1903

Þjóðólfur, 4. september 1903, 55. árg., 36. tbl., forsíða:

Þingið 1903. Endurlit og hugleiðingar.
Hinir tveir stóru útgjaldaliðir, er ekki voru í frumvarpi stjórnarinnar eru þær rúmar 90,000 kr. sem ætlaðar eru til brúargerðar á Jökulsá í Axarfirði og á Lagarfljóti. Um Jökulsárbrúna voru samþykkt lög frá þinginu 1902, svo að skyldan hvíldi á landsjóði. Þar hefði því komið að skuldadögunum, enda þótt brúargerðinni hefði verið frestað þetta fjárhagstímabil, sem að vísu hefði mátt, en um Lagarfljótsbrúna er það að segja, að þingið þóttist ekki geta látið það mál niður falla, og varpað þannig alveg á glæ fé því, er varið hefur verið til kaupa á brúarefninu m. fl., er varið hefur verið til undirbúnings þessarar brúargerðar. En fullkomið vandræðamál var þetta viðurkennt af flestum, en naumast unnt að ráða betur fram úr því eftir atvikum, en þingið nú gerði.
Í samgöngumálum tók þetta þing þá stefnu, að fullgera fyrst þá vegi, sem þegar er byrjað á, en dreifa ekki fénu sitt á hvern stað, og má vel vera, að það sé heppilega ráðið. Þau héruð, sem látin eru sitja á hakanum með vegagerðir í þetta sinn verða auðvitað óánægð yfir því, allir vilja hafa forgangsréttinn, en um það tjáir ekki að tala. Sýslur þær, sem þegar hafa allmikla vegi mega þakka fyrir, að þingið smellti ekki nú þegar á þær öllu eða mestöllu viðhaldi á vegum þeim, er landsjóður hefur lagt. Frv. um það var borið upp af fjárlaganefndinni í n.d., en átti þar allerfitt uppdráttar og lagaðist mikið, en dó í e.d. En það er enginn efi á, að það mál rís upp aftur á næsta þingi. Engum brúarmálum vildi e.d. að minnsta kosti sinna á þessu þingi, en ekki fékk hún því að öllu ráðið, að steindrepa öll slík mál.


Þjóðólfur, 4. september 1903, 55. árg., 36. tbl., forsíða:

Þingið 1903. Endurlit og hugleiðingar.
Hinir tveir stóru útgjaldaliðir, er ekki voru í frumvarpi stjórnarinnar eru þær rúmar 90,000 kr. sem ætlaðar eru til brúargerðar á Jökulsá í Axarfirði og á Lagarfljóti. Um Jökulsárbrúna voru samþykkt lög frá þinginu 1902, svo að skyldan hvíldi á landsjóði. Þar hefði því komið að skuldadögunum, enda þótt brúargerðinni hefði verið frestað þetta fjárhagstímabil, sem að vísu hefði mátt, en um Lagarfljótsbrúna er það að segja, að þingið þóttist ekki geta látið það mál niður falla, og varpað þannig alveg á glæ fé því, er varið hefur verið til kaupa á brúarefninu m. fl., er varið hefur verið til undirbúnings þessarar brúargerðar. En fullkomið vandræðamál var þetta viðurkennt af flestum, en naumast unnt að ráða betur fram úr því eftir atvikum, en þingið nú gerði.
Í samgöngumálum tók þetta þing þá stefnu, að fullgera fyrst þá vegi, sem þegar er byrjað á, en dreifa ekki fénu sitt á hvern stað, og má vel vera, að það sé heppilega ráðið. Þau héruð, sem látin eru sitja á hakanum með vegagerðir í þetta sinn verða auðvitað óánægð yfir því, allir vilja hafa forgangsréttinn, en um það tjáir ekki að tala. Sýslur þær, sem þegar hafa allmikla vegi mega þakka fyrir, að þingið smellti ekki nú þegar á þær öllu eða mestöllu viðhaldi á vegum þeim, er landsjóður hefur lagt. Frv. um það var borið upp af fjárlaganefndinni í n.d., en átti þar allerfitt uppdráttar og lagaðist mikið, en dó í e.d. En það er enginn efi á, að það mál rís upp aftur á næsta þingi. Engum brúarmálum vildi e.d. að minnsta kosti sinna á þessu þingi, en ekki fékk hún því að öllu ráðið, að steindrepa öll slík mál.