1901

Fjallkonan, 7. maí, 1901, 18. árg., 18. tbl., bls. 3:

Lagarfljótsbrúin og Fagradalsvegur.
Bational-tíðindin dönsku segja frá Lagarfljótsbrúarmálinu og Fagradalsveginum, sem hér fer á eftir:
Það hefur verið sagt, að ekki gæti verið akvegur um Fagradal, en nú er það sannað af reynslunni. Það var byrjað að flytja brúarefnið í ágúst 1900 og lokið við það 20. mars í vor. Hafa þannig verið flutt 200 tonn af stórviðum og stálbjálkum yfir 30 feta löngum og 1400 pund á þyngd. Vegalengdin er 6 mílur. Verslunarstjóri Tuliniusar á Eskifirði Jón Arnesen stóð fyrir flutningunum. Í apríl átti að senda hingað menn frá Danmörku til þess að fara að vinna að brúargerðinni.
Gert er ráð fyrir að brúin verði algerð þetta ár og verður þá byrjað á Fagradalsveginum.


Fjallkonan, 7. maí, 1901, 18. árg., 18. tbl., bls. 3:

Lagarfljótsbrúin og Fagradalsvegur.
Bational-tíðindin dönsku segja frá Lagarfljótsbrúarmálinu og Fagradalsveginum, sem hér fer á eftir:
Það hefur verið sagt, að ekki gæti verið akvegur um Fagradal, en nú er það sannað af reynslunni. Það var byrjað að flytja brúarefnið í ágúst 1900 og lokið við það 20. mars í vor. Hafa þannig verið flutt 200 tonn af stórviðum og stálbjálkum yfir 30 feta löngum og 1400 pund á þyngd. Vegalengdin er 6 mílur. Verslunarstjóri Tuliniusar á Eskifirði Jón Arnesen stóð fyrir flutningunum. Í apríl átti að senda hingað menn frá Danmörku til þess að fara að vinna að brúargerðinni.
Gert er ráð fyrir að brúin verði algerð þetta ár og verður þá byrjað á Fagradalsveginum.