1901

Austri, 31. janúar, 1901, 11. árg., 4. tbl., bls. 12:

Svar til skoðunarmanna sýsluvega Breiðdalshrepps.
í nr. 31 Austra 1900 stendur “áskorun” frá mönnum þeim í Breiðdalshreppi, er sýslunefnd Suður-Múlasýslu fól að gera álit á sýsluveginn þar. Þessir menn skora á nefndina “að færa opinberlega ástæður” fyrir þeim ummælum sínum, að þeir “hafi algerlega misskilið hlutverk sitt” (Sbr. niðurlag fundargerðar nefndarinnar, nr. 24 Austra s.á.)
Þessi ummæli nefndarinnar verða ekki tekin aftur af mér. Hinar opinberu ástæður, sem þessir menn krefjast standa skrifaðar eftir þá sjálfa í álitsgerð þeirra yfir veginn, og á þeim byggði nefndin ummæli sín, þegar hún bar saman álitsgerðir úr öðrum hreppum sýslunnar. Að fara opinberlega að auglýsa þessar ástæður tel ég óþarfa, og ekki gott fyrir mennina sjálfa né heldur skemmtun fyrir almenning að lesa þær.
Það virðist eins og það hafi móðgað mennina jafn mikið, að oddviti sýslunefndarinnar borgaði þeim “ummælalaust”. Ástæður fyrir því eru þær, að oddvitinn, Axel sýslumaður, er háttprúður og kurteis maður, að hann mundi síst fara að ávíta mennina um leið og hann borgaði þeim, enda var það gert eftir tillögu nefndarinnar, sem áleit réttara að viðhafa ekki smámunasemi í þessu efni, þótt álitsgerðin yfir veginn væri ekki vel af hendi leyst.
Þetta keyri, að mönnunum hafi verið borgað ummælalaust, sem átti að vera á sýslunefndina, hittir þá sjálfa.
Eiðum 14. jan. 1901.
Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu
Jónas Eiríksson


Austri, 31. janúar, 1901, 11. árg., 4. tbl., bls. 12:

Svar til skoðunarmanna sýsluvega Breiðdalshrepps.
í nr. 31 Austra 1900 stendur “áskorun” frá mönnum þeim í Breiðdalshreppi, er sýslunefnd Suður-Múlasýslu fól að gera álit á sýsluveginn þar. Þessir menn skora á nefndina “að færa opinberlega ástæður” fyrir þeim ummælum sínum, að þeir “hafi algerlega misskilið hlutverk sitt” (Sbr. niðurlag fundargerðar nefndarinnar, nr. 24 Austra s.á.)
Þessi ummæli nefndarinnar verða ekki tekin aftur af mér. Hinar opinberu ástæður, sem þessir menn krefjast standa skrifaðar eftir þá sjálfa í álitsgerð þeirra yfir veginn, og á þeim byggði nefndin ummæli sín, þegar hún bar saman álitsgerðir úr öðrum hreppum sýslunnar. Að fara opinberlega að auglýsa þessar ástæður tel ég óþarfa, og ekki gott fyrir mennina sjálfa né heldur skemmtun fyrir almenning að lesa þær.
Það virðist eins og það hafi móðgað mennina jafn mikið, að oddviti sýslunefndarinnar borgaði þeim “ummælalaust”. Ástæður fyrir því eru þær, að oddvitinn, Axel sýslumaður, er háttprúður og kurteis maður, að hann mundi síst fara að ávíta mennina um leið og hann borgaði þeim, enda var það gert eftir tillögu nefndarinnar, sem áleit réttara að viðhafa ekki smámunasemi í þessu efni, þótt álitsgerðin yfir veginn væri ekki vel af hendi leyst.
Þetta keyri, að mönnunum hafi verið borgað ummælalaust, sem átti að vera á sýslunefndina, hittir þá sjálfa.
Eiðum 14. jan. 1901.
Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu
Jónas Eiríksson