1901

Þjóðólfur, 9. júlí, 1901, 53. árg., 34. tbl., bls. 134:

Hörgár-brúin.
Hinn 22. júní var ný hengibrú úr járni, yfir Hörgá á Staðarhyl, fyrir framan og neðan Möðruvelli, vígð. Til brúar þessarar veitti þingið 1897 7.500 krónur móti því, að sýslubúar legðu annað eins fram, og hefur brú þessi þannig verið á fjórða ár í smíðum, sem orsakast af ýmsum óhöppum, sem fyrir hafa komið, enda hefur hún orðið talsvert dýrari en ráð var fyrir gert, undir 19.000 kr. Brúin er 78 álnir á lengd og 4 ál. á breidd og að öðru leyti mjög svipuð öðrum járn-hengibrúm, sem komnar eru upp. Sigurður Thoroddsen hefur verið aðalverkstjóri við hana og undir honum Páll barnakennari Jónsson á Akureyri, sem er mjög verkhygginn maður. Af hálfu sýslunefndarinnar í Eyjafjarðarsýslu hafa þeir Stefán kennari Stefánsson á Möðruvöllum og Klemens sýslumaður Jónsson haft aðalframkvæmdina.
Vígsludagurinn varð fyrst ákveðinn 3 dögum á undan, og aldamótahátíð Þingeyinga var haldinn á Ljósavatni daginn áður, og dró þetta hvorttveggja úr aðsókn, og mættu þó á 6. hundrað manns við vígsluna. Klemens sýslumaður Jónsson hélt aðaræðuna, og því næst hélt Stefán kennari Stefánsson ræðu fyrir verkamönnunum. Fleiri ræður voru haldnar á eftir og kvæði sungin, og fór allt mjög vel og reglulega fram.
Eyfirðingum þykir þetta góð samgöngubót, enda hafa þeir lagt mikið gjald á sig til að koma brúnni upp. Nú vantar aðeins veg að henni, en þar sem póstvegurinn, sem liggur um Möðruvelli, er bæði ófullkominn og afarkrókóttur, þá vænta þeir, að nýr vegur verði bráðlega lagður frá Akureyri beint frá Kræklingahlíð að brúnni og þaðan fram að Þelamörk, eins og leið liggur nú vestur yfir heiði.
S.


Þjóðólfur, 9. júlí, 1901, 53. árg., 34. tbl., bls. 134:

Hörgár-brúin.
Hinn 22. júní var ný hengibrú úr járni, yfir Hörgá á Staðarhyl, fyrir framan og neðan Möðruvelli, vígð. Til brúar þessarar veitti þingið 1897 7.500 krónur móti því, að sýslubúar legðu annað eins fram, og hefur brú þessi þannig verið á fjórða ár í smíðum, sem orsakast af ýmsum óhöppum, sem fyrir hafa komið, enda hefur hún orðið talsvert dýrari en ráð var fyrir gert, undir 19.000 kr. Brúin er 78 álnir á lengd og 4 ál. á breidd og að öðru leyti mjög svipuð öðrum járn-hengibrúm, sem komnar eru upp. Sigurður Thoroddsen hefur verið aðalverkstjóri við hana og undir honum Páll barnakennari Jónsson á Akureyri, sem er mjög verkhygginn maður. Af hálfu sýslunefndarinnar í Eyjafjarðarsýslu hafa þeir Stefán kennari Stefánsson á Möðruvöllum og Klemens sýslumaður Jónsson haft aðalframkvæmdina.
Vígsludagurinn varð fyrst ákveðinn 3 dögum á undan, og aldamótahátíð Þingeyinga var haldinn á Ljósavatni daginn áður, og dró þetta hvorttveggja úr aðsókn, og mættu þó á 6. hundrað manns við vígsluna. Klemens sýslumaður Jónsson hélt aðaræðuna, og því næst hélt Stefán kennari Stefánsson ræðu fyrir verkamönnunum. Fleiri ræður voru haldnar á eftir og kvæði sungin, og fór allt mjög vel og reglulega fram.
Eyfirðingum þykir þetta góð samgöngubót, enda hafa þeir lagt mikið gjald á sig til að koma brúnni upp. Nú vantar aðeins veg að henni, en þar sem póstvegurinn, sem liggur um Möðruvelli, er bæði ófullkominn og afarkrókóttur, þá vænta þeir, að nýr vegur verði bráðlega lagður frá Akureyri beint frá Kræklingahlíð að brúnni og þaðan fram að Þelamörk, eins og leið liggur nú vestur yfir heiði.
S.