1901

Fjallkonan, 1. maí, 1901, 18. árg., 17. tbl., bls. 2:

Bæjarplága
sannkölluð eru hin mörgu akfæri, sem dregin eru um göturnar hér með svo megnu ískri og óhljóðum, að furðu gegnir. Auðvitað ætlar enginn, að hlutaðeigandi muni taka nokkurt tillit til þess, hvaða óþægindi þessi ískurtól gera, einkum þeim er fást við andlega vinnu, að ég nefni ekki sjúkt fólk, en þeir ættu að hugleiða, hvílíkt ógagn þeir gera sjálfum sé með þessu hirðuleysi, þar sem hjólásar endast margfalt lengur en ella, séu þeir smurðir við og við.
Þ.
* * *
Ritstj. blaðs þessa minntist á þetta efni fyrir nokkrum árum við einn helsta lækninn hér, og kvað hann það engu gagna, að vera að fást um annað eins. Þeir sem væru svo taugaveiklaðir, að þeir þyldu ekki skarkalann og ískrið hér á götunum, væru ekki á vetur setjandi. – Annarsstaðar mun mönnum samt ekki standa á sama, hvort akstur á strætum gerir hávaða eða ekki, og veit ég ekki betur en lögð sé mikil stund á það með fleiru við strætalagningar, að hafa þess konar efni í þær.
En veganefndin hér hefur alltaf sínar ástæður, ef menn hér hafa dirfst að kvarta um eitthvað við hana.


Fjallkonan, 1. maí, 1901, 18. árg., 17. tbl., bls. 2:

Bæjarplága
sannkölluð eru hin mörgu akfæri, sem dregin eru um göturnar hér með svo megnu ískri og óhljóðum, að furðu gegnir. Auðvitað ætlar enginn, að hlutaðeigandi muni taka nokkurt tillit til þess, hvaða óþægindi þessi ískurtól gera, einkum þeim er fást við andlega vinnu, að ég nefni ekki sjúkt fólk, en þeir ættu að hugleiða, hvílíkt ógagn þeir gera sjálfum sé með þessu hirðuleysi, þar sem hjólásar endast margfalt lengur en ella, séu þeir smurðir við og við.
Þ.
* * *
Ritstj. blaðs þessa minntist á þetta efni fyrir nokkrum árum við einn helsta lækninn hér, og kvað hann það engu gagna, að vera að fást um annað eins. Þeir sem væru svo taugaveiklaðir, að þeir þyldu ekki skarkalann og ískrið hér á götunum, væru ekki á vetur setjandi. – Annarsstaðar mun mönnum samt ekki standa á sama, hvort akstur á strætum gerir hávaða eða ekki, og veit ég ekki betur en lögð sé mikil stund á það með fleiru við strætalagningar, að hafa þess konar efni í þær.
En veganefndin hér hefur alltaf sínar ástæður, ef menn hér hafa dirfst að kvarta um eitthvað við hana.