1904

Þjóðólfur, 17. júní 1904, 56. árg., 26. tbl., bls. 102:

För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903
Eftir P. Z.
Laxárdalur
Síðasta alþingi samþykkti að veita 1000 kr. styrk til þess að leggja akveg fram Laxárdalinn. Úr Laxárdalnum fremst liggur örstuttur og lágur fjallvegur niður í Bæjarhrepp í Strandasýslu, og er að norðanverðu komið niður að bænum Borðeyri. Yfir sjálfa heiðina er búið að leggja akveg, og að norðan er akvegur allt niður í Borðeyrarkaupstað. Aftur er nær því hrein vegleysa niður Laxárdalinn. Mér líst svo á, að akvegur yfir Laxárdalinn væri til ómetanlegs hags fyrir Norðlendinga í ísárum, enda hefur það opt borið við, að Riis kaupmaður á Borðeyri hefur látið setja vörur sínar á land í Búðardal og að Húnvetningar og jafnvel Skagfirðingar hafa farið þangað að sækja vörur. Það er svo mikið styttra fyrir þá að sækja þangað vörur sínar, en að sækja þær í Borgarnes, þegar svo árar, að þeir geta eigi fengið þær nyrðra. Það munar mikið fyrir bóndann um hverja dagleiðina, er hann verður að bæta við sig, þegar hann fer í slíkar ferðir, því opt er það, að hestar eru eigi í sem bestu standi, þegar illa árar. Hver dagleið er þá dýr, auk þess sem hún er erfið. Að fá góðan veg niður Laxárdalinn, og gufubát á Breiðaflóa, væri því til stórhags fyrir Norðlendinga, einkum þó Húnvetninga. En bátur á að koma á Breiðaflóa sem allra fyrst, enda er vonandi að svo verði, þar sem fé hefur verið veitt til hans af alþingi, og áhugi er mikill á því þar vestra. Breiðfirðingar og aðrir, mega þakka Lárusi H. Bjarnasyni sýslum. Fyrir vasklega framgöngu hans í því máli.


Þjóðólfur, 17. júní 1904, 56. árg., 26. tbl., bls. 102:

För um Dala- og Strandasýslur haustið 1903
Eftir P. Z.
Laxárdalur
Síðasta alþingi samþykkti að veita 1000 kr. styrk til þess að leggja akveg fram Laxárdalinn. Úr Laxárdalnum fremst liggur örstuttur og lágur fjallvegur niður í Bæjarhrepp í Strandasýslu, og er að norðanverðu komið niður að bænum Borðeyri. Yfir sjálfa heiðina er búið að leggja akveg, og að norðan er akvegur allt niður í Borðeyrarkaupstað. Aftur er nær því hrein vegleysa niður Laxárdalinn. Mér líst svo á, að akvegur yfir Laxárdalinn væri til ómetanlegs hags fyrir Norðlendinga í ísárum, enda hefur það opt borið við, að Riis kaupmaður á Borðeyri hefur látið setja vörur sínar á land í Búðardal og að Húnvetningar og jafnvel Skagfirðingar hafa farið þangað að sækja vörur. Það er svo mikið styttra fyrir þá að sækja þangað vörur sínar, en að sækja þær í Borgarnes, þegar svo árar, að þeir geta eigi fengið þær nyrðra. Það munar mikið fyrir bóndann um hverja dagleiðina, er hann verður að bæta við sig, þegar hann fer í slíkar ferðir, því opt er það, að hestar eru eigi í sem bestu standi, þegar illa árar. Hver dagleið er þá dýr, auk þess sem hún er erfið. Að fá góðan veg niður Laxárdalinn, og gufubát á Breiðaflóa, væri því til stórhags fyrir Norðlendinga, einkum þó Húnvetninga. En bátur á að koma á Breiðaflóa sem allra fyrst, enda er vonandi að svo verði, þar sem fé hefur verið veitt til hans af alþingi, og áhugi er mikill á því þar vestra. Breiðfirðingar og aðrir, mega þakka Lárusi H. Bjarnasyni sýslum. Fyrir vasklega framgöngu hans í því máli.