvernig amtsráðið tekur í þetta. Þótt endurskoðari T. B. eigi hafi fengið lokareikninginn fyr en á sjálfum sýslunefndarfundinum, sem nú er skýrt frá, þá get eg ekki séð, að það hefði verið ofverkið hans, að endurskoða þennan reikning á sjálfum fundinum. Bæði á amtsráðsfundum og öðrum fundum eru stærri reikningar endurskoðaðir, heldur en lokareikningur Laxárbrúarinnar.
Þeir K. H. og T. B. segja svo frá, að þegar sýslunefndin hafi eigi reynst nógu leiðitöm og neitað að samþykkja útgjaldaliði í sýslureikningunum, sem séu þannig tilkomnir, að sýslumaður hafi lagt fram fé til vegagerða að sýslunefndinni forspurðri, þá sé reynt að fá amtsráðið til að hlaupa undir bagga og samþykkja reikningana þvert ofan í mótmæli sýslunefndar. Sem dæmi upp á þetta er tilfærður úrskurður amtsráðsins um athugasemd endurskoðanda við sýsluvegareikning Dalasýslu fyrir 1902 (6. gr.). Hér var um nauðsynlega vegagerð að ræða, sem ekki mátti fresta, og úrskurður amtsráðsins var á þá leið, að það skyldi við svo búið standa, og tók amtsráðið það um leið fram, að sýslumanni hefði verið skylt, að gera að þeim torfærum, sem spursmál var um. K. H. og T. B. gera það nú heyrum kunnugt, að þeir vilji að torfærur og skemmdir á vegum eigi að liggja afskiptalausar á meðan sýslunefndin ekki hefur veitt fé til þess að bæta úr þeim. Ekki er nú vakurt þótt riðið sé. Vitanlega var það mjög leiðinlegt, að athugasemd T. B. skyldi fá þessa útreið hjá amtsráðinu.
Svo koma loks svigurmæli um, að eg hafi hallað sannleikanum til muna í skýrslu minni til amtsráðsins um hina meintu heimildarlausu greiðslu á 1159 kr. 18 a. úr sýslusjóði 1901 til brúarinnar. Eg hef lagt fram allar skýrslur, sem til eru um þetta atriði; og hverju hef eg getað skrökvað hér? Þeir K. H. og T. B. kalla það ósannindi af mér, að eg hef þá skoðun um þetta mál, að þessi greiðsla sé ekki heimildarlaus. Fyr má nú vera. Jafnhliða þessu fara þeir K. H. og T. B. að verða skemmtilegir. Þeir segja, að sýslunefndin hafi aldrei ákveðið, að brúin skyldi byggð, heldur að eins veitt ríflegan styrk til hennar. Eftir þessu er þá sýslunefndin að veita fé til þeirra fyrirtækja, sem ekki eiga að framkvæmast! Það sætir furðu, að skynsamir menn skuli koma opinberlega fram með slíkar staðhæfingar. Sýslunefndin hefur einu sinni veitt fé til brúarinnar, og hefur þar að auki fengið styrk til hennar úr landssjóði. Þeim K. H: og T. B. er illa við þennan landsjóðsstyrk , og gefa í skyn, að eg ef til vill hafi farið með ósannindi, þá er eg skýrði þeim frá því í bréfi, dagsettu 19. ágúst f. á., hvað gerst hafði á alþingi 1899 í þessu tilliti. Þetta leyfa þeir sér að bera á borð fyrir almenning, þótt eg í nefndu bréfi mínu hafi tilgreint þann stað í Alþingistíðindunum 1899, þar sem skýrt er frá styrktarbeiðninni (Alþingistíðindi 1899, B. 579-580), og jafnvel tilfært orð þáverandi alþingismanns Dalasýslu, séra Jens Pálssonar í Görðum í þessu tilliti. Hann komst að orði á þessa leið: >Beiðni frá sýslunefnd Dalasýslu um styrk til þessarar brúar (nefnil. Laxárbrúarinnar) ásamt fylgiskjölum barst mér fyrst í hendur undir 2. umræðu fjárlaganna, og var þá þegar lögð fram á lestrarsalnum< o.s. frv. Þessi orð hafa þeir K. H. og T. B. haft fyrir sér, þegar þeir segja í Ísafoldargreininni: >En sé þetta satt (það sem eg hafði sagt þeim í bréfinu, dagsettu 19. ágúst) þá er það bónarbréf falsað< Að þeir stöðugt drótta að mér, að eg leggi fram rangar skýrslur og fari með ósannindi, ætti eg ekki að kippa mér upp við, sér í lagi að því leyti sem T. B. á í hlut, þegar þeir drótta því að Jens Pálssyni í Görðum, að hann hafi flutt falsað bónarbréf inn á alþingi og fengið styrk upp á það handa kjördæmi sínu.
Það gagn hef eg haft af greininni í >Ísafold<, að eg hef nú lært að þekkja skólastjóra Torfa Bjarnason í Ólafssdal.
Reykjavík 28. maí 1904.
I. Havsteen.