1904

Þjóðólfur, 2. desember 1904, 56. árg., 51. tbl., bls. 202:

Úr Norður-Þingeyjarsýslu (Axarfirði) er ritað 18. okt:
“Nú fara Jökulstöplakarlar til Húsavíkur í dag; hættu vinnu í gær, en búnir að miklu leyti með stöplana fjóra, tvo hvoru megin, og brúarsporð alveg að austan, og mikið af þeim að vestan, þó vantar líklega um 200 tunnur af steinlími. Mjög vel hefur starf þetta gengið, síðan Steinþór steinsmiður Björnsson Mývetningur tók við allri stjórn, og hefur hann sérstakt lag, sem fáum er lagið á stjórn og aga, svo að allir stöplamenn elskuðu hann og virtu, og verkið gekk greiðlega úr hendi allan tímann. En allt gekk áður í handaskolum hjá Jónasi nokkrum Jónssyni Rangæing, svo að hann varð að hætta allri stjórn um miðjan júlímánuð, en þá vildi til happs, að Steinþór steinsmiður kom og tók við öllu. 29. ágúst komst allt efni í brúna hér að Araósi á Staðarreka í Axarfirði með s/s Mjölni (skipstj. Endresen) og tókst ágætlega með uppskipun þann dag, alla nóttina eftir og fram um dagmál 30., og var mikið lægni og dugnaði Steinþórs Björnssonar að þakka, því að þegar um hádegi gerði ófært brim við alla Reka, og hélst það um hálfan mánuð þar eftir, og eins var á undan. Tókst þessi uppskipun, eins og annað við þessa brúargerð, frábærlega vel, því hvergi er eins hægt að koma brúarefninu frá í vetur í ækjum og einmitt þarna í Araósi. Var brúarefnið alls 600 smálestir (tons) er á Rekann kom, og eiga Axfirðingar að aka því öllu í vetur upp í Ferjuhraun hjá brúarstæðinu”.


Þjóðólfur, 2. desember 1904, 56. árg., 51. tbl., bls. 202:

Úr Norður-Þingeyjarsýslu (Axarfirði) er ritað 18. okt:
“Nú fara Jökulstöplakarlar til Húsavíkur í dag; hættu vinnu í gær, en búnir að miklu leyti með stöplana fjóra, tvo hvoru megin, og brúarsporð alveg að austan, og mikið af þeim að vestan, þó vantar líklega um 200 tunnur af steinlími. Mjög vel hefur starf þetta gengið, síðan Steinþór steinsmiður Björnsson Mývetningur tók við allri stjórn, og hefur hann sérstakt lag, sem fáum er lagið á stjórn og aga, svo að allir stöplamenn elskuðu hann og virtu, og verkið gekk greiðlega úr hendi allan tímann. En allt gekk áður í handaskolum hjá Jónasi nokkrum Jónssyni Rangæing, svo að hann varð að hætta allri stjórn um miðjan júlímánuð, en þá vildi til happs, að Steinþór steinsmiður kom og tók við öllu. 29. ágúst komst allt efni í brúna hér að Araósi á Staðarreka í Axarfirði með s/s Mjölni (skipstj. Endresen) og tókst ágætlega með uppskipun þann dag, alla nóttina eftir og fram um dagmál 30., og var mikið lægni og dugnaði Steinþórs Björnssonar að þakka, því að þegar um hádegi gerði ófært brim við alla Reka, og hélst það um hálfan mánuð þar eftir, og eins var á undan. Tókst þessi uppskipun, eins og annað við þessa brúargerð, frábærlega vel, því hvergi er eins hægt að koma brúarefninu frá í vetur í ækjum og einmitt þarna í Araósi. Var brúarefnið alls 600 smálestir (tons) er á Rekann kom, og eiga Axfirðingar að aka því öllu í vetur upp í Ferjuhraun hjá brúarstæðinu”.